Heima er bezt - 01.03.1960, Side 34

Heima er bezt - 01.03.1960, Side 34
svei mér ekki tala úr því fýluna. Fróðlegt að vita, hvernig húsbóndinn tæki sig út. Loksins var fjárhópurinn kominn heim undir Bakka, og þá beið Asdís ekki boðanna. Hún kom mátulega til að hjálpa til við innreksturinn. Hún skríkti af kæti yfir því, hvað lömbin voru orðin stór. Kristján var svipþungur og skipaði henni að fara heim og ná í poka og klippur og slcæri. Hún sagðist ekki vita hvar það væri geymt. Þá sagði hann Sveinka að fara með henni, hann vissi, hvar það væri geymt. Þegar þau komu á stekkinn aftur, var Kristján bú- inn að marka mörg lömb. Grímsi gamli á Bala hafði haldið á þeim fyrir hann. „Ég get ímyndað mér að þetta sé nú nokkuð erfitt fyrir þig, Grímur minn, að halda á þessum drekalömb- um,“ sagði Ásdís. „Ég skal nú taka við.“ Hún greip stærðargimbur og bar hana til Kristjáns. „Hér kemur ein ekki mjög óveruleg,“ sagði hún brosandi. „Hvað ertu eiginlega að þvælast með þetta lamb,“ sagði hann geðvonzkulega. „Ég er ekld vanur að marka fyrir Stefán í Þúfum og fer sjálfsagt ekki að byrja á því í dag.“ „Á nú Stefán í Þúfum svona vænt lamb?“ sagði Ás- dís alveg hissa. „Ojá, það geta fæðzt falleg lömb undan fleiri ám en þeim, sem þú hefur hirt, þó að það líti út fyrir að þú ætlir að rifna af monti yfir því,“ sagði hann. „Ef ég væri í þínum sporum, dytti mér ekld í hug að leyfa Þúfnaskepnunum að vera í stekknum,“ sagði hún með merkissvip. „Þú mátt víst stimpast við að draga þær út ef þú vilt,“ sagði hann, „en betra held ég væri að þú færir að taka af gemlingunum á meðan ég er að marka. Grím- ur hjálpar mér við það.“ Bóndinn á Bakka hjálpaði Ásdísi til að festa geml- inginn við dyrastafinn, svo að hún gæti klippt hann, en þessari aðferð hafði hún ekki vanizt, heldur að binda þá sauðbandi og leggja þá niður fyrir utan réttina eða stekkinn. Það sagði hún þessum hjálplega nágranna. Hann sagði að Kristján léti gera þetta svona, og að hún skyldi ekki vera að styggja hann með því að vinna öðruvísi, því að hann væri víst ekki í mjög góðu skapi. Hún þurfti svo sem ekki að láta segja sér það. Þegar Kristján var búinn að marka, fór hann að rýja. Þá kom Ásdís til hans og ætlaði að fara að hjálpa hon- um. „Ég get víst komið þessu af, þó að þú farir ekki að kássast í því. Það eru fleiri gemlingar til, sem hægt er að rýja.“ Framhald. VERÐLAUNAGETRAUNIN ÚRSLITIN í HINNI GLÆSILEGU VERÐLAUNAGETRAUN STÁLHÚSGAGNASETT (BORÐ OG 4 STÓLAR) f VERÐLAUN Eins og vænta mátti, varð geysimikil þátttaka í Stálhús- gagnagetrauninni. Þar sem margar réttar ráðningar bár- ust, var nafn sigurvegarans dregið út, og hinn lánsami sig- urvegari í getrauninni er ÁGÚST GUÐMUNDSSON DALSMYNNI, EYJAHREPPI, HNAPPADALSSÝSLU Við vitum, að allir þeir mörgu, sem tóku þátt í þessari skemmtilegu verðlaunagetraun, munu taka undir með okkur og senda Ágúst sínar beztu hamingjuóskir með sig- urinn. Rétt ráðning í getrauninni var þessi: Skuggamynd nr. 1 var Þjóðleikhúsið, 2. Háskóli íslands, 3. Alþingishúsið. 4. Akureyrarkirkja. 5. Kaþólska kirkjan í Reykjavík. 6. Dóm- kirkjan í Reykjavík. 7. Hús Ásmundar Sveinssonar mynd- höggvara. 8. Bifröst í Borgarfirði, og loks nr. 9 Mennta- skólinn á Akureyri. 106 Heiina er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.