Heima er bezt - 01.08.1960, Page 11
Jón orðinn móður og ákaflega sveittur. Þegar sntölun
var lokið, lögðu gangnamenn af stað með safnið áleiðis
til skilaréttar. Var þá kominn kaldur norðvestan storm-
ur allhvass, sem þeir höfðu í fangið. Setti þá hroll mik-
inn að Jóni með höfuðverk og vanlíðan, er ágerðist
því meir, er á daginn leið. En nú víkur sögunni aftur
heim í Ytra-Dalsgerði.
Þegar Guðrún Oddsdóttir hafði lokið nauðsynleg-
ustu inniverkum, tók hún hrífu sína og fór niður í mýri
til að raka ljána, sem eftir var frá því á laugardaginn.
Landslagi þarna hagar svo til, að slægjan, sem Guðrún
var að raka í mýrinni, var vestan við svonefndan Nes-
hól, en austan hans, og í hvarfi frá Guðrúnu, var mó-
hom það, sem Jón átti óslegið, en hafði lagt kapp á að
ljúka sem fyrst. Degi var tekið að halla og komið að
nóni. Keppist nú Guðrún við raksturinn, því hana lang-
aði til að ljúka slægjunni fyrir kvöldið, og áður en
bóndi hennar kæmi heim úr göngunum. En þegar hún
er sem áköfust við raksturinn heyrir hún söng álengd-
ar. Leggur hún nú hlustir við og heyrist söngurinn
vera austan við Neshólinn. Heyrir hún að sungið er
fyrsta versið í sálminum Allt eins og blónmtrið eina, og
nemur hún glöggt orðaskil. Þekkir hún þá gjörla rödd
manns síns og heyrir, að það er hann, sem syngur.
Flýgur henni þá fyrst í hug, að Jón sé farinn að slá
móhornið og muni ætla að ljúka því fyrir myrkur, því
vel þekkti hún vinnuákafa hans. Þykir henni þetta þó
vera með nokkuð undarlegum hætti, fyrst það, að Jón
væri kominn úr göngunum svo tímanlega dags, og þó
hitt öllu fremur að hún skyldi ekki verða hans vör, er
hann fór framhjá henni og austur fyrir hólinn. Leggur
hún þá frá sér hrífuna og gengur austur á Neshólinn
til að ganga úr skugga um hversu þessu sé varið. Þegar
á hólinn kemur svipast hún um og lítur í allar áttir og
hlustar. En þar var engan mann að sjá og ekkert að
heyra. Verður Guðrúnu mjög hverft við og setur að
henni geigvænan ugg. Verður þá ekki meira af rakstri
fyrir henni og gengur hún rakleitt heirn. Þegar þangað
kemur segir hún strax mótbýlishjónunum, Þorsteini og
Kristjönu, frá atburði þessum. Eigi efuðu þau, að Guð-
rún skýrði rétt frá, því þau þekktu vel hve hún var
grandvör og heiðarleg til orðs og æðis.
Líður nú að kvöldi, og kemur Jón heim úr göngun-
um og er þá orðinn veikur og háttar strax. Setur þá að
honum ofsalegan skjálfta. Var hlúð að honum með öll-
um tiltækum ráðum. Þegar skjálftann lægði, rann blund-
ur á hann. En brátt vaknaði hann aftur og var þá með
ofsa hita og sáran sting. Duldist ekki að hér var um
svæsna lungnabólgu að ræða. Var nú skjótt brugðið við
og læknis vitjað. Sendi hann meðul, en þau virtust eng-
in áhrif hafa. Undir morgun, þriðjudaginn, var kom-
ið á hann óráð mikið og hélzt svo þann dag allan og
næstu nótt. Var nú beðið milli vonar og ótta, án þess
nokkuð væri unnt að aðhafast. Síðari hluta miðvikudags
bráði mjög af honum og fékk hann þá fulla rænu.
