Heima er bezt - 01.03.1960, Page 14

Heima er bezt - 01.03.1960, Page 14
Björn Bjarnason í Hlaðbce, vélstjóri á Happasœl. Þorsteinn Helgason frá Steinum, Vestmanna- eyjum, háseti á Happascel. tókst loks að koma dráttartauginni á milli bátanna. Þeg- ar hér var komið voru bátarnir hraktir langt vestur fyr- ir Alsey og nokkuð liðið á nótt. Skömmu síðar slitnaði dráttartaugin í þriðja sinn. Var þá veður og sjór orðið aftaka vont. Sagði Arni skipstjóri að þá hefði sér ekki litizt á blikuna og helzt búizt við, að hann yrði að hætta við Sæfarann og láta sig reka með honum. Hann þurfti ailrar varúðar að gæta með tilliti til síns eigin báts og skipshafnar. En Happasæil var góður bátur og traustur og skipverjar hans úrvalsmenn. Þess vegna ákvaðu þeir að eitt skyldi yfir báðar skipshafnirnar ganga, þeir skyldu ekki gefast upp þrátt fyrir allt. Sama mátti segja um Sæfara. Það var góður bátur og valinn maður i hverju rúmi, tilbúnir til hverra þeirra átaka, sem veðurofsinn og björgun þeirra krafðist. Árni hélt þá enn að Sæfaranum og eins nálægt og unnt var. Kallaði þá Sveinn formaður og sagði að .,þá væri ekkert annað að gera en yfirgefa Sæfarann, ef takast mætti að bjarga skipshöfninni“. Þetta var ekki árennilegt eins og allar aðstæður voru. En það skyldi þó gerast þó öllu væri teflt í tvísýnu. Bj örgunartilraunin hófst og fyrir sérstakt harðfylgi skipshafna, aræði og dugnað, tókst að ná öllum mönn- unum ur Sæfaranum. Komst Happasæll svo nálægt honum að mönnunum tókst að hlaupa á milli, í fangið á þeim á Happasæl, í tveim atrennum. Var það að allra dómi hið mesta þrekvirki, að ná mönnunum öllum slysalaust, enda hafi formaðurinn sýnt sérstaka snilli og áræði og skipshafnirnar ekki látið sitt eftir liggja til þess að vel mætti fara. Það var sögð undursamleg björg- un í slíkum veðurham. Að björgun skipshafnarinnar lokinni var Sæfarinn látinn sigla sinn sjó, en haldið af stað heimleiðis. Gekk Páll Einarsson, Nýjabce, Eyjafjöllum, háseti á Happascel. allt vel eftir aðstæðum. Þó var ekki komið í heima- höfn fyrr en morguninn eftir. Var veður þá enn mjög vont og Leiðin að líkum slæm. Innsiglingin tókst þó vel, en svo mikið var veðrið þegar inn í höfnina kom, að Happasæl hrakti upp í Botninn, upp á þurrt, en óskemmdan með öllu. Þar með lauk þessum erfiða björgunartúr Happasæls og löngu útivist. En hvað var um íslending? Þeir á Happasæl sáu það síðast til hans, er skipshöfnin var, deginum áður, að draga inn dráttartaugina undir Kambinum. Það var líka það síðasta sem til hans sást og spurðist. Strax og veðrinu slotaði að mun, voru fengnir tog- arar til þess að leita íslendings. Einnig var mb. Ásdís fengin til leitarinnar. Þá var fyrrnefndur Ólafur Ingi- leifsson með þann bát. Var leitað allan daginn og langt fram á kvöld, en allt kom fyrir ekki. Til bátsins spurð- ist ekkert og ekkert sást af honum. Ymsar getgátur urðu uppi um afdrif hans eins og gengur, en engar þeirra höfðu við nein rök að styðj- ast. Sumir héldu að hann hefði orðið fyrir vélbilun og hrakið upp í Smáeyjar, en sú ágizkun hafði við ekkert að styðjast að heldur. , Fyrir björgunarafrek sitt við skipshöfn Sæfara, fékk Arni Finnbogason skipstjóri viðurkenningu. Það voru 15 krónur í peningum og auk þess silfurpeningur. Trúlega þættu þetta ekki mikil björgunarlaun nú á dögum. En viðurkenning fyrir unnið afrek er ávallt viðurkenning og hana hefur Árni ábyggilega átt skil- ið, þó manni finnist, að hún hefði mátt vera, að krónu- tali, öllu rneiri en raun varð á. Þarna kom fram sýn Ólafs Ingileifssonar á mb. Enok veturinn áður, fyrir sunnan Geirfuglasker. Verður 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.