Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 2
Kennarar og
í júnímánuði síðastliðnum voru ýmsir fundir kenn-
ara haldnir. í umræðum þar kom skýrt í ljós, að all-
verulega ber á því, að skortur sé hæfra kennara á nær
öllum skólastigum, og fer sá skortur vaxandi. Ein af
þeim orsökum sem augljósust reynist, er sú, að hlutur
kennara í launamálum er allmjög fyrir borð borinn til
jafns við ýmsar aðrar stéttir þjóðfélagsins. Af kennur-
um er almennt krafizt verulegs undirbúnings undir
starf sitt, en það launað verr en mörg önnur störf, sem
einskis eða sáralítils undirbúnings er krafizt til. Þessari
staðreynd verður ekki fram hjá komizt.
Hér er þó ekki ætlunin að gera launakjör kennara að
umtalsefni. Til þess er annar vettvangur hentari. En
hitt vildi ég ræða lítilsháttar, hvað valda kann kennara-
skortinum annað en léleg launakjör. Það er að vísu
rétt, að tiltölulega er létt í þjóðfélagi voru að afla
sömu og betri launa við léttari og ábyrgðarminni störf
en kennsla er, og þar sem einnig nokkra sérgáfu þarf
til þess að vera kennari, þá er ekki að undra þótt skort-
ur verði á mönnum til starfans, þegar jafnframt sakir
fólksfjölgunar er sífellt þörf á fleiri kennurum. En
kennaraskorturinn er vandamál, sem hver og einn verð-
ur að láta sig nokkru skipta, því að í sjálfu sér er voði
fyrir dyrum í menningarmálum vorum, ef mjög þarf
að leita til manna, sem skortir bæði tilskilda menntun
og hæfni til þess að sinna kennslustörfum.
Framleiðsla og meiri framleiðsla er vígorð nútímans.
Verður því eigi neitað, að framleiðslan er sú stoð, sem
ber þjóðfélagið uppi. En á sama tíma skulum vér minn-
ast þess, að ekkert þjóðfélag fær staðizt til lengdar, þótt
nægilegs sé aflað, ef það samtímis skortir menntun og
menningu. Meira að segja er svo komið í nútímaþjóð-
félagi, að framleiðslan, hvort heldur til lands eða sjáv-
ar, er beinlínis að þakka menntun og menningu hverr-
ar þjóðar. En skólamir eru þau tæki þjóðfélagsins, sem
veita unglingunum þann þekkingargrundvöll, sem þeir
leggja með út í lífið. I öllum þjóðfélögum nútímans
verður hlutverk skólanna sífellt meira og víðtækara.
Þeir taka í sínar hendur sífelt meiri hluta af þjóðar-
uppeldinu allt eftir því sem starfaskiptingin eykst,
heimilin verða fámennari og hafa minni tök á að sinna
börnunum. Þetta er ekki íslenzkt fyrirbæri heldur al-
þjóðlegt, þótt vér finnum ef til vill meira til þess en
aðrir vegna þess hve skólar vorir eru ungir, og skammt
síðan, að öll fræðsla unglinga fór fram á heimilunum
að kalla mátti. Nútíma þóðfélag er slungið saman úr
mörgum þáttum ólíkum að efni og haldi, en öllum er
það sameiginlegt, að ef einn þeirra bilar, þá er voði á
ferðum. Einn þjóðfélagsþátturinn er skólakerfið, og
hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, þá er
vafasamt að meira ríði á, að nokkur þáttur þjóðfélags-
ins sé traustur en einmitt það.
Ég óttast, að menn geri sér þetta ekki almennt Ijóst.
Margt er talað um skóla og skólakerfi meðal almenn-
ings en alltof oft af minna skilningi en vænta mætti í
menningarþjóðfélagi. Mönnum er tamt að líta á gall-
ana, og dæma kerfið og starfið eftir þeim einum. Menn
virðast jafnvel haldnir þeirri hugsun, að skólar séu ein-
ungis nauðsynlegt böl, sem bezt væri að vera án, og um
leið sé kennarastéttin lítt þörf í þjóðfélaginu. Það er
grunur minn, að þetta neikvæða viðhorf almennings
gagnvart skólunum eigi nokkurn þátt í, hversu menn
eru tregir til að taka að sér kennslustörf, og hve margt
gengur miður en skyldi í skólamálum vorum. Það er
mikið talað um námsleiða unglinga; og skólunum um
kennt, með fráleitu fyrirkomulagi, of löngu skyldu-
námi o. s. frv. Vafalaust eiga skólarnir þar nokkra sök,
en hefur þeim góðu mönnum, sem sífellt eru að ræða
um þennan námsleiða ekki dottið í hug að þeir eigi
einhvern þátt í því sjálfir að skapa hann. Að minnsta
kosti er það naumast ráðið til að vekja áhuga unglinga
á skólastarfinu, ef þeir heyra sífellt á því klifað heima
fyrir og í blöðum og opinberum vettvangi, að skólarn-
ir kenni þeim fátt, sem gagn sé í, og skólaskylda sé
alltof löng og til ills eins. Ég held að vel færi á því að
menn gerðu sér þetta Ijóst, og legðu að einhverju leyti
niður hina sífelldu neikvæðu gagnrýni.
En hverfum aftur að kennurunum. Flestum mönn-
um er svo farið, að fátt gleður þá meira en góður ár-
angur starfs þeirra, og að þeir finni að erfiði þeirra sé
metið að verðleikum. Kennsla er flestum andlegum
störfum meira þreytandi, en hún felur í sér þau laun,
sem flestum eru betri, þegar kennarinn finnur árangur
starfs síns í auknum þroska og þekkingu nemandans.
En jafnvel sú ánægja getur orðið blandin beiskju, þeg-
ar kennarinn finnur utan að sér, hvemig starf hans og
skólanna er metið, og að jafnvel sumir leyfa sér að líta
svo á, að skólar séu eins konar sníkjuvextir á þjóðlíkam-
254 Heima er bezt