Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 14
„inn á Flúðir“, sem eru fiskimið, inn og vestur af Heimaey. Veður var dásamlegt, og sjórinn eins og heiðartjörn. Ekki var greitt róið vestur eftir, en ég var þó rennsveittur og feginn þegar formaðurinn sagði: „Hér rennum við, drengir.“ Eg reyndi að bera mig sem allra mannalegast að, en í hálfgerðum handaskolum fór það þó hjá mér að koma færinu í sjóinn. Það gekk þó um síðir. Ekki hafði Sigurður formaður keipað lengi, máske tvisvar, þrisvar, þegar hann setti í fisk. Það var stærð- ar þyrsklingur. Hann dró víst sex eða sjö fiska áður en við hinir urðum varir. Þótti mér frammistaða mín aum- leg og skrambi hart, að sjá karlinn draga hvem af öðr- um, en verða ekki var sjálfur. Ekki leið á löngu áður en hinir fóru að draga líka, fyrst Sigurður Sæmunds og svo Oli gamli. Eg varð enn ekki var. Fannst mér þó að ég bera mig mjög fiskimannslega til, mjög líkt og hinir. Eg keipaði, tók nýtt og nýtt grunnmál og keip- aði á ný. En allt kom fyrir ekki. Eg varð ekki var við fisk. Mér fannst formaðurinn verða nokkuð brúnaþung- ur og gjóta til mín augunum. Hann setti húfuna ofan í augu, tuggði ótt og títt skroið og spýtti í ákafa, ým- ist út fyrir borðstokkinn eða niður í bátinn. „Hertu þig, drengur,“ sagði hann við mig, „hafðu uppi og athugaðu hvort ekki er uppundið hjá þér“. Eg gerði það. Kom þá í ljós að taumurinn var marg- vafinn yfir um sökkuna og fyrir ofan hana, svo ekki var von á góðu. „Ha, ha, hí, hí,“ skríkti góðlátlega í Ola. „Þetta er lagleg koppgjörð. Hí-hí“. Sigurður formaður gat víst varla varizt brosi yfir vandræðasvipnum, sem á mér var, því að hann sagði góðlátlega og brosandi: „Renndu nú aftur, drengur, keipaðu ekki með rykkjum en jafnt og þéttingsfast og taktu svona einn faðm í grunnmál.“ Eg gerði þetta og jókst ásmegin við orð formanns- ins. Það leið heldur ekki á löngu, þar til ég festi í fiski. Það var anzi fallegur stútungur. Varð ég eitt sólskins- bros og harla glaður, þegar ég kippti honum inn fyrir borðstokkinn. „Já, seigur varstu, laxi minn,“ sagði Siggi Sæmunds. „Ekki er hann ljótur sá fyrsti hjá þér“. Svo skar hann með hníf sínum krossskurð á sporð stútungsins, og lét hann í rúmið hjá mér. „Er þetta Máríufiskurinn? “ spurði Siggi í Vegg og spýtti rösklega út fyrir borðstokkinn. „Ha.... þetta?“ svaraði ég, leit á fiskinn, og vissi ekki hvern skrambann sjálfan karlinn átti við. „Þetta... nei-ne-nei.... “ stamaði ég, „það held ég ekki. Þetta er bara venjulegur stútungur". Mér var ómögulegt að sjá neitt sérstakt við fiskinn. Það var stútungur, ekkert ólíkur þeim, sem Sigurður formaður dró sjálfur rétt áður. Karlarnir fóru að skellihlægja, þeir veinuðu af hlátri. Tóbakstuggan fauk út úr Sigga formanni niður í bát- inn, taumar af tóbakslegi runnu í stríðum straumum niður munnvik hans og hökuna. Hann tók andköf af hlátri, karlinn. Oli gamli híaði og hvissaði, fyrst ósköp hóglátlega, en þreif svo pípustertinn út úr sér í mesta ofboði og hló hátt og ynnilega. Ég held að hann hafi engu minna hlegið að Sigurði formanni, hlátri hans og tilburðum, en svari mínu við Máríufiskinum. Siggi Sæ- munds tók um ennið, lét fallast á þóftuna og hló hýr- lega í skeggið. Og: hlátur hans jókst, þangað til hann hristist allur. Ég varð auðvitað eitt spurningarmerki fyrst, en fór svo að hlægja líka. Ég vissi þó ekkert að hverju var verið að hlægja, en ég hló að körlunum. Þeir voru snarvitlausir í hlátri. „Bara venjulegur stútungur,“ stundi Siggi Sæmunds, og svo varð allt vitlaust aftur. Ég hafði á samviskunni að ég hefði gert einhverja bölvaða vitleysu, en hvað það gat verið, vissi ég ekki. Stútungurinn var ekkert frábrugðinn öðrum! Eftir nokkra stund fór skipshöfnin að jafna sig. Var þá farið að útskýra fyrir mér þetta með Máríufiskinn. Held ég, að ég muni aldrei gleyma því eða nafni þessa fræga fiskjar í sögu íslenzkra sjómanna. En þessi fallegi stútungur var hins vegar ekki fyrsti fiskurinn, sem ég dró úr sjó og því ekki Máríufiskur minn. Þann fyrsta dró ég nokkru fyrr í róðri með föður mínum, innan við Elliðaey. Ekkert vissi ég, hvað varð um þann sérstaka fisk, og nafnið á honum og venjur hans vegna, þekkti ég þá ekki. Faðir minn hef- ur sennilega gleymt að segja mér frá þessu. Ég sagði Sigurði formanni frá drætti þess fiskjar, en hann vildi ekki viðurkenna að það væri Máríufiskur minn. Þá hefði ég ekki verið „Jústeraður“ háseti eins og hann orðaði það. Máríufiskur minn væri þess vegna þessi stútungur. Allir strákar hefðu veitt smáufsa við bryggj- una, og aldrei væru það nefndir Máríufiskar. Nei, maður yrði að vera háseti á bát, jústeraður háseti. Fyrsti fiskurinn þá, það væri sá rétti. Nú fór allt að ganga betur hjá mér, og dró ég svona álíka og þeir Siggi Sæmunds og Oli. Mér fannst for- maðurinn veita mér þó nokkra athygli, og brún hans léttast þegar ég dró fisk. Það áleit ég þegjandi hrós og þótti vænt um. Sjálfur dró hann stanzlaust að heita mátti, og ávallt var hann fyrstur að setja í fisk, eftir að kippt hafði verið. Sigurður var í sannleika sagt nær yfirnáttúrlega fiskinn, eins og sagt var um Ólaf skáld í Nýborg. Ekki var ég alls kostar laus við sjóveiki, en reyndi að harka hana af mér og bera mig hressilega. Stundum laumaði ég dálítilli gubbu út fyrir borðstokkinn, en mest kyngdi ég henni jafnótt og hún kom upp í munninn. Ég hafði heyrt að það væri bezta ráðið við sjóveiki. Lystilegt var það ekki, en ég gerði það samt. Við sátum á færum á þessum slóðum fram yfir mið- degi og fiskuðum sæmilega vel. Klukkan var nær þrjú eftir hádegi þegar formaðurinn sagði að hafa uppi. Nú skyldi halda heim. Enn var blíðasta veður, sólskin og stafalogn, og hafflöturinn var eins og spegill. Ekki höfðum við lengi róið í hægðum okkar þegar 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.