Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 12

Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 12
Sveinn Jónsson, Landamótum, formaður á „Sæfara“. Tómas Þórðarson frá Vallatúni, vélstjóri á „Scefara“. Jón Eyjólfsson, Miðgrund, haseti á „Scefara". Veður var gott þennan dag og drógu [>eir á Enok línuna inn að Skerinu. Allt í einu vakti Ólafur orðs á því við Þórð formann, „að snemma ætli þeir að fara að liggja úti, þarna komi bátur heimanað og stefni til þeirra“. Þórður leit í áttina heim en gat ómögulega komið auga á bátinn. Ólafur varð meir en lítið hissa og sagði: „Sérðu ekki bátinn maður? Hann er svo til alveg kominn til okkar, það er íslendingurinn.“ „Nei,“ sagði Þórður, „ég sé engan bát.“ Ólafur varð undrandi yfir þessu. „Nú er ég hissa, sérðu ekki bát- inn? Ég trúi þessu ekki.“ Hann kallaði í hásetana og spyr fyrst Valda Jónsson í Sandgerði: „Sérðu bátinn, sem kemur þarna öslandi?“ \TaIdi þagði um stund og horfir leitandi bátsins en svarar svo: „Nei, Óli, ég sé engan bát, hvergi nokkurs staðar.“ Hann leit á Ólaf og hefur máske dottið í hug að hann væri eitthvað skrít- inn eða jafnvel blindfullur, þó hann hins vegar vissi, að það gat ekki skeð. Ólafi leizt nú ekki á blikuna. Hann kallaði þá í Magnús Runólfsson frá Skagnesi í Mýrdal og spurði hann, hvort hann sæi bátinn þarna skammt frá þeim. „Bátinn,“ endurtók Magnús, „ég sé engan bát, ekki nokkurn bát.“ Ólafur var alveg forviða. Hann gat ekki trúað þessu. Þeir hlutu að sjá bátinn. Hann strauk sér Ólafur Ingileifsson, vélstjóri a „Enok“ VE 164, Torfi Einarsson frá Varmahlið. - Siðar í Áshól siðar formaður með mb. Ásdísi VE144. * Vestmannaeyjum. 84 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.