Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 18
dagurinn. Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitti hádegis- verð á Akureyri, en því næst var Lystigarður bæjarins skoðaður, en svo ekið austur yfir Vaðlaheiði að Laug- um. Þar í héraðsskólanum var fyrir fjöldi Suður-Þing- eyinga. Var þar mannfagnaður ágætur, ræðuhöld með- an kaffi var drukkið og kórsöngur óvenju fagur og hressilegur, sem Páll H. jónsson stjórnaði. Að öllu þessu afloknu var ferðinni haldið áfram til Mývatnssveitar, en þar var Skaftfellingum skipt niður á bæina. Var þetta sunnudagskvöld. Sjöunda daginn var safnazt saman í Reykjahlíð laust fyrir hádegi, setzt þar að mat og borðað mikið af Mý- vatnssilungi áður en lagt var á öræfin, sem aðskilja landsfjórðungana. Pétur í Reynihlíð og Jónas á Græna- vatni fylgdu Skaftfellingum þar til stutt var til Möðru- dals. Þar mættum við áætlunarbílnum frá Reyðarfirði, en þeir fóru með honum til baka. Farið var í einum á- fanga frá Námaskarði að Sænautaseli og áð við Ranga- lón. Þaðan ekið að Hvanná á Jökuldal, en þar hafði einn ferðalangurinn, Benedikt á Káifafelli, verið í kaupavinnu fyrir 40 árum og langaði því til að heilsa upp á kunningja, sem hann hafði kynnzt þá, en ekki séð allan þennan tíma. Svo var ekið um Hróarstungu og upp í Fellin og Fljótsdalinn til gistingar. Menn höfðu góða hvíld og gátu sofið frarn eftir næsta rnorgun og hádegisverðar nutu rnenn hjá gest- gjöfum sínum. Síðan var ekið inn á móts við Valþjófs- stað og yfir Jökulsá, framhjá Hrafnkellsstöðum og yf- ir Gilsá hjá Buðlungavöllum, en gengið þaðan að Hall- ormsstað. Skoðuð gróðrarstöðin, þar sem milljónir trjá- plantna eru í uppvexti, farið í Guttormslund að skoða lerkitrén og kaffi drukkið í kvennaskólanum. Síðan ek- ið í hægðum burt, en þó stanzað við Kliftjörn hjá eyði- býlinu Ormsstöðum. Klukkan átta um kvöldið var svo komið saman í barnaskólanunr í Egilsstaðaþorpi. Var þar setið undir borðum til miðnættis við söng og ræðu- höld og mikinn gleðskap. Þar var orðið gefið frjálst og menn notuðu sér það vel og surnir tví- og þrívegis. Ur veizlunni var svo haldið í gististaði, að þessu sinni efst á Völlunum, í Skógum og Skriðdal, byggðum, sem voru bezt í leiðinni næsta dag. Miðvikudagurinn 15. júní var níundi og síðasti dag- ur ferðarinnar, og þá safnaðist fókið saman hjá Haug- um í Skriðdal og lagði svo á síðasta áfangann, heim. Fyrstu tvo dagana, sem ferðin stóð yfir, hafði verið þoka og dumbungs veður og slæmt skyggni, en hina sjö dagana sæmilega bjart og þurrt, en ekki mikill hiti. Þessa tvo síðustu dagana sá fólkið því vel þann hluta leiðarinnar, sem þokan hafði hulið í byrjun ferðar. Frá Egilsstöðum til Hornafjarðar er lang erfiðasta dagleið- in, nær hálft þriðja hundrað kílómetra, yfir fjöll og firnindi, um djúpa dali, út fyrir nes og inn fyrir firði. Hvergi opnir greiðasölustaðir, sem geta tekið á móti svona stórum hópi og afgreitt þá á stuttum tíma. Því var treyst á öl og kex — og innanfeitina — þar til kom- ið var á Höfn í Hornafirði seint um kvöldið. Þar lauk þessari ágætu ferð, en þó áttu menn af Mýr- um, úr Suðursveit og Oræfum langan veg heim til sín, næsta dag. I þessari för var almenn þátttaka, en þó langminnst úr stærstu sveitinni, Nesjurn. Þaðan voru aðeins sjö. Ekki veit ég af hverju þessi deyfð þeirra Nesjamanna stafar. En það er víst, að þeir bændur, sem fóru þessa ferð, hafa bætt við sig talsverðri þekkingu á landi og lýð og margir þeirra séð sitt af hverju, sem .vel má þeim að gagni koma í búskapnum. Og allir munu þeir hugsa hlýtt til stéttarbræðra sinna, sem tóku svo alúðlega og höfðinglega á móti þeim, meðan líf og minni endist. — En, hverjir bændur skyldu verða fyrstir til að fara í kynnisför um Austur-Skaftafellssýslu? LJÓSMYNDARI „HEIMA ER BEZT“, Bjarni Sigurðsson, náði mynd af nokkrum Austur- Skaftfellinganna, er þeir fóru um Akureyri, og birtast þær á þessari síðu og þeirri næstu. Steinþór Þórðarson, Hala. Á næstu síðu til vinstri: Jóii Eiríksson, Volaseli. Kristjcm Benediktsson, Einholti. Hjalti Jónsson, Hólum. A næstu síðu til hægri: Benedikt Þórðarson, Kálfafelli. Þorsteinn Guðmundsson, Reynivöllum. Sigurður Björnsson, Kvískerjum. 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.