Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 28
sársaukahljóð, sem ekki líkist neinum gráti. Lilja er svo máttfarin eftir barnsburðinn og undangengna van- líðan, að hún getur lítið sinnt barninu sínu, en hljóð }>ess ganga henni mjög að hjarta. Anna hefur enn varla litið á barnið, en nú stenzt hún ekkí mátið lengur og gengur að vöggunni. Hún lýtur niður yfir litlu dótturdótturina og virðir fyrir sér smágert og frítt andlit hennar, sem öðru hvoru af- myndast af kvölum. Hið göfugasta í sál Önnu, sjálft móðureðlið, brýzt fram og mildar hatrið. Eitt sinn átti hún sjálf svona litla dóttur í þessari sömu vöggu, og það voru hennar sælustu stundir, og sú endurminning vermir enn þá sál hennar. Þetta barn er einnig hluti af henni sjálfri, hún verður að rétta því hjálparhönd þrátt fyrir faðerni þess. Litla stúlkan þjáist. Anna reynir að sefa vanlíðan hennar, en hún finnur engin ráð sem duga, og nóttin líður. Nýr dagur er risinn. Þórey Ijósmóðir kemur aftur að Austurhlíð og leysir þar af hendi sín ljósmóðurstörf, en á sjúkleika barnsins kann hún engin skil. Anna send- ir Torfa vinnumann sinn eftir lækni, allt skal verða gert til að bjarga lífi barnsins, sé þess nokkur kostur. Barnið má ekki deyja sú hugsun grópast stöðugt dýpra og dýpra í sál Önnu. Lilja er sjúk og lömuð af harmi yfir veikindum barnsins síns. Hún þráir heitast að ná fundi Jónatans, en þorir ekki að fara þess á leit að svo stöddu. Jóntan gengur að slætti með föður sínum, en hugur hans dvelur heima í Austurhlíð. Hann ætlar þó ekki að fara þangað aftur, fyrr en Lilja hefur jafnað sig eftir barnsburðinn. Hann býst við nýrri árás af Önnu hálfu, komi hann að Austurhlíð, en slíkt gæti haft skað- leg áhrif á Lilju, meðan hún enn er ekki heil heilsu, og fyrir hana má ekkert illt koma af hans völdum. Jónatan veitir því athygli, að Torfi vinnumaður ríð- ur að heiman með lausan hest í taumi og fer geyst. Hann kemur brátt aftur, og maður með honum, sem Jónatan telur muni vera læknirinn. Jónatan verður órótt. Skyldi eitthvað óvænt hafa komið fyrir í Aust- urhlíð? Hann getur ekki lifað í neinni óvissu um Lilju og barnið, það verður að ráðast, hvaða afleiðing- ar það hefur. Heim að Austurhlíð verður hann að fara og fá að vita, hvort nokkuð er að. Hann leggur frá sér orfið og gengur heim að Aust- urhlíð. Að þessu sinni bíður hann ekki eftir því, að neinn bjóði sér inn, heldur hraðar hann sér rakleitt inn í baðstofu. Læknirinn stendur við vöggu barnsins og rannsakar það af mikilli nákvæmni, en svipur hans er sem óráðin gáta. Anna stendur álengdar og fylgist óróleg með hverri hreyfingu læknisins. Jónatan nemur staðar við vögguna og býður góðan dag. — Góðan daginn, Jónatan, svarar læknirinn alúðlega. — Ég þakka yður fyrir síðast. — Sömuleiðis. — Jónatan færir sig að rúminu til Tilju og tekur um hönd hennar. — Hvað hefur komið fyrir, Lilja? segir hann lágt. — Litla stúlkan okkar hefur verið veik síðan fyrsta Tvöldið sem hún lifði. Læknirinn hættir að skoða barnið og hristir höfuðið vonleysislega. — Ég kann ekki skil á þessum sjúkdómi, því miður, segir hann dapur. — En ég ætla þó að senda barninu meðul til reynslu. — Ég kem með yður og sæki meðulin, þetta er mitt barn, segir Jónatan einbeittur. Anna gengur að vöggunni án þess að andmæla Jónatan og hagræðir barninu. Hatur hennar er orðið máttvana í sorginni, henni er sama hver sældr meðulin, bara að þau komi fljótt og verði að notum. Læknirinn er ferðbúinn. Jónatan mælir nokkur orð hljóðlega við Lilju og heldur svo á brott með læknin- um. Hann sækir reiðhest sinn heim að Vesturhlíð og segir föður sínum tíðindin um leið. Síðan sækir hann í skyndi meðulin handa litlu dótturinni. Anna gefur barninu meðulin samkvæmt fyrirsögn læknisins, en þau breyta engu um líðan barnsins. Því virðist stöðugt þyngja. Anna vakir yfir því nótt og dag og getur varla vikið frá vöggunni. Nú er hún fús að fórna öllu til þess að litla stúlkan fái að lifa. Henni er farið að þykja svo óstjórnlega vænt um þetta saklausa barn, sem þjáist og grætur í höndum hennar. Jónatan er tíður gestur í Austurhlíð, og Anna lætur það afskiptalaust. Hún hatar hann ekki lengur. Frammi fyrir ógnarvaldi dauðans finnur hún skýrt vanmátt sinn og smæð, og hatrið bíður ósigur í sál hennar fyrir göfugri tilfinningum. Lilja er orðin vonlítil um bata barnsins síns og óskar eftir að fá séra Einar á Grund til að skíra það. Jónatan skrifar prestinum og biður hann að koma að Austur- hlíð og skíra barn sitt og Lilju. Torfi vinnumaður fer með bréfið út að Grund og kemur aftur með jákvætt svar frá prestinum. Anna undirbýr á mjög einfaldan hátt hina dapurlegu skírnarathöfn, sem fram á að fara við rúm ungu móðurinnar samkvæmt ósk hennar. Lilja ætlar sjálf að halda dóttur sinni undir skírn og bera fram heiti hennar. Séra Einar ríður heim að Austurhlíð. En hann er ekki einn á ferð. í fylgd með honum er Armann Hlíð- berg, barnakennari, sem nú er orðinn tengdasonur séra Einars. Hjónin í Austurhlíð fagna Armanni vel, en Liija og Jónatan eru dálítið undrandi yfir komu hans við þetta tækifæri. Séra Einar er tilbúinn að hefja skírnina og lítur yfir fólkið í baðstofunni, en hann vantar enn í þann hóp, sem hann óskar að sjá hér við þetta tækifæri. Hann víkur sér að Jónatani og segir lágt: — Verða foreldrar þínir ekki viðstödd þessa athöfn? — Ég hef ekki fært það í tal við þau, séra Einar. Ég býst við að það sé tilgangslaust, þú rennir sennilega grun í ástæðurnar fyrir því. — Já, vinur minn. en undir þessum kringumstæðum ætti slíkt ekki að koma til greina. Jónatan hristir höfuðið dapurlega. — Ég get auðvit- að farið og haft tal af þeim. Það nær þá ekki lengra, ef þau neita mér að koma hingað. — Já, gerðu það, Jónatan, þú getur ekki betur boð- ið. Við bíðum á meðan. 100 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.