Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 9
komið mér að mcstu gagni um æfina. Helzt mundi ég
nefna íslenzku og stærðfræði. Reikning þurftu allir eitt-
hvað að nota, og þá helzt hinn almenna, einfalda, sem
hvert barn lærir nú undir fermingu. Þó hafa margir
bændur gagn af að kunna eitthvað í flatar- og rúmmáls-
fræði. Af íslenzku hef ég jafnan haft hina mestu ánægju,
enda mun hún og sæmileg til þroskunar, en líklega síð-
ur til hagsmuna.
3. Eigi synja ég þess, að ég hafi eigi álitið að betur
hefði mátt verja skólatíma á Möðruvöllum en gert var,
og gert mun enn á Akureyri.
Fyrst vil ég benda á það, að betra væri að sleppa ein-
hverju af hinum margbrotna reikningi, sem nú er
kenndur, en kenna hagnýtan reikning í staðinn, svo sem
bókhald og rúmmálsfræði. Bókhald, eða einföldustu að-
ferðir við það, þarf hver maður að kunna á þessari
mildu viðskiptaöld.
í öðru lagi hefði gagnfræðaskólinn norðlenzki frá
upphafi átt að kenna smíðar, og helzt gefa kost á til-
sögn í sem flestum iðngreinum. í staðinn mætti sleppa
hverju sem bezt gegnir af bóklegu, nema móðurmáli.
Alöðruvallaskóli hafði ekki eins mikla þörf fyrir þessa
kennslu, eins og Akureyrarskóli. Fram undir aldamót
voru smíðar kenndar á heimilunum sumum. Eða með
öðrum orðum, fjölda margir bændur voru búhagir. Nú
fer þeim óðum fækkandi. Því þurfa skólarnir að taka
að sér þessa kennslu eins og hina bóklegu. Með ári
hverju eykst notkun aðkeypts skófatnaðar. Húsföður
er hin mesta nauðsyn að læra að sóla skó handa heimil-
isfólki sínu sjálfur. Eg álít, að meiri nauðsyn hafi borið
til að bæta verklega námið í Akureyrarskóla, en að láta
hann leggja allt kapp á að unga út stúdentum. Um þetta
atriði mætti margt skrifa, en hér er ekki vettvangur til
þess að fara lengra út í það.
í þriðja lagi tel ég að betur hefði verið varið ein-
hverjum tíma í fyrirlestra til vakningar og víkkunar á
sjónarsviði nemenda yfir hin ýmsu fyrirbæri lífsins og
hugsjónanna í heiminum. Þó var líklega slæmt að sleppa
miklu úr af því litla, sem kennt var. Þá hefði verið
nauðsynlegt að bæta einum vetri við á Möðruvöllum,
og kenna þá mest í fyrirlestrum. Námstími þess vetrar
mátti þá gjarnan vera eitthvað styttri.
Þann vetur hefðu menn átt að komast að raun um,
að það sem lært var á hinum tveimur, var harla lítið,
en það mun jafnan hafa brunnið við, að vér litum stórt
á þekkingu vora, að náminu loknu.
4. Fyrra lið þessarar spurningar er mér óhægt um að
svara. Þó finnst mér að frelsi muni mjög hafa einkennt
skólavist og skólabrag á Möðruvöllum, og haft margt
gott í för með sér. Aðfinningar og ögun var mjög sjald-
gæf, nema þá helzt hjá Halldóri Briem, og það tóku
menn ekki nærri sér. Þó fór allt mjög skikkanlega fram,
og stjómaðist eins og af sjálfu sér, enda mun það hafa
hjálpað til, hve staðurinn var út af fyrir sig.
Hins dylst ég ekki, að mörgu var ábótavant í að-
búð nemenda hvað húsrúm og þrifnað snerti. Nú á
dögum mundi það eigi þykja boðlegt að hafa engan
hrákadall og ekkert næturgagn í heimavistarskóla, eða
leggja aldrei í ofna á svefnloftum, þótt fleiri stiga kuldi
sé inni í þeim, og þvo gólfin aðeins einu sinni í viku.
