Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 4
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM:
Olafur Jónsson, rá&unautur.
Sumir menn eru gæddir þeirri undragáfu, að geta
haft mörg járn í eldi í einu, án þess nokkurt
brenni og skilað að kveldi ekki einu heldur
margföldu dagsverki, og allt þó vel unnið. Slíkt
tekst mönnum þó ekki nema saman fari vinnuþol, kunn-
átta og umfram allt sú tækni að kunna að fara svo með
tímann, að hver stund komi þar að fullum notum. Og
þá er ekki síður nauðsynlegt að eiga áhugamál, sem
knýja á og láta mann ekki í friði, nema þeim sé sinnt.
Einn þeirra manna, sem þessar listir leikur er Ólafur
Jónsson, og skal nú nokkru gjörr frá honum sagt.
Olafur er fæddur að Freyshólum í Vallahreppi í
Fljótsdalshéraði 23. marz 1895. Foreldrar hans voru
Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ólafsson er þar bjuggu.
Ekki verður ætt hans rakin hér, en margt dugnaðar-
manna er meðal frænda hans og forfeðra þar eystra.
Faðir hans var svo kappsfullur við vinnubrögð, að á
gamals aldri áttu fullgildir menn á bezta skeiði fullt í
fangi með að halda til jafns við hann. Mun Ólafi kippa
þar í kynið um vinnuafköst og kapp.
Æskuár sín dvaldist Ólafur í heimahéraði sínu og þá
oft utan heimilis sem títt er. Haustið 1915 fór hann í
bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar námi við góð-
an orðstír á tilsettum tíma 1917. Þar á Hvanneyri vakti
hann brátt athygli bæði kennara sinna og skólabræðra,
ekki einungis sem ágætur námsmaður, heldur einnig og
ekld síður í öllu félagslífi skólapilta. Var það mál
manna þar, að hann hefði verið einn þeirra pilta, sem
mest lögðu af mörkum til að auðga félagslíf skóla-
sveina að ógleymanlegum ánægjustundum. Kom þar
þegar fram, sem síðar reyndist, að Ólafur er hverjum
manni starfshæfari í félagsskap, fundvís á verkefni og
ólatur að leysa þau af hendi.
Að loknu námi á Hvanneyri vann Ólafur um hríð
við jarðræktarstörf í Borgarfjarðarhéraði á vegum
Búnaðarsambandsins þar. En hugur hans stefndi að
aukinni menntun og víðtækari störfum í þágu íslenzkra
búnaðarmála. Réðst hann því til utanfarar og náms í
Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, er margir
íslendingar hafa sótt fyrr og síðar. En sá skóli er tví-
mælalítið í fremstu röð búnaðarháskóla. A námsárum
sínum vann Ólafur að ýmsum búnaðarstörfum í Dan-
mörku, meðal annars við tilraunastöðina í Heming í
Jótlandi, en þar eru reknar víðtækar jarðræktartilraun-
ir. Aflaði hann sér þannig góðrar undirbúningsmennt-
unar, bæði bóklegrar og verklegrar fyrir það starf, sem
nú beið hans, en hann hvarf að framkvæmdastjórn
Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri vorið 1924,
beina leið frá prófborðinu.
Ræktunarfélagið var þá rúmra 20 ára gamalt. Var
það um þessar mundir, og hafði verið um alllangt skeið,
búnaðarsamband fyrir allan Norðlendingafjórðung. En
auk þess hafði það frá öndverðu rekið tilraunastöð á
Akureyri, hina einu, sem starfaði í Norðlendingafjórð-
ungi, og um margra ára skeið verið unnið þar braut-
ryðjendastarf í ýmsum tilraunum. Auk þess rak félag-
ið kúabú í sambandi við tilraunastöðina, og jafnvel
nokkra verzlun. Störf framkvæmdastjóra voru því
býsna mörg og á ýmsan hátt sundurleit. Þar sem ann-
ars vegar var leiðbeiningastarfsemi og annað, sem að
búnaðarsambandinu laut, en hins vegar tilraunarekstur
og bústjórn.
LTm þessar mundir var Ræktunarfélagið í vanda
76 Heima er bezt