Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 17
HALLDOR ARMANNSSON:
DUGA EÐA DREPAST
r
Arni er fæddur í Húsavík við Borgarfjörð eystra
3. ágúst árið 1892. Foreldrar hans voru Éinar
i Árnason frá Skuggahlíð og kona hans, Guð-
finna Aradóttir frá Sandvík í Norðfirði. Ekki
er mér kunnugt um, hvað þessi hjón hafa átt lengi
heima í Húsavík, en árið 1896 eru þau til heimilis í
Breiðuvík við Borgarfjörð, og það ár deyr Einar. Stóð
nú ekkja hans uppi ein og blásnauð með 3 ung börn og
átti fárra kosta völ. Varð það því hlutskipti Árna, þótt
ungur væri, að eins 4 ára gamall, að skiljast við móður
sína og fara til vandalausra. Urðu þá hans fyrstu vista-
skipti, að honum var komið í fóstur að Húsavík til
hjónanna Sigurðar Árnasonar og Sunnefu, konu hans.
Mun honum hafa liðið þar vel, og dvaldist hann hjá
þeim í tvö ár. Var þá móðir Árna farin að búa á Hóls-
húsum í Húsavík með hálfbróður sínum, Bjarna Jóns-
syni. Tók hún þá drenginn aftur til sín, og var hann
þar með móður sinni árið. Fluttust þau þá á Glettinga-
nes og höfðu Árna með sér þangað. Er þau höfðu ver-
ið þar tæpt ár, var Árni litli búinn að fá skyrbjúg og
orðinn mesti vesalingur. Var nú ekki gott í efni, eins
og komið var, samt var ráð fundið, og það var að koma
baminu fyrir hjá hjónunum á Gilsárvöllum, Jóni Stef-
ánssyni og Stefaníu Olafsdóttur. Voru þau beðin að
lækna Árna af skyrbjúgnum. Hjá þeim hjónum var
löngum hæli fyrir einhverja þá, sem voru vanheilir á
sál eða líkama. Eftir rúmlega árs dvöl á Gilsárvöllum
fór Árni litli, hraustur og pattaralegur, að Litluvík til
Páls Geirmundssonar og Guðfinnu, konu hans. Ekki
var hann hjá þeim nema árið og fór þá að Klyppsstað
í Loðmundarfirði til hjónanna Stígs og Magneu, en
frá þeim eftir eins árs dvöl að Sævarenda til Finns
Einarssonar.
Helzt er útlit fyrir, að fólkið hafi ekki þótzt hafa
mikil not af drengsa, því að eftir árið á Sævarenda fer
Árni í burtu þaðan og nú að Selhellum í Mjóafirði, en
þar ílentist hann í 6 ár hjá Magnúsi nokkmm Árna-
syni. Líldegt er, að Magnúsi hafi því fundizt vera hægt
að hafa einhver not af Árna, og svo er nú komið, að
Árni hefur unnið sig það upp í áliti, að nú ræður Sig-
urður á Höfðabrekku hann fyrir ráðsmann til sín, og
er hann hjá honum eitt ár.
Næst þegar Árni breytir til, fer hann á Norðfjörð
og gerir þar út bát í tvö sumur og hefur móður sína
fyrir ráðskonu. Einn vetur er hann á vertíð í Vest-
mannaeyjum, en næsta vor fer Árni að búa á Kolablesa-
eyri í Mjóafirði með móður sinni og vinnur eitthvað
um sumarið á hvalastöð hjá Ellefsen.
Það er svo að sjá, að Árni hafi haft löngun til að
nálgast aftur æskustöðvar sínar, þótt hann væri þar
löngum á hrakningi, því að vorið 1915, eftir eins árs
búsetu á Kolablesaeyri, flytur hann byggð sína að Nes-
hjáleigu (nú Sléttu) í Loðmundarfirði og fer að búa
þar.
Þegar hér er komið sögu, er Árni 23 ára og hefur
tekið út fullan þroska. Samt er hann hvorki hár í lofti
né mikill utan um sig, en hann er harðger, hraustur og
frískur, framúrskarandi duglegur, ókvalráður og áhuga-
mikill um allt bjargræði sér og heimili sínu til fram-
dráttar.
Vorið 1917 réð Árni til sín fyrir ráðskonu Þórdísi
Hannesdóttur, ættaða af Héraði. Ekki höfðu þau lengi
verið samvistum, er þau felldu hugi saman, og svo létu
þau pússa sig saman — eins og sumir orðuðu það, þeg-
ar persónur létu prest smeygja á sig hjónabandshnapp-
heldunni.
Sumarið 1918 fæddist fyrsti sonur þeirra.
Ekki þótti hallast mikið á með þessum ungu hjónum
um dugnaðinn, og mun Þórdís ekki hafa látið sér smá-
muni fyrir brjósti brenna. Má það nokuð marka af því,
að eitt sinn, er bóndi hennar var ekki heima, óð hún
upp undir hendur út í sjóinn við að bjarga fé þeirra
úr flæðihættu.
Nú liðu ár og dagar, og höfðu þau hjón, Þórdís og
Árni, eignazt 4 börn. Drengur um fermingu var á vist
með þeim og mæður hjónanna beggja. Til framfærslu
handa þessu 9 manna heimili áttu þau 70 kindur, 2 kýr
og 1 hest.
Vegna þess að Árni gat ekki fjölgað kindunum meira,
þurfti hann árlega að selja 30 hesta af töðu, en það
verð, sem fékkst fyrir töðuna gerði lítið meira en
hrökkva til að greiða með landskuldina eftir kotið.
Miklar sjávarhættur eru fyrir fé í Neshjáleigu, þótti
líka Árna á stundum sjósi verða fingralangur í kindur
sínar. Auk þess dæmdu Álftavíkurflug sér á stundum
talsverðan skatt af því fé, sem þau gátu lokkað til sín.
Af framansögðu er auðsætt, að afurðir búsins hafa
ekki getað hrokkið fyrir þörfum heimilisins, enda
sleppti Árni ekki tækifærum, ef þau buðust, og bjarg-
ar var von með öðru móti. Hann fór oft póstferðir á
milli Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar og var þá á stund-
um ekki nema sólarhring í ferðinni. Þó flestir aðrir
þyrftu 2 daga og jafnvel meira. Árni reri líka til fiskj-
ar, einkum fyrri hluta sumars, þegar fiskur var, fram
að slætti og fram á slátt.
Þá var Árni skytta og oft fengsæll með byssuna.
Stundum skaut hann sel, en ekki telur hann það hafa
verið oft, og einu sinni náði hann rostungi. Er sú saga
af því, að Guðfinna, móðir Árna, hafði verið að raka
slægju þar niðri á sjávarbakkanum. Sá hún þá skepnu
Heima er bezt 89