Heima er bezt - 01.03.1960, Page 18
eina mikla liggjandi uppi á flúð þar undan landinu.
Hugði hún þetta vera sel og sagði Arna til. Arni hafði
þá enga byssu tiltæka, en greip járnkarl, sem hann átti,
og hugðist rota selsa með honum. Er hann nálgaðist
skepnuna, reis hún upp á afturendann og ætlaði auð-
sjáanlega að verða fyrri til — þar sem hún var sæmilega
vopnum búin — og höggva þetta áleitna mannkríli bana-
högg, fyrir dirfskuna að láta sér detta í hug, að ætla að
fara að glettast til við sig, langt að kominn ferðalang
norðan úr Dumbshafi. Sá nú Árni, að þetta var ekki
selur, heldur var hér rostungur á ferðinni, og að lítið
mundi tjóa, þótt hann vildi hafa eitthvað gott af hon-
um, að vera að heilsa upp á hann með járnkarlspinna
í hendinni.
Árni var nú kominn í fullkominn vígahug og vék
sér fimlega undan tilræði skepnunnar. Datt honum nú
í hug, að á næsta bæ, Nesi, var til byssa. Hljóp nú Árni
sem mest hann mátti fram að Nesi. Þar átti heima mað-
ur að nafni Hallgrímur. Hann átti framhlaðning, lík-
lega eina þessa gömlu dátabyssu, en þær voru bæði lang-
drægar og skotharðar og þoldu þótt látið væri í þær
vænt skot. Beiddist nú Arni liðveizlu Hallgríms við að
vinna rostunginn, og var það auðsótt mál. Lögðu þeir
nú tveir að honum með vel þverhandar skot í byssunni,
og renndi Árni ofan í hlaupið líka járntolla úr báts-
ræði, sem hann var með í vasa sínum. Komust þeir í
gott færi, og skaut Hallgrímur rostunginn í hausinn, og
lá hann nú þarna í blóði sínu á flúðinni. Hafði tollinn
smogið gegnum hausinn og aftur í banakringluna og
fannst þar. Árni átti stóran hvalhníf frá því að hann var
á hvalstöðinni hjá Ellefsen. Kom hann nú í góðar þarf-
ir við að slátra skepnunni, og fengu þeir þarna fullan
bát af kjöti og spiki. Rostungshúðina seldi Ámi, og
þótti hún seigt gönguskinn. Tennurnar átti hann í
nokkur ár, en seldi þær á endanum fyrir 15 kr.
Rjúpur og sjófugia skaut Árni líka. Frá einni þeirri
veiðiför ætla ég að segja hér.
Það var haustið 1926. Veðrið var gott, blíðalogn og
sjórinn rjómasléttur. Bára sást ekki á firðinum, en að-
eins lýsa yzt úti við tangann, grá mugga var í lofti.
Áma sýnist að í dag muni verða gott til fanga, því
að svartfugl var allmikill á Loðmundarfirði, og ef hann
yrði heppinn með byssunni í dag, þá slægi hann tvær
flugur í sama höggi: spikfeitur svartfuglinn var engin
fantafæða, og gott var að hafa fiðrið í sængur ofan á
krakkana.
Árni bjóst nú af stað í skyndi með byssu sína og
nóg skot. Þórdís, kona hans, gekk með honum ofan í
fjöruna og hratt á flot með honum skektu, sem hann
átti. Bað hún hann vel fara og heilan heim koma. Reri
Árni nú fyrst inn með landi og svo suður með sandin-
um og út með suðurlandinu út á móts við Tó, utan við
Hjálmarsströnd. Hafði hann þá skotið nokkra fugla, en
þarna var svartfuglabreiða. Sýndist nú Áma bera þarna
vel í veiði, þreif til byssunnar, spennti bóginn og lagði
hana að vanga sínum til að sikta. Lítilsháttar snjóél var
nýafstaðið og byssuhlaupið loðið af drífunni, svo að
skyggði á siktið. Lét nú Árni byssuna síga niður aftur,
en strauk um leið með vinstri hendi snjófölið fram af
hlaupinu. I sama vetfangi hljóp skotið úr byssunni og
tók af tvo fingur vinstri handar, vísifingur og löngu-
töng. Fór annar fingurinn alveg af með skotinu, en
hinn hékk við á skinnpjötlu. Hélt Árni, að um leið og
hann strauk snjóinn framan af hlaupinu, mundu föt sín
hafa strokizt við byssuna og snert gikkinn, en byssan
var laus í spani.
