Heima er bezt - 01.08.1960, Page 27
ur og leggja stund á guðfræðinám við Hafnarháskóla.
En ég hét honum því að bíða hans, [rar til hann heíði
tekið embættispróf, og þá ákváðum við að gifta okkur
strax. Hann lofaði mér að skrifa mér oft, meðan fjar-
lægðin skildi okkur að, og ég hét honum því sama.
Síðan áttum við okkar sælu og harmsáru kveðjustund
úti í faðrni vornæturinnar, enginn nema guð og við tvö
vissum þá stund.
Um sumarið dvaldi ég á ýmsum stöðum heima í sveit
minni, aðallega við saumaskap. Það var sótzt eftir mér
til þeirra starfa, og mér virtist fólkið í sveitinni líta
mig allt öðrum augum en áður. Eg hafði vaxið einhver
ósköp í augum þess við dvöl mína í Reykavík og
saumanámið þar, en sjálf var ég hin sama og áður að
öðru leyti en því, að nú var ég hamingjusöm í fyrsta
sinni á ævinni.
Um haustið fór ég svo aftur suður til Reykjavíkur
og réð mig þar á saumaverkstæði frarn að jólum. En
eftir áramótin ætlaði ég svo að reyna að komast ein-
hvers staðar að sem nemandi í matreiðslu, ef nokkur
tök yrðu á. Eg hafði mikinn og einlægan áhuga á því
að búa mig sem bezt undir framtíðina, sem nú brosti
við mér.
Ég fékk aftur fæði og húsnæði hjá foreldrum Gunn-
ars. En nú var hann farinn af landi burt, og tómrúmið
var mikið á heimilinu. Eg varaðist að spyrja kaup-
mannshjónin nokkuð um son þeirra, þótt hjarta mitt
brynni af þrá eftir að frétta af honum. Ég óttaðist sem
sé, að ég myndi kannske með því ljósta upp leyndar-
máli okkar Gunnars, ef ég spyrði þau að fyrra bragði.
En frú Helga sagði mér eitt sinn í óspurðum frétt-
um, að Gunnar sinn væri nú byrjaður á guðfræðinámi
við Hafnarháskóla, og að honum liði ágætlega, og þá
var ég ánægð.
— Skömmu fyrir jól barst mér svo bréf heiman úr
æskusveit minni, en innan í því var bréf frá Gunnari
mínum, sem hann hafði skrifað mér heim í sveitina,
og var nú sent mér þaðan. En það blessað bréf færði
mér mikla gleði og hamingju, því það veitti mér full-
komna vissu um órjúfandi ást og tryggð elskhuga míns,
og eins að honum liði vel í hinu framandi landi. Ég bar
þetta bréf við hjartastað minn á daginn, hvar sem ég
fór, og tók það heitt úr barmi rnínum á hverju kvöldi
og las það með sælutárum á brá, en lagði það síðan á
sama stað aftur, áður en ég fór að sofa.
Bréfið frá Gunnari mínurn var mér sá heigidómur,
sem ég skildi aldrei við mig, hvorki í vöku né svefni.
Um jólin ætlaði ég svo að svara bréfinu og senda svar-
ið með fyrstu ferð sem félli eftir áramótin. En á þeim
tírna voru ferðir fremur strjálar til útlanda.
En svo var það næstsíðasta daginn, sem ég vann á
saumaverkstæðinu, að ég kom heim eins og venjulega
og gekk inn í eldhúsið til kvöldverðar, en þar var þá
engin manneskja, og enginn matur sjáanlegur. Mér kom
þetta einkennilega fyrir sjónir, því frú Helga var mjög
stundvís og reglusöm bæði með máltíðir og annað. Eg
beið því góða stund í eldhúsinu, en enginn kom þang-
að.
Ég fór þá að svipast um eftir frúnni og drap fyrst
að dyrum á stofunni. Ég heyrði að sagt var kom inn,
og opnaði þegar hurðina. En mér brá heldur í brún um
leið og ég leit inn í stofuna. Á legubekk beint á móti
mér lá frú Helga fljótandi í tárum og náföl eins og lið-
ið lík.
— Fyrirgefðu, frú Helga, ég er að gera þér ónæði,
sagði ég afsakandi.
— Nei, þú gerir mér ekkert ónæði, svaraði hún titr-
andi röddu, — en ég verð að biðja þig að taka þér sjálf
kvöldverðinn að þessu sinni, ég get ekki framreitt hann.
— Hefur eitthvað komið fyrir, frú Helga? spurði ég
hikandi.
— Já, við fengum bréf í dag. Gunnar minn er dá-
inn.
— Dáinn? stundi ég upp.
7 Já'
Ég spurði frúna ekki um fleira, gat ekkert sagt. Þeirri
stundu ætla ég ekki að revna að lýsa. Ég lokaði stofu-
dyrunum í flýti og komst einhvern veginn upp í her-
bergi mitt, og kvöldverðinum mínum sleppti ég alveg
að því sinni.
Morguninn eftir fór ég á saumaverkstæðið eins og
venulega og reyndi að rækja starf mitt þann dag, en
urn kvöldið kvaddi ég þar fyrir fullt og allt, enda var
ráðningartími minn þar útrunninn, sem betur fór. Þeg-
ar ég kom heim um kvöldið í kaupmannshúsið, var
þangað komin frænka Geirs kaupmanns og tekin þar
við heimilisstörfum, en frúin sjálf lá rúmföst. Þessi
frænka kaupmannsins sagði mér í óspurðum fréttum,
ásamt fleiru, að Gunnar yrði jarðsettur úti í Kaup-
mannahöfn, og að foreldrar hans ætluðu að sigla út
með fyrstu ferð.
Ég ákvað þegar að drífa mig heim í æskusveitina
strax fyrir jólin, því að á heimili Gunnars rníns gat ég
ekki hugsað til að dveja lengur. Þar rnátti enginn fá
vitneskju urn sorg rnína, en hún hefur ef til vill ekki
verið léttari heldur en hjá foreldrum hans. Með Gunn-
ari var öll lífshamingja horfin, því hann var mér allt.
Ég gekk á fund frú Helgu og gerði upp reikninga
mína við hana. Hún sagði mér að heimili sitt yrði lok-
að upp úr áramótunum, en hve lengi vissi hún ekki.
Síðan kvaddi ég í kaupmannshúsinu og kom þangað
aldrei síðan. En bréfið frá Gunnari mínum, það eina
sem ég átti til minningar um hann, hef ég varðveitt
frarn á þennan dag, og það á að leggjast í kistuna hjá
mér, þegar þar að kemur.
Næstu árin dvaldi ég heima í æskusveit minni, og
var þar í vinnumennsku á ýmsum stöðum. Ég átti oftar
en einu sinni kost á því að stofna til hjúskapar á þeim
árum, og það með mönnum, sem þóttu fremur álit-
legir, en ég gat ekki hugsað til þess að giftast neinum
þeirra.
Árin liðu. Ég var komin yfir þrítugt og farin að
Heima er bezt 273