Heima er bezt - 01.08.1960, Page 25

Heima er bezt - 01.08.1960, Page 25
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH 1 LLAN Þórleifur Bjamason: Hjá afa og ömmu. Reykjarík 1960. Almenna bókafélagið. Það má segja, að sjálfsævisögur og minningabækur séu nú tízka í íslenzkum bókmenntum. Vitanlcga eru slíkar bækur mis- jafnar að gæðum. Sumar lýsa vel umhverfi og staðháttum og ertt þannig merkar menningarsögulegar heimildir um horfna tíð. Aðrar hafa ágæti sitt af snjöllum mannlýsingum eða skáldlegu ívafi. En sumar skortir allt þetta. Þannig eru til þeir ævisögu- höfundar, sem hvorki tekst að skapa mynd af umhverfi né samúð með sér né öðrttm persónum sögunnar, þótt eigi sé óhaglega með efnið farið. Og er þá til lítils að verið. í bók þeirri, sem hér getur, segir höfundur bernskusögu sína, þar sem hann elzt upp hjá afa sínum og ömmu norður á Horn- ströndum á fyrstu áratugum þessarar aldar. Leiðir hann lesand- ann þar inn í umhverfi, sem einstætt er í sinni röð sakir einangr- unar og hinnar hörðu lífsbaráttu, sem þar er háð við óblíða náttúru, harðviðri, ísa og úthaf. Því merkari verður sú lýsing vegna þess, að nú eru byggðir þessar eyddar með ölltt. En þótt höf. takist vel með umhverfislýsingar, eru mannlýsingar hans ekki síður vel gerðar. Með fáum dráttum eða stuttri sögu leiðir liann persónur sínar ljóslifandi fram fyrir atigu lesandans. Og það er ekkert hversdagsfólk, sem kemur þar fram á sjónarsviðið, þótt ekki hafi það markað stór spor í þjóðarsögunni. Og sjálfslýsing hans er skemmtileg, hispurslaus og sennileg. Hornstrandir eru nú í eyði. Vel má svo fara, að aldir líði áður en þær byggjast á ný. Og þá verður það vissulega með harla ólíkum hætti og var í tíð hinna horfnu Hornstrendinga. En með þessari bók hefur Þór- leifur Bjamason reist hinni eyddu byggð og síðasta fólkinu, sem þar bjó, óbrotgjarnan minnisvarða. Smábækur Menningarsjóðs. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur tekið upp þá nýbreytni að gefa út smábækur, úrvalsrit af ýmsu tagi í handhægu broti, snot- urlega búnu, en verði í hóf stillt. Nýlega eru þrjár fyrstu bæk- urnar í þessum flokki komnar á markaðinn. Eru það Samdrykkjan eftir Platón, Trumban og lútan, ljóðaþýðingar gerðar af Hall- dóru B. Bjömsson og Skiptar skoðanir, deilugreinar þeirra Sig- urðar Nordals og Einars H. Kvarans. Gefur þetta nokkra hug- mynd um, hvemig bókaval í flokk þennan er hugsað. Samdrykkjan er eitt þeirra sígildu grisku rita, sem hverjum manni er menningarauki að lesa, enda þótt ég óttist, að þeir verði allt of fáir, sem lesa hana sér til nautnar. Er það illa farið, því að margt er þar sagt af sígildum sannleika. Og oss nútímamönn- um er það andleg heilsubót, að deila geði við hina fornu spek- inga. Þýðingin er eftir Steingrím Thorsteinsson skáld, en Jón Gíslason hefur annazt útgáfuna, og skrifar hann greinargóðan formála og skýringar, sem létta mjög lesturinn og greiða skilning á efninu. Trumban og lútan eru þýðingar á ljóðum Eskimóa, Svertingja og Kínverja. Er þar langt sótt til fanga, til fjarskyldra þjóða að lífsháttum og hugarfari. Segja má, að ekki sé ófróðlegt að