Heima er bezt - 01.08.1960, Page 31
um húsum. Ég fer varla að slá upp veizlu fyrir hyskið
hérna í kringum mig.“ Hann hló kuldahlátur. „Ekki
nerna |>að, að ætla að fara að halda veizlu. Allt dettur
henni í hug. Þú getur sagt henni, að hann verði ekki
skírður í mínum húsum. Því náttúrlega hefur hún sent
þíg-“
„En þú hefur þó vænti ég haldið veizlu þegar Jón
litli var skírður.“
„Já, það gerði móðir hans.“
„En hann er víst jafn skyldur þér þessi angi. Ég skil
ekkert í þér hvernig þú ert við barnið,“ sagði gamla
konan í biðjandi málróm.
„Hún getur látið skíra hann í kirkjunni, þegar vor
er komið, eða reitt hann fram að Giljum og haldið þar
veizlu, en hér inni verður hann ekki skírður."
„Þetta er engin meining að lítilsvirða hana eins og
þú gerir, þar sem hún er orðin þér talsvert nákomin.
Láttu hana taka við húsmóðurstörfunum. Hana langar
til þess. Þá sérðu hvort hún er ekki fær um það.“
„Ef þú vilt eitthvað skipta þér af Asdísi, þá reyndu
að koma henni burtu af heimilinu. Ég skal gefa með
stráknum, en ég þoli ekki að hafa þau nálægt mér,“
sagði hann og ýtti henni hlýlega fram að dyrum.
Ekki varð sú ferð til fjár, hugsaði gamla konan. Hún
sagði Ásdísi frá erindislokunum, en þó með talsvert
vægari orðum en sonur hennar hafði talað. En á það
síðasta minntist hún ekki. Ásdís ætlaði af fara eftir
vilja hans og láta skírnina bíða eftir sól og sumri.
Vetrarvikurnar liðu tíðindalitlar í héraðinu. Tíðinda-
lausar á Hofi, því þangað kom sjaldan maður. Kristján
hafði beðið föður sinn að segja engum frá því, að Hofi
hafði verið sagt lausu. En samt kornst það í almæli og
þóttu miklar fréttir. Leifi frá Garði var borinn fyrir
þeim. Hann var oft gestur á Hofi. Það var ákjósanlegt
að skreppa inn eftir á kvöldin til að draga í spil og
drekka kúmenkaffi með rauðum kandís.
„Jæja, þá eru þeir farnir að sækja um Hof, Halldór á
Læk og Bogi, sem einu sinni var í Garði. Hver skyldi
hafa trúað því, að hann yrði sá maður að láta sér detta
í hug að fara að búa á Stóra-Hofi,“ sagði Leifi eitt
kvöldið yfir spilunum.
Kristján varð sótrauður af gremju og leit til föður
síns. Enginn annar en hann vissi að það var falt til
ábúðar. En gamli maðurinn var niðursokkinn í spilin
og sagði óþarflega hátt, að það væri forhandargrand.
„Hvern fjandann ætla svoleiðis búskussar að gera
með stóra jörð,“ sagði Kristján. „Ætla þeir að búa á
henni báðir eða hvað?“
„Nei, þeir sækja víst hvor á móti öðrum. Það er
orðið stærðar bú hjá Boga. Náttúrlega eiga strákarnir
mikið af því,“ sagði Leifi. „Halldór er nú eins og hver
annar frumbýlingur, en hann er duglegur strákur.“
„Hvor þeirra skyldi fá kotgreyið,“ sagði Hartmann
spaugandi og forðaðist að líta framan í son sinn. Hann
vissi sig sekan um að hafa trúað Leifa og reyndar fleir-
um fyrir því, sem enginn átti að vita.
„Ég skil nú ekki hver hefur sagt þeim, að Hof væri
falt til ábúðar,“ sagði Kristján.
„O, ætli Stefán kunningi þinn í Þúfum hafi ekki ver-
ið því eitthvað kunnugur," sagði Leifi drýgindalega.
„Hann vissi að minnsta kosti urn það, að leiguskilmál-
arnir yrðu ekki betri en þeir hafa verið.“
„Jæja, skítt með það allt saman,“ sagði Hartmann.
„Það er víðar Guð en í Görðum. Við skulum snúa
okkur að spilunum.“
En nú var allur spilaáhugi horfinn frá Kristjáni.
Hann tapaði í hverju spili og hætti loks og fór inn í
hús. Það var svo sem auðvitað að svona myndi það
fara. Mikill bölvaður kjáni var hann að fara að segja
Hofi lausu. Allt var það föður hans að kenna. Líklega
yrði það svoleiðis að hann stæði upp jarðnæðisiaus í
fardögum með allan sinn mikla bústofn, hugsaði hann
í myrkrinu.
Hartmann garnli kom að máli við hann daginn eftir
í fjárhúsunum. Hann var hálfundirleitur og mjúkur í
máli, því hann vissi upp á sig talsverða sök. „Það er
líklega ekki um annað að gera en fara að líta eitthvað
í kringum sig eftir jarðnæði, fyrst svona er komið, að
farið er að sækja um jörðina. Ég hef alltaf haft veika
von um, að hún byði þér að búa áfram við sömu skil-
mála, af því þú varst einu sinni tengdasonur hennar.“
„Það er auðheyrt að þú þekkir ekld þá konu, fyrst
þér datt það í hug,“ sagði Kristján. Vissi sig þó ekki
frían af að hafa alið sams konar svikavon í brjósti. „En
hver hefur svo sem komið því á kvik, að ég væri búinn
að segja jörðinni lausri?“
„Ja, hver getur vitað það? Líklega hefur kvenfólkið
heyrt óm að því þegar við vorum að tala um það og
skotið því í eyra náungans,“ sagði Hartmann.
„Þær fara nú aldrei út af heimilinu, svo það hefði
átt að vera vel geymt innanbæjar.“
„Þær ræða við kerlingarnar þegar messað er. Svo
kemur kerlingin á Bala stundum í maskínuhúsið til
Geirlaugar gömlu.“
„Það er líklega bezta ráðið að selja allt á uppboði.
Hvað á að gera með jörð þegar engin manneskja vill
vera hjá mér nema sú sem ég vildi helzt aldrei sjá á
mínu heimili. Geirlaug vill ekki hugsa um heimilið
lengur sem húsmóðir og því síður gefa sig undir Ás-
dísi. Þeim semur svo illa. Og það sem merkilegast er
að Bogga vill ekki vera lengur.“
„Þú hefur þá alltaf karlinn og kerlinguna, Ásdísi og
strákinn,“ sagði Hartmann. „Hún getur sjálfsagt soðið
mat enn þá, hún móðir þín, það máttu vera viss um.
Kannske það fari svo að þú verðir þakklátur fyrir að
Ásdís fylgir þér eins og skugginn þinn. Þau eru ekki
ómöguleg verkin hennar.“
„Ég bauð ekki mömmu til mín til þess að hún hefði
það erfiðara en hún hafði það áður. Ég hef verið ánægð-
ur yfir því að sjá hvað hún hefur hresst í vetur. En ef
hún á að hafa matreiðsluna á höndum með strákgerp-
inu, geturðu ímyndað þér hvernig hennar hlutskipti
verður.“
Heima er bezt 283