Ekki segir Árni, að nein æðra eða ótti hafi komið að
sér, er þetta vildi til, heldur hafi hann verið algjörlega
rólegur og getað athugað aðstöðu sína. Þegar skotið
tók fingurna af, líkir Árni helzt við snögga óþægilega
snertingu, og ekki hafi hann fundið neitt mikið til í
fyrstu, ekki heldur blætt neitt ákaft úr skotsárinu £
bili. Vafði hann samt um hendina vasaklút, sem hann
var með, til að draga úr eymslunum. Varð nú að duga
eða drepast, þar sem hann var einn á báti langt út og
suður á firði, var ekki um annað að velja en reyna að
róa í land. Settist nú Árni undir árar, en ekki vildi
hann fara heim til sín svona til reika, heldur tók stefnu
í Gerðisfjöru á milli Ness og Seljamýrar. Þegar ÁrnL
fór að róa, fór strax að blæða meira úr skotsárinu. Gat
hann þá með einhverjum ráðum rifið eða slitið fóðrið
undan jakkanum, sem hann var í, og vafið því utan
um líka; um aðrar umbúðir var ekki að ræða, eins og
á stóð. Þreytti nú Árni róðurinn og eftir á að gizka
hálftíma kenndi skektan grunns við fjöruna. Hljóp
Árni þá upp í flæðarmálið og gat dregið eða endabor-
ið skektuna um lengd sína upp í fjöru, — en byssuna
lagði hann frá sér þar eitthvað lengra frá sjó.
Voru nú föt Árna, einkum buxumar vinstra megin,
orðin illa verkuð af blóði. Flýtti Árni sér heim að
Seljamýri og lýsti áverkanum á hendur sér. Björg ljós-
móðir Isaksdóttir átti þá heima á Seljamýri. Tók hún
umbúðir Árna frá hendinni og bjó um aftur, eftir því
sem hún hafði föng til, en Sigurður, sonur hennar, (Sig-
urður Jónsson, nú brúarsmiður á Borgarfirði) átti
trillubát á floti við fjöruna. Hafði hann nú hraðar hend-
ur að koma vélinni í gang, klæddi Árna í þykkan yfir-
frakka og lagði strax af stað með hann til Seyðisfjarð-
ar, og skilaði vel áfram. Árni sat á þóftu alla leiðina
suður, og segir Sigurður, að ekki hafi orðið vart við
að hann kveinkaði sér neitt á leiðinni.
Þegar suður kom, var Árni samstundis tekinn inn á
spítala og gert að sámm hans. Svolitlir stubbar voru
eftir af fingrunum eða frá efsta liðnum. Þá tók Egill
læknir af upp við lófann. Var það gert í samráði við
Árna. Álitu þeir það miklu betra fyrir Árna, þar sem
hætt var við að þeir yrðu sí og æ til óþæginda við flest
störf. I sjúkrahúsinu var Árni í 9 daga og 2 daga hjá
kunningja sínum í bænum.
Á meðan Árni var á spítalanum, kom til hans hinn
gamli húsbóndi hans úr Mjóafirði, — sá sem hann var
lengst hjá. Fór hann að spyrja um líðanina, hvemig
hún væri, og svo hvort Árni gæti nú staðið undir þeim
kostnaði, sem leiddi af dvöl hans í sjúkrahúsinu. Um
leið og hann kvaddi Árna, fékk hann honum þá pen-
inga, sem hann var með á sér; það voru 135 kr. Voru
90 Heima er bezt