kynn- ast hugsunum og list skálda af svo fjarskyldum stofni, enda þótt hætt sé við að sumt sé tekið að brjálast í margendurteknum þýðingum. Sum kínversku Ijóðin eru harla fögur, enda eru þau flest rímuð að einhverju leyti, en hin ljóðin hygg ég menn lesi meira fyrir forvitni sakir en að þeir hrífist af' efni þeirra eða framsetningu. En þessi litla bók er skemmtilegt sýnishorn af ljóðagerð fólks, sem fátt á sameiginlegt með oss íslendingum, og því mun mörgum leika forvitni á að kynnast henni og heyra, hvað þessir menn hafa að segja og hvernig þeir gera það. Hannes Tétursson skáld, sem er útgáfustjóri þessa bókaflokks, skrifar eftirmála. Skiptar skoðanir. Á árunum 1925—1927 háðu þeir Sigurður Nordal og Einar H. Kvaran harða deilu um lífsskoðanir og skáld- skap. Þessar greinar eru nú gefnar út í einu lagi undir nafninu Skiptar skoðanir, og ritar Hannes Pétursson formála að bókinni og gerir nokkra grein fyrir deilunni og tilefni hennar. Það mun ýkjulaust mál, að sjaldan mun almenningur hafa fylgzt betur með deilum um bókmenntaleg efni hér á landi en skiptum þeirra Nordals og Kvarans. Var það hvort tveggja, að þarna áttu í hlut tveir af ritfimustu gáfumönnum landsins, og deilt var um dýpstu rök mannlegs lífs, sem enginn gat verið hlut- laus gegn, það er viðhorf mannanna hvers til annars og kristna og heiðna lífsskoðun. Og ritgerðir þessar eru jafnferskar nú og þær voru fyrir aldarþriðjungi, enda efnið alltaf jafnmikilvægt og meðferð deiluaðila sígild. Það er ekki oft, sem íslendingar hafa háð slíkar rökræður, og þess vegna eru þær enn nýstárlegri í bók- menntum vorum. En auk þess sem málaflutningur allur knýr lesandann til að hugsa og taka afstöðu með eða móti, má margt af greinunum læra um það, hvernig siðmenntaðir gáfumenn heyja einvígi með penna sínum. Vopnfinri beggja er með þeim ágætum að fágætt er. Þá er það einnig víst, að menn munu nú eins og þá skiptast í flokka um þær skoðanir, sem um er deilt. Báðir höf- undar færa sterk rök fyrir máli sínu, en mér virðist nú engu síður en fyrir 30 árum að skoðun Kvarans sé sú, sem hljóti að sigra fyrr eða síðar. Það er talið, að íslendingar lesi lítt ritgerðasöfn, og er það mikið mein. Samt er það trúa mín, að þessar greinar verði lesnar oft og þær eigi eftir enn um langan aldur að vekja umhugsun og óróa í blóðinu. Efnið er alltaf nýtt og jafnmikilvægt, og með- ferð þess þarna með þeim kostum, sem beztir eru í íslenzku máli. Maria Dermout: Frúin í Litlagarði. Andrés Bjömssou íslenzkaði. Reykjavík 1960. Almenna bókafélagið. Höfundur þessarar bókar er hollenzk kona, sem dvalizt hefur langdvölum austur í Indlandsevjum, en þar gerizt þessi saga. Þarna kynnumst vér heimi, sem er gjöróltkur umhverfi voru. Litríkum, seiðandi dulmögnuðum heimi hitaheltis og frumskóga. Enda þótt frásögnin skýri ekki frá stórvirburðum og sé að nokkru leyti sundurlaus, heilla fagrar náttúrulýsingar og sérkennilegt fólk lesandann. Og ef til vill fáum vér ofurlítið meiri skilning á þeim reginmun, sem er á Austurlöndum og Evrópu við lesturinn. St. Std. Heima er bezt 277

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.