Heima er bezt - 01.03.1960, Page 20

Heima er bezt - 01.03.1960, Page 20
Æviminningar BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR DAHLMAN ÞÓRA . FRÁ INGJALDSSTÖÐUM JONSDÓTTIR -s^c^fc.*' færði í letur -»>»> *>-«> »>i> *>■*> r'*> »>i>.»>*>»>*>.•'>*>»'>*>=e'»>.r>«>»>*>»:>i (Niðurlag) Þrjó fyrstu árin vann ég við daghjúkrun. Það varð mér um megn vegna fótanna. Eg sagði lækninum, að ég treysti mér ekki lengur. Hann sagði mér, að þá skyldi ég taka næturvakt, það væri ekki eins erfitt. Eftir það var ég vökukona. Það var miklu næðis- samara starf. Ríkið borgar ekki starfsmönnum yfir sjötugt, og ég hlaut því að hætta starfi sjötug. Umsjónarmaður spítalans sagði við mig um leið og hann kvaddi mig og þakkaði mér fyrir starfið: „Yður hefur aldrei vantað, en þér hafið tvisvar sinn- um komið of seint.“ Mér hafði aldrei orðið misdægurt meðan ég vann á spítalanum. Eftir það féll ég saman á tímabili, andlega og líkam- lega, en eftir nokkra mánuði rétti ég við og fór að sinna um heimilið. Maður minn og drengir urðu fegn- ir að hafa mig heima. Síðan hefur líf mitt verið rólegt og viðburðarlítið og ég hef haft meiri tíma til að um- gangast íslendinga. Seinni part vetrar, árið 1947, dreymdi mig, að ég þykist standa við gluggann minn í Randersgötu og sé himininn þakinn eldbárum; eldregn streymir niður og húsið skelfur. í því vaknaði ég og sagði manninum mínum, hvað mig hafði dreymt. Björg Dahlman og maður hennar Valdemar Andersen. „Bara að ekkert sé að heima á íslandi,“ sagði ég svo. „Það eru bara þýzku sprengjurnar, sem eru enn þá á heilanum á þér,“ svaraði hann. Um morguninn, klukkan átta, hlustuðum við á frétt- irnar og heyrðum að Hekla hafði byrjað að gjósa um nóttina. Við höfðum oft ætlað okkur að ferðast heim, en af ýmsum ástæðum hafði það alltaf farizt fyrir. Eg var orðin úrkula vonar um að leið mín lægi til fósturlands- ins framar. Eg var því mjög undrandi, þegar Þorfinnur Kristjánsson, prentari, kom til mín í júní 1948 og sagð- ist vera búinn að kaupa handa mér far til íslands með „Drottningunni“ seinni partinn í júlí. Á nóttunni, þegar ég lá vakandi og hugsaði til ferða- lagsins, var ég huglaus, en á daginn var ég kjarkbetri. Maðurinn kvatti mig líka mjög til að fara. Eg gekk þannig frá heimilinu, að ég gat farið og steig á skip. Þar hitti ég tvær ágætis konur, sem ég kannaðist við, þær Önnu, ekkju Klemenzar Jónssonar og dóttur henn- ar frú Önnu Klemenzdóttur í Laufási. I Reykjavík tók á móti mér Karl Finsen og kona hans, Guðrún, en það var einmitt litla stúlkan, sem ég sigldi með forðum. Það þótti nýstárlegt, að íslendingur kæmi í heim- sókn eftir 60 ára dvöl erlendis. Blaðamenn skelltu af mér myndum og spurðu mig spjörunum úr. Ég var víst margorð, eins og gömlu fólki er títt. Meðan ég dvaldi hjá Finsenshjónunum, var ég boðin í brúðkaup dóttur Önnu Klemenzdóttur í Laufási og hitti þar marga kunningja frá yngri árum, en oft þurfti ég að spyrja: „Hver ert þú?“ Ég vildi fara norður til átthaganna, meðan sumar var og góð tíð. Til Akureyrar flaug ég yfir jökla og öræfi og hugsaði um, hvað samgöngurnar væru liðugri en fyrir sextíu árum. Á flugvellinum í Eyjafirði tók ungur maður á móti mér, sem bauð mig velkomna og kallaði mig frænku sína. Hann reyndist heita Steingrímur Pálsson og var dótt- ursonur Steingríms Jónssonar frá Gautlöndum. Stein- grímur eldri hafði flogið til Reykjavíkur sama morg- un, en beðið dóttur sína, Þóru, konu Páls Einarssonar að taka vel á móti frænku sinni. <J2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.