Heima er bezt - 01.03.1960, Page 36
396. Frú Thomson opnar fyrir lög-
regluþjónunum. Ég skýri þeim frá, hvers
ég hafi orðið var. Skömmu síðar eru þeir
önnum kafnir við að leita eftir væntan-
legum förum eftir „vofuna“.
397. Það leið ekki á löngu, þar til þeir
fundu greinileg spor, þaðan sem draug-
urinn hrapaði niður, eftir nýrökuðum
gangstígnum og út á vel sprottna gras-
vellina í garðinum.
398. Þar hurfu sporin algerlega, svo að
lögregluþjónarnir gátu alls ekki rakið
þau lengra. Þá býð ég þeim, að ég skuli
nota Mikka sem sporhund. Þessu verða
þeir ákaflega fegnir...
399. Lögreglumennirnir skora nú á mig
að fara með Mikka þangað, sem fyrstu
sýnilegu sporin fundust, og láta hann
þefa þar rækilega af þeim áður en sjálf
leitin hefst. Ég geri þetta auðvitað, og
Mikki er þegar allur á lofti af ákafa.
400. Það líður ekki á löngu, unz Mikki
hefur þefað uppi ósýnilegu sporin. Nú
geltir hann af ákafa, og ég verð að hafa
mig allan við að fylgjast með honum.
Og lögreglumennirnir eru alveg á hæl-
unum á okkur.
401. Leið okkar liggur þvert yfir garð-
inn og út um lítið hlið og síðan út á ber-
svæði. Mikki heldur áfram og upp eftir
löngum tröðum. Hinum megin við þær
voru margir kofar og gömul hússkrifli.
Mikki stefnir að einu þeirra.
402. Mikki þefar sig inn um gamalt og
hrörlegt hlið og nemur urrandi staðar
fyrir framan stórt og fornfálegt hús með
traustri hurð fyrir dyrum. Og þar geltir
hann grimmdarlega og krafsar síðan í
hurðina.
403. Skyldi það þá vera hérna, sem
draugurinn heldur til? Erum við þá ef
til vill komnir á leiðarenda? Annar lög-
reglumaðurinn ber hart á hurðina. En
enginn kemur til að opna. Allt er hljótt
fyrir innan.
404. Allt í einu rífur Mikki sig lausan
og þýtur fyrir húshornið og geltir af
mestu grimmd. Við flýtum okkur á eftir
honum og sjáum þá einhverja manns-
mynd stökkva út um glugga á bakhlið
hússins og taka síðan til fótanna...