Heima er bezt - 01.08.1960, Page 4

Heima er bezt - 01.08.1960, Page 4
AÐALSTEINN JÓNSSON, VAÐBREKKU: Gísli Helgason í Skógargeréi ísli Helgason í Skógargerði er fæddur 9. febrúar 1881, að Seljateigi í Reyðarfirði. For- J| eldrar hans bjuggu þá þar. En árið eftir, 1882, fluttu þau að Skógargerði í Fellum og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Ekki voru foreldrar Gísla talin efnafólk, en munu hafa verið sæmilega bjargálna, enda komust börn þeirra mjög vel til manns. Má t. d. geta þess, að tveir bræð- urnir fóru til Kaupmannahafnar til náms, Indriði, sem lærði rafmagnsverkfræði og Þórhallur trésmíði. Gísli dvaldi að mestu heima, enda mun það fljótt hafa komið í hans hlut að sjá um búskapinn, þar sem hann var elzt- ur systkinanna. Gísli dvaldi tvo vetur í Möðruvallaskóla og útskrif- aðist þaðan vorið 1902 með góðum vitnisburði. Það vor brann skólahúsið á Möðruvöllum nokkru áður en próf skyldu hefjast. Skapaðist við það ærinn vandi um framhald skólavistar. En með sameiginlegum atbeina kennara og nemenda undir stjórn Stefáns Stefánsson- ar, sem þá var skólastjóri í fjarveru Hjaltalíns, tókst að vfirstíga alla örðugleika. Voru prófin haldin og nem- endur útskrifaðir eins og venja var til. Um vorið vann Gísli svo um tíma í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Taldi hann, að sú reynsla og tilsögn sem hann fékk þar, hefði komið sér að góðu haldi síðar meir. Skngargerðishjónin með Iveiirtur af dœtrum sinum, Guðlaugu og Huldu. Arið 1904 andaðist Helgi, faðir Gísla. Tók hann þá við búsforráðum, fyrst með móður sinni, en árið 1906 keypti hann búið og rak það upp frá því á eigin reikn- ing. Um svipað leyti keypti hann einnig jörðina, sem fram að því hafði verið í leiguábúð. Fyrir búi hjá hon- um voru fyrstu árin móðir hans og systur, sem þá voru heirna, en árið 1908 gekk hann að eiga Dagnýju Páls- dóttur, hina ágætustu konu, og má segja að þá hefjist hið raunverulega lífsstarf. Skógargerði var ekki talið neitt höfuðból, þegar Gísli hóf þar búskap. Landið er fremur lítið og ekki kosta- mikið. Enda var talið, að jörðin bæri ekki meiri áhöfn en um 100—120 kindur, 2 kýr og hesta til heimilisnota. Gísla mun hafa þótt sér nokkuð þröngur stakkur skor- inn að eiga að búa við það, enda hófst hann fljótlega handa um jarðabætur. A þessum tíma var að vakna skilningur manna á því, að jarðabætur og ræktun væri það, sem koma skyldi. Erfiðleikar um framkvæmdir voru hins vegar miklir. Þá voru ekki önnur verkfæri en ristuspaðinn og rekan og þótti mönnum, sem von var, seint vinnast með þeim. Þó voru margir bændur, sem eitthvað fengust við þetta, en víðast var það í smáum stíl. Gísli lagði hins vegar alla sína orku í þessar framkvæmdir, og sást ekki fyrir um kostnað við þær. Hafði hann oftast á vori hverju einn og tvo menn við þessar framkvæmdir, auk þess sem hann vann að þeirn sjálfur. Var það undrunarefni flestum, sem til þekktu, hverju hann fékk sjálfur áork- að við vinnu. Hann vann alla daga ásamt þessum mönn- urn, en þau störf sem annars tilheyrðu sjálfum búrekstr- inurn, vann hann eftir venjulegan vinnutíma. Hirti hann þá lítt urn það, þótt svefntíminn yrði stuttur. Hitt var mönnum ekki síður undrunarefni, hversu honurn tókst að sameina kapp og forsjá um kostnað við að breyta jörðinni í stórbýli á til þess að gera fáum árum, og auka jafnt og þétt bústofninn, jafnframt því sem ó- megð hlóðzt á hann. Allt gekk þetta samt árekstralaust, en hjá því fer varla, að þar hefur stundum verið teflt tæpt. Þau Skógargerðishjón eignuðust 13 börn, sem öll komust til fullorðinsára. Eru þau þessi: 1. Margrét, gift Sigurði Einarssyni, yfirlögregluþjóni, eiga 3 börn. 256 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.