Heima er bezt - 01.08.1960, Side 10
HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON:
FEIGÐARBOÐl
Sumarið 1887 var að kveðja.
Langdegið, sem í sumar hafði breitt faðm sinn, víðan
°g hlýjan, móti öllu, sem lífsanda dró og hallaði ekld
einu sinni að sér um lágnættið um langan tíma, var nú
óðum að styttast. Það var að búa sig undir að kveðja
og hjúfra sig inn í kalda og dökka úlpu skammdegis-
ins. En það ætlaði um leið að heita því, að það skyldi
ekki verða nema í bili, það skyldi koma aftur. Baráttu-
hugurinn svall Iangdeginu í brjósti. Grösin, sem ósleg-
in og óbitin voru, tóku að sölna, og elftingin, sem í
sumar hafði hreykt sér með miklu yfirlæti á þúfnakoll-
unum í mýrinni, og þóttist vera „rnaður með mönn-
um“, varð skelfingu lostin við frostið í fyrrinótt. Hún
sá þann kost vænstan fyrir sig að heykjast niður og
kveðja, en fól um leið frjómagni jarðar að geyma fyrir
sig rótina í vetur til nýs lífs á næsta vori. Lóurnar voru
að hópa sig og æfa flugið til langferðar. Þær voru að
kveðja sumarbyggð sína þar, sem þær höfðu fengið
uppfylling sinna dýrlegustu drauma, urn framlenging
lífsins með tilkomu litlu lóu-unganna. Nú voru þær og
börnin þeirra að kveðja, því þær ætluðu sér að bíða í
hlýrra landi í vetur, í þögulli von um sól og birtu á
næsta vori. Þær skyldu svo sannarlega koma aftur. Og
kveðjusöngur þeirra hljómaði um allan dalinn.
Alönnunum komu þessar kveðjur ekki svo mjög á
óvænt. Það fylgdi þeim að vísu nokkur söknuður, en
þeir hugguðu sig við það, að ef þeim tækist að þrauka
af í vetur, mundu þeir sjá alt þetta, sem kvaddi, koma
aftur í vor. Sárara var að kveðja ástvin og heimilisfor-
sjá hinztu kveðju, því að þess gat engin von verið, að
hann kæmi aftur í vor, þó dagurinn lengdist og lóurn-
ar kvökuðu.
Um þessar mundir var tvíbýli í Ytra-Dalsgerði í
Saurbæjarhreppi. A öðrum helmingi jarðarinnar bjuggu
Þorsteinn Pálsson og' Kristjana Einarsdóttir, en á hin-
um Jón Jósúason og Guðrún Oddsdóttir. Sambýlið
var hið bezta, og bar þar aldrei skugga á. Jón Jósúason
var atorkumaður, þrekmikill og harðger og afburða
heyskaparmaður. Guðrún Oddsdóttir var hæglát og
greind kona. Oddur faðir hennar var bróðir Bergs á
Rauðalæk, föður Stefáns á Þverá í Öxnadal. Móðir
Jóns Jósúasonar var Guðný Guðmundsdóttir, bónda í
Torfum, Magnússonar. Kona Guðmundar í Torfum,
og móðir Guðnýjar, var Guðný Guðmundsdóttir,
bónda á Krónustöðum í Eyjafirði, Jónssonar, prests í
Vogunt við Mývatn. Bróðir Guðmundar á Krónustöð-
unt var Benedikt Jónsson Gröndal, yfirdómari. Dóttir
hans var Helga, kona Sveinbjöms rektors Egilssonar,
en þau voru foreldrar Benedikts Gröndals skálds.
í heimili Jóns Jósúasonar var, auk þeirra hjóna, þrjú
börn þeirra ung, Guðný móðir Jóns, háöldruð, og
seinni maður hennar, garnall og fatlaður. Jón var því
mikið til einn við heyskapinn, nema hvað kona hans gat
við og við skotizt út að raka, þegar hún hafði stund
frá börnunum og öðrum inniverkum. Jón var venju-
lega við slátt á morgnana og fyrrihluta dagsins, en rak-
aði slægjuna seinnipartinn. Hann lét smíða sér hrífu
með þriðjungi lengri haus en venjulegt var og að sama
skapi sterkan. Með þessu áhaldi var hann fljótur að
koma heyinu í flekki.
Það var sunnudaginn í 22. viku sumars, 18. september
1887. Jón hafði að mestu lokið slætti, átti aðeins eftir
að slá dálítið móhorn niður í Nesi, sem hann ætlaði að
Ijúka næsta þriðjudag. Dálítill slægjublettur var órak-
aður niður í mýri, sem hann hafði losað af á laugar-
daginn, og ekki unnizt tími til að ljúka. Degi var tekið
að halla, en morguninn eftir átti að fara í fyrstu göng-
urnar, eins og venjulega í Eyjafirði mánudaginn í 22.
vikunni. Húmið var að færast yfir og dagurinn að
kveðja. Hjónin í Ytra-Dalsgerði höfðu kveikt ljóstýru,
í fyrsta sinn á þessu hausti, því það var siður víða í
sveitinni að kveikja ekki ljós á haustin fyrr en sunnu-
dagskvöldið fyrir göngur. Jón var að búa sig út í göng-
ur næsta morgun fram á Djúpadal. Hann var búinn að
hýsa gangnahestinn og taka til reiðtýgi. Inni var Guð-
rún kona hans að taka til föt hans og gangnaplögg og
láta niður í nestispokann. Af stað átti að fara í rnyrkr-
inu um nóttina, eigi síðar en klukkan fjögur. Svo var
undirbúningnum lokið, og hjónin gátu gengið til náða,
þreytt eftir margvíslegar annir dagsins, en sæl í með-
vitundinni um að eiga hvort annað heilbrigð og lífs-
glöð með barnahópinn sinn.
Mánudagsmorguninn 19. september var bjartur, en
á norðvesturloftinu hrönnuðu si<>' klósigar, sem bentu
til norðvestan storms er á daginn liði. Nokkur héla var
á jörð. Þegar fullbjart var orðið, hófu gangnamenn
smölun fram í botni Djúpadals og smöluðu heim eftir
dalnum. Þegar heimarlega kom, lenti Jón í illvígu kasti
við ljónstygga forustuá með tveimur lömbum. Varð
úr því eltingarleikur mikill og mátti lengi ekki á milli
sjá hvor betur mætti. Lagði Jón sig þá allan fram og
svo fór að lokum, að Fora varð að láta undan. Var þá
262 Heima er bezt