Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 6
ræktun landsins, þótt menn hafi verið tregari til að
hagnýta sér þá fræðslu en skyldi. Þá ræktaði hann með
úrvali, kartöfluafbrigði, sem nefnt hefur verið Olafs-
rauður, og mikilla vinsælda hefur notið. Margvíslegar
voru tilraunir hans með áburð og sláttutíma. Það er
kunnugt, að nú um langt skeið hafa eyfirzkir bændur
byrjað túnaslátt fyrr á sumrin en flestir aðrir á land-
inu. Mun það að verulegu leyti vera að rekja til áhrifa
frá Olafi Jónssyni, og búskaparháttum hans í Gróðrar-
stöðinni.
Tilraunir Olafs eru unnar af vísindalegri nákvæmni
og frá niðurstöðum þeirra er skýrt á Ijósan og greina-
góðan hátt. Hitt fær þó ekki dulizt að öllu tilrauna-
starfinu var það fjötur um fót, að fjármagn og vinnu-
afl skorti, svo að tilraunastjórinn varð sjálfur að vinna
flest handtökin við þær. En víst er um það, að með
því starfi, sem Ólafur vann í Gróðrarstöðinni á Akur-
eyri, var lagður merkilegur grundvöllur að íslenzkum
búvísindum, sem lengi sér staðar, þótt tímarnir breytist
og færi oss nýja tækni og nýjar aðferðir.
Eftir að Búnaðarsamband Eyjafjarðar var stofnað
var Ólafur kosinn formaður þess, og var hann það um
margra ára skeið (22 ár) jafnframt framkvæmdastjórn
Ræktunarfélagsins. Síðar gerðist hann ráðunautur Bún-
aðarsambandsins um nokkur ár, þegar hann lét af starfi
í Gróðrarstöðinni og nú nokkur síðustu árin hefur
hann verið ráðunautur Sambands Nautgriparæktar-
félaga Eyjafjarðar og veitir forstöðu afkvæmarannsókn-
um og þeim tilraunum, sem þeim fylgja á vegum þess
sambands. Þannig hefur Ólafur nú hálfan fjórða tug
ára verið einn af forystumönnunum í tilrauna- og leið-
beiningastarfsemi íslenzkra búvísinda, og þótt starfs-
svið hans hafi aðallega verið við Eyjafjörð, hafa bænd-
ur um land allt notið góðs af störfum hans, ekki sízt
þegar þess er gætt, að margt af þeim hafa verið braut-
ryðjendastörf.
Þá átti Ólafur sæti á Búnaðarþingi um langt skeið
(25 ár), og situr í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands
og fer með framkvæmdir þess.
Bein afleiðing af starfi Ólafs sem tilraunastjóra og
þáttur í starfi hans hjá Ræktunarfélagi Norðurlands er
búnaðarfræðsla, bæði í ræðu og riti. Hann hefur verið
ritstjóri Ársrits Ræktunarfélagsins síðan 1924 Birti
hann þar tilraunaskýrslur sínar, auk yfirlitsgreina um
tilraunirnar, og fjölda af vekjandi og fræðandi grein-
um um málefni landbúnaðarins og sveitanna. Hefur
hann í öll þessi ár skrifað bróðurpartinn af Ársritinu,
og væri það ekki lítil bók, ef allt væri komið í eitt. Hitt
er þó meira um vert, að margt er þar gagnmerkra rit-
gerða, sem skipað hafa Ársritinu í virðulegan sess meðal
búfræðirita vorra. Þá hefur hann verið ritstjóri hins
handhæga leiðbeiningarrits Vasahandbókar bænda frá
því hún hóf göngu sína 1951. Hefur Ólafur að vissu
leyti skapað það rit og auk hinnar almennu fræðslu
gert það skemmtilega fjölbreytt. Einnig hefur hann
skrifað þætti úr jarðræktarfræði þeirri, sem kennd er
við bændaskólana. Þá hefur hann og á seinni árum hald-
ið uppi allmikilli fyrirlestrastarfsemi á vegum Ræktun-
Sérkennileg hraunstrjta vestur af Herðubreið.
Ótafur og Stefán Gunnbjörn Egilsson.
í fultum skrúða.
78 Heima er bezt