Glæddust þá vonir um bata Jóns. En sjálfum var hon-
um fullljóst að hverju færi, og að um helfró aðeins
væri að ræða. Óskaði hann þá eftir að ná prestsfundi
og veitti hann sér heilagt sakramenti. Fór þá Þorsteinn,
mótbýlismaður Jóns, þegar að Saurbæ þessara erinda
og kom séra Jakob Björnsson fljótlega að Ytra-Dals-
gerði. YTar Jón þá enn með fullri rænu. Framkvæmdi
nú prestur athöfnina. Siður var að syngja sálmvers
fyrir og eftir, og var svo einnig nú gert. Eftir útdeil-
ingu óskaði Jón eftir að sungið væri Allt eins og
blómstrið eina. Tók hann sjálfur undir sönginn, æðru-
laus með óbrostinni rödd. Að athöfninni lokinni
kvaddi hann allt heimilisfólkið, með fullri geðró, eins
og hann væri að fara í ferðalag, að vísu í þetta sinn
nokkuð langt. Fyrst kvaddi hann sambýlisfólkið, síðan
móður sína og stjúpa og börnin sín. Síðast kvaddi hann
harmþrungna konu sína með ástúðlegum hughreysting-
arorðum. Eftir það dró mjög af honum máttur og
ræna, og um það leyti, er degi lauk, andaðist Jón Jósúa-
son.
Og þannig kvaddi miðvikudagurinn 21. september
1887.
Frá atburðum þeim, er hér hefur verið frá skýrt,
sögðu mér foreldrar mínir, Þorsteinn Pálsson og Krist-
jana Einarsdóttir, sem voru í sambýli við Jón Jósúa-
son og Guðrúnu Oddsdóttur, er þeir gerðust, svo og
elzta dóttir Jóns, Sigríður, sem búsett er á Akureyri.
Hún er móðir Gísla Ólafssonar yfirlögregluþjóns á Ak-
ureyri.
Töldu foreldrar mínir víst, að þetta væri feigðarboði,
þó þau orðuðu það ekki við Guðrúnu.
Jón Jósúason var fæddur 8. nóvember 1843, og var
því tæpra 44 ára er hann lézt. Hann var hið mesta val-
menni og hverjum þeim harmdauði, er honum kynnt-
ust.
Síðustu dagar Möðruvallaskóla . . .
l'ramhald. af bls. 261. ____________________________
vel vill til, að veðurathuganir voru gerðar þá á Möðruvöllum, og
birtust þær jafnóðum í „Norðurlandi". Af þeim sést, að brunadag-
inn var 12.5° C frost um hádegið, en 16° um nóttina. Dagana 25.
—27. marz var vægt frost og meira að segja frostlaust um hádegið
einn daginn. F.n annars var lágmarkshitinn 15—16° C. frost á
hverjum degi til mánaðamóta, og um hádegið var 8—12.5° C. frost.
Svipað veður hélzt til 10. apríl, og komst frostið niður í 18.1° C.
4. apríl, og flesta dagana var um og yfir 10° C. frost um hádegið.
Eftir 10. apríl tekur heldur að hlýna, en frostlaust verður ekki
fyrr en 24. apríl, og oft allmikið frost, jafnvel allt að 10° C. um
hádegið. Nokkur bót í máli var þó, að lengstum var hægviðri,
2—3 vindstig. Seinustu dagana í apríl hlýnaði verulega, en aftur
kólnaði fyrstu dagana í maí, en telja má að bati kæmi með hlý-
indum 6. maí.
Það er því ekki ofsögum sagt hjá Gísla, að köld hefur hún verið
vistin á kirkjuloftinu, og þó líklega enn verra að sitja í skriflegu
prófi í leikfimihúsinU, sem var óupphitað eins og kirkjan en sýnu
lakara hús. Má óhætt telja það fullkomna þrekraun, hversu piltum
tókst að leysa af hendi próf sín við slíkar aðstæður.
St. Std.
Heima er bezt 26Í3