Heima er bezt - 01.03.1960, Page 5
statt. Styrjaldarárin fyrri, og kreppan, sem sigldi í kjöl-
far þeirra, hafði komið hart niður á því, og þrengt
mjög fjárhag þess. Framkvæmdastjóraskipti höfðu ver-
ið tíð, og svo var komið eftir 1920, að félagið var stór-
skuldugt, og tilraunastarfsemi þess, sem hófst á glæsi-
legan hátt, hafði mjög dregizt saman og jafnvel lagzt
niður á sumum sviðum sakir fjárskorts og tíðra manna-
skipta. Tvískipting verkefnanna milli búnaðarsam-
bandsins og tilraunastöðvarinnar dró hvað úr öðru,
ekki sízt þegar við sífelldan fjárskort var að etja. Það
var því á engan hátt glæsilegt aðkomu, er Olafur Jóns-
son tók þar við störfum. Hans hafði þá verið beðið í
heilt ár, því að hann var ráðinn framkvæmdastjóri
meðan hann var enn að námi úti í Kaupmannahöfn.
Mun það hafa verið mest að ráðum Páls Zophonias-
sonar, sem var kennari Olafs á Hvanneyri og sá glöggt
hvað í honum bjó, en Páll lét sér annt um hag Rækt-
unarfélagsins og tók að sér nokkurn hluta fram-
kvæmdastjórnar þess, ásamt skólastjórn á Hólum, árið
sem beðið var eftir Olafi. Ráðning þessi, sem er býsna
fágæt, sýndi ljósast, hvert traust menn höfðu á Ólafi
þá þegar, ungum og óreyndum.
Með komu Ólafs að tilraunastöð Ræktunarfélagsins
hófst nýr og merkur kafli í sögu þess. En hann stjórn-
aði tilraunastöð þess og búrekstri í 22 ár eða þangað til
félagið seldi Tilraunaráði ríkisins stöðina og aðrar eign-
ir sínar á leigu. Var Ólafur síðan um skeið tilrauna-
stjóri hjá hinum nýju húsbændum, svo að alls stjórnaði
hann þar framkvæmdum aldarfjórðung. Arið 1932
hætti Ræktunarfélagið starfsemi sem búnaðarsamband,
svo að Ólafur fékk helgað tilraununum krafta sína í
ríkara mæli en áður.
Það fannst brátt, þegar Ólafur kom að tilraunastöð-
inni, að þar var í senn duglegur bóndi og nákvæmur og
vökull tilraunamaður. Búið óx jafnt og þétt, og jafn-
framt réttist fjárhagur félagsins úr kútnum. Fram-
kvæmdir í ræktun og húsabótum voru miklar, og lend-
ur félagsins jukust ár frá ári. Tilraunirnar urðu sífellt
fjölþættari og nutu góðs af batnandi fjárhag, en eink-
um þó hugkvæmni, natni og elju tilraunastjórans. Og
árangur sá er náðist, varð ekki dauður fróðleikur í
skrifstofu félagsins, heldur gerði Ólafur grein fyrir
honum jafnótt og nokkrar viðunandi niðurstöður feng-
ust og var óþreytandi að breiða út búfræðilegan fróð-
leik og sýna mönnum fram á hagnýtt gildi og nauðsyn
tilraunanna. Það er og fullvíst að bændur í héraðinu og
víðar fylgdust með, hvað þarna gerðist og drógu not
af þeim lærdómum, sem Ólafur framreiddi. Hér er
ekki unnt að rekja hina fjölþættu tilraunastarfsemi, sem
rekin var í Gróðrarstöðinni í grasrækt, kornrækt og
kartöflurækt, en af þeim bar grasræktina miklu hæst og
var hún fjölþættust, enda árangur af henni mestur.
Nokkur atriði er þó vert að benda á. Ólafur er meðal
brautryðjenda í ræktun sáðsléttna, og hafa tilraunir
hans vissulega átt drjúgan þátt í framgangi þeirrar
ræktunaraðferðar og gert hana öruggari. Hann mun
fyrstur manna hér á landi hafa gert kerfisbundnar til-
raunir með belgjurtir og sýnt fram á gildi þeirra í
Starfsfólk og nemendur í Gróðrarstöðinni d Akureyri 1025.
Mdtjurtagarður í Gróðrarstöoinni á Akureyri.
Búfjárraktarstöðin Lundur við Ahureyri.
Kornskrýfi í Gróðrarstöðinni.
Heima er bezt 77