Samt sem áður var heilsufar fremur gott í minni tíð,
og talsvert betra en nú gerist í heimavistarskólanum á
Eiðum, sem mér er helzt kunnur af slíkum skólum.
Þrátt fyrir allt sem mér hefur þótt ábótavant, og
minnzt hefur verið á hér að framan, hafa komið frá
Möðruvallaskóla margir nýtir menn, sem staðið hafa
framarlega í fylkingum. Það er ósk mín, að svo megi
jafnan segja um nemendur gagnfræðaskólans norð-
lenzka.
Skógargerði 10. okt. 1929.
Gísli Helgason.
VIÐAUKI.
Eins og greinarhöfundur getur um, sendi hann Sigurði skóla-
meistara svör við ýmsum spurningum um Möðruvallaskólann og
vistina þar, þegar Sigurður hóf að safna efni til ritsins Norðlenzki
skólinn. Sumt úr svörum þessum er tekið upp í ritið, en meira þó
úr öðru bréfi Gísla Helgasonar, sem nú er glatað, en þar rekur
hann sýnilega nokkuð af þeim sömu minningum, sem skráðar
eru í grein þeirri, sem hér birtist.
Áður en greinarhöf. færi frá Akureyri sl. vetur, ræddi hann um,
að rétt væri að taka að minnsta kosti nokkuð úr svörunum upp í
grein þessa. Við lestur þeirra virtist mér réttast að taka svörin
upp sem heild, því að þau sýna mjög skýrt viðhorf gamals Möðru-
vellings til skóla síns, þegar hann lítur yfir farinn veg. Eru svörin
hér því óbreytt með öllu. Þess skal getið, að spurningar Sigurðar
voru ekki fyrir hendi, en sjá má af svörunum um hvað þær hafa
hljóðað, þótt ekki séu þær orðrétt hermdar.
í „Norðurlandi", sem út kom 29. marz eða réttri viku eftir brun-
ann, er mjög ítarleg grein um þessa atburði eftir ólaf Daviðsson.
Ber henni i öllu verulegu saman við minningar Gísla, og sýnir
Ijóslega, hversu minni hans er trútt. í sambandi við vökumenn-
ina segir ólafur, að fyrstu nóttina eftir brunann hafi fjórir menn
vakað en tveir þá næstu. Um upptök eldsins segir ólafur: „að
enginn vafi sé á, að hann hafi komið upp á efsta lofti skólans,
hanabjálkalofti, telja má víst, að kviknað hafi í sóti í ofnpípu eða
ofnpípa hafi bilað."
Um ráðstafanir eftir brunann segir Ólafur frá því, að á sunnu-
daginn hafi þeir komið að Möðruvöllum Páll Briem amtmaður
og Stephan Stephensen, sem var settur sýslumaður. Hélt Stephen-
sen réttarhald um brunann, en þeir amtmaður og Stefán kennari
urðu í sameiningu ásáttir um þær ráðstafanir, sem getur í grein
Gísla um próf og hversu búið skyldi um pilta. En þá bætir Ólafur
við: „Til þess að breytingum þessum verði framgengt þarf smiði
og smíðatól innan af Akureyri, en ekki eru nein efni til, að þeir
komist út eftir i veðri því, sem nú er, þótt frost sé talsvert minna
en verið hefur." Samkv. veðurskýrslu frá Möðruvöllum linar veðrið
ekki að ráði fyrr en á miðvikudag, og er sennilegt, að bréfið sé
skrifað þá. Þegar þessa er gætt, virðist skiljanleg sú bið, sem varð
á því, að tekið væri að laga til lestrarherbergin, og þó einkum,
að Stefán kennari skyldi ekki tilkynna piltitm það. Sennilegast er,
að amtmaður hafi reynt að útvega smiðina, en þeir ekki treyst
sér til að koma út eftir fyrr en veður batnaði, en Stefáni verið
ókunnugt um hvað drættinum olli.
I grein sinni minnist Gísli nokkrum sinnurn á veðurhörkurnar,
sem voru um þessar mundir, og er þar ekki ofsögum sagt. Svo
Frarnhald á bls. 263.
Heima er bezt 261