Heima er bezt - 01.03.1960, Side 23

Heima er bezt - 01.03.1960, Side 23
ÆSKUNNAR RITSTJÓRI r I kuIdaLeltinu - Kiruna-Lai ina (Síðari hluti) Um morguninn 27. maí, þegar ég kom á fætur um kl. 9, var glaða sólskin, kyrrt veður og 20 stiga hiti. Hafði þa sol verið a lofti fra því klukkan tæplega eitt um nottina. Smalækir runnu úr klakanum og hjarn- sköflunum bak við husin, en sóleyjar og aðrar blóm- jurtir breiddu út krónur sínar á túnblettinum og í trjá- görðum. Konur voru á leið í búðir og börn að fara í skólann. Allt í einu rakst ég á sérkennilega klædda menn á götunni. Þetta voru tveir fullorðnir Lappar, sem bjuggu í smábýlum skammt fyrir utan borgina. Þeir voru ekki hjarðmenn eða hreindýra-eigendur, en voru þó að nokkru klæddir eins og hjarðmenn. Þeir' voru með topphufur a höfði með rauðum leggingum og ldæddir jakka eða stakki úr grófu efni, sem náði niður á mitt læri, með belti um mittið og við það hékk stor, útskorinn skeiðarhnífur. Um axlir, brjóst og upp- handleggi var jakkinn skreyttur með gulum, rauðum og bláum leggingum eða böndum og eins buxurnar utanlærs ofan við kné. En svo voru þeir með enska bak- poka spennta um axlir og venjulega reimaða göngu- skó eða klossa á fótunum. Þeir bjuggust því að nokkru leyti eins og venjulegir Norðurlandabúar, en að nokkru sérkennilegum Lappabúningi. Ég gekk á hlið við Lappana dálitla stund og athugaði þessa sérkennilegu rnenn. Ekki get ég sagt að þeir væru fríðir í sjón, en þeir voru meðal menn á velli og ekki óliðlega vaxnir. Þeir voru skegglausir, breiðleitir og ákaflega hrukkóttir í andliti, en litu þó ekki út fyrir að vera mjög gamlir. Eg fór svo í heimsókn í barnaskólann fyrir hádcgið, hlustaði á kennslu og spjallaði eitthvað við elztu börn- in. Ég sagði þeim frá íslandi, landnáminu, Ingólfi Arn- arsyni, höfuðborginni og hitaveitunni. Börnin voru vingjarnleg og glaðleg og skildu vel það, sem ég sagði, þótt ég væri útlendingur í þeirra landi, og talaði þess vegna ekki m'oðurmál þeirra alveg rétt. Ég segi móð- urmál þeirra, og á þar við sænskuna. En það er ekki nema að nokkru leyti rétt. í þessum skóla, sem ég heimsotti í Iviruna, attu börnin í raun og veru þrjú moðurmal. Meiri hluti barnanna var vitanlega sænskur °g áttu foreldra, sem voru af sænsku bergi brotin, en líka voru í skólanum börn, sem áttu finnska eða lappneska foreldra. Öll verða þessi börn að tala sænsku í skólanum, en heima hjá sér tala þau sitt móðurmál. Börn allra þeirra Lappa, er lifa á hreindýrum eða hjarðmennsku, eru yfirleitt í heimavistarskólum, sem eru sérskolar fyrir Lappabörn, en börn þeirra Lappa, sem horfið hafa fra hjarðmennskunni og stunda búskap eða buhokur, sækja barnaskóla með öðrum sænskum börnurn. Þegar þessi finnsku og lappnesku börn koma heiman að frá sér í skólann, 7 ára, þá byrjar nám þeirra á því að læra að tala sænskuna um leið og þau læra að lesa. Kennararnir í þessum skólum þurfa helzt að kunna öll málin. Eftir hádegið kom ég í sérstæðan og fullkominn verknámsskóla fyrir unglinga (sem Svíar kalla yrkes- skolor). Ég fór um allar deildir skólans, en þær voru margar. Yngstu piltarnir voru með venjulegt skóla- smiði, smíðuðu auðvelda hluti eftir teikningum, en sumir úr elztu deildunum, með 4 ára nám að baki, unnu 1 JiT 8 U / ggpBSrr"

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.