Heima er bezt - 01.03.1960, Side 21

Heima er bezt - 01.03.1960, Side 21
Málverk eftir Valdemar Andersen Dahlman, i eigu Sigurðar O. Björnssonar, Akureyri. Það var sannarlega gert, og hjá þeim hjónum átti ég indæla daga. Ég fann margt í fari Þóru frænku minnar, sem ég átti sjálf, samt erum við aðeins þrímenningar. Þau óku mér austur á Sandhauga til Eiríks bróður míns. Ég hafði ekkert systkina minna séð í 60 ár. Hann var rúmliggjandi, en hress og töluðum við margt. Gamli bærinn var horfinn og nýtt hús komið í stað- inn. Bróðir minn hafði gert allt, sem í hans valdi stóð, til þess að viðhalda skóginum í fjallinu, enda hafði hann vaxið, síðan ég fór að heiman. Mórinn hafði verið svartur, þegar ég fór, en nú var hann lyngi vaxinn og bar hina margvíslegustu liti, svo að ég var alveg frá mér numin að horfa á hann. Sigurður sonur Eiríks var tekinn við búinu. Túnið hafði verið girt og auðséð var á stærð girðingarinnar, að í ráði var að stækka það mikið. Þá hafði hann öll nýtízku landbúnaðartæki, svo að heldur höfðu breytzt búskaparhættir. Það leit út fyrir, að hann ætlaði að gera Sandhauga að stórbýli. Hvar, sem ég kom, voru ný hús risin upp og nútíma- þægindi víðast hvar. Kristlaug yfirsetukona á Halldórsstöðum í Bárðar- dal hafði búið hjá mér í Höfn. Hún fór með mig fram í Mýri. f staðinn fyrir gamla bæinn voru komin tvö íbúðarhús. Ég þekkti aðeins fjárhús, sem byggð höfðu verið, vorið sem ég fór. Mig hafði minnt, að Aldeyjar- foss sæist af hlaðinu, en það var misminni. Ég fór með Kristlaugu út í Halldórsstaði. Páll á Stóru-Völlum, sem er eldri en ég, símaði til mín og bað mig að koma við hjá sér. Við höfðum þekkzt vel og rifjuðum upp sam- eiginlegar æskuminningar. Guðrún bróðurdóttir mín á Sandhaugum fór með mig út í Ingjaldsstaði. Þar, sem annars staðar, var mikil breyting á orðin. Bærinn okkar var í rústum, samt gat ég séð, hvar baðstofan og önnur hús höfðu staðið. Gangurinn, sem pabbi hafði byggt frá eldhúsinu og út í bæjarlækinn, hafði verið rifinn sama sumar. Gamla brúin yfir bæjarlækinn var horfin; það hafði verið stór steinhella, sem við börnin höfðum haft fyrir bát í leilc okkar. Goðafoss blasti þó enn við og gleym-mér-eiarn- ar spruttu við lækinn. Þær tíndi ég og þurrkaði og geymi enn þá. Ég hefði gjarnan viljað vera á Ingjalds- stöðum nokkrar nætur eins og mér var boðið, en ég átti eftir að koma svo víða. Næst fór ég upp á Gautlönd. Jón Pétursson bóndi á Gautlöndum leiddi mig inn gömlu göngin og þar kann- aðist ég við mig. Ég svaf í sama rúmi og sömu stofu og ég hafði gert meðan ég var þar unglingurinn. Þá fyrst fannst mér ég vera komin heim. Ég vonaði, að mig dreymdi eitthvað, en ég var of þreytt og svaf draum- laust. Sólveig systir Jóns, sem var aðeins sex ára, þegar ég fór, var nú orðin amma. Ég saknaði mikið gömlu þiljanna, þarna sem annars staðar. Þau höfðu verið rifin og framhús byggt, þannig að gamli bærinn var á bak við. Konráð Erlendsson kennari á Laugum sótti mig, ásamt syni sínum, í Gautlönd. Konráð er sonarsonur Sigurðar ráðsmanns, móðurbróður míns. Ég var gestur hans og Helgu konu hans nokkra daga í Laugaskóla. Heima er bezt 93

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.