Heima er bezt - 01.08.1960, Page 13

Heima er bezt - 01.08.1960, Page 13
slíka háseta seinni árin, og stundum tvo samtímis. Það munu því margir minnast Sigga í Vegg, síns fyrsta for- manns og lærimeistara, með hlýju og þakklæti. Veður var mjög gott þennan yndislega sumarmorg- un, eins og þeir eru svo margir á okkar fögru Heima- ey. Aðeins örlítill blær af austri, heiðskírt loft og lá- deyða, glansandi sólskin og hiti. Þegar ég hafði beðið nokkrar mínútur, fóru skipverj- arnir að koma. Fyrstur kom Sigurður gamli Sæmunds- son. Hann var háseti á bátnum. Var hann um þetta leyti nær sjötugu (f. 1845 að Steinum undir Eyjafjöll- um), með mikið og grátt skegg, loðnar augabrúnir og miklar. Sigurður var mjög geðugur maður, góður fé- lagi í reynd og kær að börnum og unglingum. Þrátt fyrir aldur sinn var hann, blessaður karlinn, vel hlut- gengur háseti Sigurðar formanns í Vegg. Næstur kom Ólafur Ingvarsson, í daglegu tali nefndur ÓIi í Mið- húsum, með pípuna í munninum eins og venjulega og brosandi út í annað munnvikið. Hann reykti mikið pípu og sást helzt aldrei án hennar. Óli var allra bezti karl, bráðskemmtilegur og síkátur. Hann gat hlegið mjög ynnilega að allri fyndni og hreif alla með sér, svo að ómögulegt var annað en að hlæja með honum. Síðastur skipverja kom Sigurður formaður til skips. Tuggði hann skroið ákaft, sem var vani hans, því að hann var munntóbaksmaður mikill. Voru ekki ósjaldan dökk- brúnir taumar af tóbakslegi úr munnvikum hans, þegar hugur var í karli. Hann var hinn mætasti maður, mjög skemmtilegur og kátur í sínum hóp, vel skýr og orð- heppinn. Sigurður var einn af þessum ósldljanlega net- fisknu mönnum, sem jafnvel drógu óðan fisk í ördeyðu. Sigurður kom og bar árar og fleira lauslegt, sem nota skyldi í róðurinn. Hann bauð góðan daginn og sagði að gott mundi sjóveður verða í dag. Hann bauð mig vel- kominn til skips og sagðist vona, að ég yrði aflasæll eins og faðir minn. Síðan bað hann mig að skreppa með sér upp í kró og sæka fleira smálegt, sem vantaði til skips, en Siggi og Óli gerðu klárt á meðan. Ég trítlaði tindilfættur með formanninum og fannst vegur minn vaxa ekki svo lítið við það, að fara með honum og geta gert eitthvað gagn. Ég hef víst gengið nokkuð hratt, því hann sagði við mig. „Við þurfum ekki að hlaupa, drengur, við komumst á sjóinn fyrir því“. Svo heyrði ég hann tauta, eftir að hann hafði spýtt kolmórauðum tóbakslegi langt út fyrir veginn.“ „Allir vilja eitthvað fá, eins er líka fyrir mér. Samt þér liggur ekkert á, enginn segir flýttu þér“. „Veiztu, hver gerði þessa vísu, drengur?“ Ég neitaði því. „Öli í Nýborg gerði hana. Hann er snillingur, skáld og formaður og bezti fiskimaðurinn í Eyjunum“. Mynd úr hrófunum í Eyjum 1905—06. „Það er hann líklega,“ sagði ég, og hefur sennilega kennt einhvers efa í málrómi mínum, því að Sigurður var fljótur að svara: „Líklega? Það er ábyggilegt, drengur, alveg ábyggi- legt“. Svo spýtti hann stærðar bunu af tóbakslegi á króarpallinn, sem við stigum upp á. Við tókum fjórar árar í krónni, austurstrog og fleira og bárum það í bátinn. Að því búnu var ýtt á flot. Það gekk fremur seint, því að engir vorum við kraftamenn á bátnum. Þó flaut um síðir, og var þá lagt af stað úr Ishúshrófunum. Ekkert sérlegt bar til tíðinda á leiðinni til miða ann- að en það, að fram af húsum Brydesverzlunarinnar, vestan við Skansinn, lögðu karlamir upp, tóku ofan höfuðfötin og störðu niður í bátinn hátíðlegum svip. Siggi gamli Sæmunds hnippti í mig, og gerði ég þá eins og þeir. Hann laut að mér og sagði hljóðlega: „Farðu með sjóferðabænina“. Ég starði á hann, hristi örlítið höfuðið og sagði lágt: „Ég kann hana ekki.“ „Farðu þá með eitthvað fallegt,“ sagði hann, lygndi aftur augunum og drúpti höfði. Ég heyrði þá alla muldra eitthvað í barm sér. Það var víst bænin, sem þá tíðkaðist, ófrávíkjanlegur siður, sem allir kunnu. Ég kunni ekki stakt orð í bæninni og hafði aldrei heyrt hana. Ég lét mér því nægja að biðja guð að vera með mér í dag og alla daga og sagði svo bara stutt og laggott Amen. Það var víst ekki tímabært, því að fyrstur lauk ég bænagjörðinni, langt á undan hinum, þó ég byrjaði síðastur. En allt fór þetta vel. Fékk ég engar ákúrur fyrir vankunnáttu mína aðra en þá, að samþóftungur minn, Siggi Sæmunds, sagði að ég yrði að vera búinn að læra bænina fyrir næsta róður. Ég yrði að kunna sjóferðamannsbænina. Þessu lofaði ég og efndi það. Eftir þessa hátíðlegu stund var svo lagt af stað. Var haldið austur fyrir Yztaklett, vestur úr Faxasundi og Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.