Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 2
SKUGGA-SVEINN
Um síðastliðin jól varð alkunnur íslendingur 100 ára.
Að því leyti er hann ólíkur öllum sínum jafnöldrum,
að hann er gæddur sama lífsþrótti og æskufjöri og þeg-
ar hann kom fram hið fyrsta sinn. Það hefur hann sýnt
með því að skemmta þúsundum manna nú á annan
mánuð frá leiksviði Þjóðleikhússins. Þessi aldargamli
Islendingur er Skugga-Sveinn síra Matthíasar Jochums-
sonar.
Þegar skólapilturinn, Matthías Jochumsson, samdi
Skugga-Svein eða Útilegumennina, eins og leikritið
hét þá, var furðu ólíkt um að litast hér á landi og
nú er. Frumsamin íslenzk skáldrit voru þá nýstárlegir
hlutir, aðeins ein skáldsaga var til á prenti, Piltur og
stúlka, leikrit fá og næsta ófullkomin, og sá litli vottur
leiksýninga, sem til var í höfuðstað landsins voru ein-
göngu þýddir leildr og stundum jafnvel leikið á dönsku.
Kaupstaðir landsins voru undir dönskum áhrifum bæði
um mál og menningu.
Inn í þetta andrúmsloft og umhverfi kemur Skugga-
Sveinn. Og hann reynist engin dægurfluga, heldur verð-
ur hann söguleg persóna, jafnveruleg, eða ef til vill enn
verulegri í hugum fjölda manna, og kappar fornsagn-
anna. Og þó fylgir honum býsna mikið nýjabrum.
Rómantísk ástarsaga, nýtísku söngvar með erlendum
lögum og fleira þess háttar.
í leikdómi, sem nýlega birtist um Skugga-Svein, er
farið um það allmörgum orðum, að raunverulega væri
leikritið meingallað skáldverk, og milli línanna mátti
lesa, að leikdómaranum fyndist það vitnisburður um
vanþroskaðan smekk fólksins að sækja leikinn eins og
raun var á, og ætíð hefur verið, þar sem Skugga-Sveinn
hefur komið á sviðið.
Vafalaust er það rétt, að ýmis vansmíði séu á Skugga-
Sveini frá sjónarmiði þeirra, sem allt vilja fella og
hefla eftir settum reglum, og fjarri fer því að hann
reki áróður fyrir nokkrum „isma“. En hann hefur ann-
að og miklu meira til síns ágætis, og það er, að hann
er tekinn beint úr íslenzkri þjóðarsál. Þar birtast í senn
rómantískir draumar alþýðunnar í landinu, kyngi og
ógn forneskjunnar, hreysti og drengskapur fornaldar-
innar, dulúð íslenzkra öræfa, og í þetta er fléttað léttu
gamni, auðskildu, dálítið óhefluðu en lausu við mein-
fýsi. Raunsæi og rómantík eru fléttuð saman, þótt hið
síðara sé ríkara. En í allt þetta fjölþætta efni er blásið
lífsanda þeirrar andagiftar og orðkynngi, sem var náð-
argáfa síra Matthíasar eins, og hafin er yfir reglur og
stefnur.
Þá má minnast þess að Skugga-Sveinn eða Útilegu-
mennirnir eru tákn vaknandi þjóðerniskenndar og for-
boði nýrrar menningar. Leikurinn var á sínum tíma
beinlínis mótvægi gegn erlendri tízku og áhrifum, eða
eins og Matthías segir sjálfur: „Mér leiddist þessi danska
„kommindía", sem griðkonur hérna segja og tók mig
því til“. Sjálfur gerir hann ekki mikið úr skáldverki
sínu. Hefur sennilega ekki grunað, að þarna hafði
hann skapað sígilt verk í íslenzkum bókmenntum. Þess
ber og að gæta, að Útilegumennirnir voru samdir undir
handarjaðri eins rammíslenzkasta íslendings fyrr og
síðar, Sigurðar málara Guðmundssonar. En þótt
Skugga-Sveinn væri íslenzkur í eðli og anda, má það
ljóst vera, að naumast hefði Matthías samið hann, ef
hann hefði ekki þá þegar séð fleira en aðrir skólasvein-
ar. Hann hafði þá dvalizt vetrarlangt úti í kóngsins
Kaupinhöfn, lesið Evrópubókmenntir, farið í leikhús
og drukkið í sig þá menntun, sem bauðst á svo stuttum
tíma. Hann er þá þegar orðinn allvíðlesinn í hinum
beztu leikbókmenntum, og er tekinn að hugsa um þýð-
ingu á leikritum Shakespeares. Og þá var Sigurður mál-
ari síður en svo nokkur heimaalningur. Ef til vill hef-
ur hann verið fjölmenntaðri á alþjóðlega vísu en nokk-
ur samborgari hans í Reykjavík, þótt ekki hefði hann
setið á skólabekk eða stautað latínu.
Þá hafði Matthías ferðazt víða um ísland, farið norð-
ur Kjöl og kynnzt af eigin sjón og raun töfrum ís-
lenzkrar fjallanáttúru, og þeim hugblæ öræfanna, sem
útilegumannatrúin var sprottin af. Upp úr öllu þessu
verður Skugga-Sveinn til.
Hann er glöggur vitnisburður þess, hversu skíra má
gull íslenzkrar þjóðmenningar, við elda erlendrar menn-
ingar, þegar með það er farið af kunnáttumönnum.
Hann sýnir ljóslega, að það er ekki einangrunin sem
skapar menningarverðmætin, heldur samskiptin við um-
hverfið, þegar vilji og vit er fyrir hendi, til að hag-
nýta sér það sem boðið er og samræma það eigin menn-
ingu-
Skugga-Sveinn er einn af dýrgripum íslenzkra bók-
mennta. Hann varð sá aflvaki, sem síðar spratt af margt
hið bezta, sem gert hefur verið í íslenzkum leikbók-
menntum, og naumast verður með tölum talið, hversu
marga hæfileika hann hefur vakið af svefni, við þær
ótalmörgu sýningar, sem á honum hafa verið nú í heila
öld.
En ég gat þess áðan að sumum bókmenntafræðingum
38 Heima er bezt