Heima er bezt - 01.02.1962, Side 4

Heima er bezt - 01.02.1962, Side 4
GUÐMUNDUR GISLASON HAGALIN: Landnámsmaéurinn í Hallkelsnólum i. að getur vel verið, að ég hafi ekkert vit á þess- um nýmóðins skáldskap, kannski hef ég það ekki heldur á skáldskap yfirleitt, — við skul- urn láta það liggja milli hiuta, — en hitt er svo annað mál, að ef skáldskapurinn á sér ekki það hiut- verk að leiða fólkið frekar til góðs en ills, benda því á verðmætin, sem hafa reynzt kynslóðunum einhvers virði í lífsbaráttunni, þá veit ég ekki, við hvað maður á að miða, því ég sé ekki betur, en þessi list, sem þeir karpa um, sé nokkuð breytilegt hugtak. Þess vegna er það, að mér hefur verið hugleikið, síðan ég fór að sýsla urn þessa bókaútgáfu, að bjarga frá glötun á tímum þess- ara miklu breytinga sem allra flestu af staðreyndum, sem enginn getur frætt okkur á eftir nokkur ár, kannski áratugi.“ Hann sat þarna á móti mér við borðið, Albert Finn- bogason, reri ofurlítið fram í gráðið, hampaði litlu miðalausu glasi, sem var ekki þesslegt, að það væri ný- komið úr lyfjabúð. Hann var þráalegur á svip og næst- um hvatlegur, og í augunum, sem voru björt og buðu í grun, að hann væri, ef til kæmi, hreint ekkert van- búinn við því að verja af allmiklu kappi þær skoðanir, sem orð hans fólu í sér, var ögrun, eitthvað: já, kom þú bara með þín rök, ég er albrynjaður og við öllu búinn, karl minn, — enda hafði hann verið allt að því hryssingslegur í máli.. . En skyndilega brá mildi á svipinn, og síðan sagði hann í ósköp ljúfum og látlaus- um tón og rétti mér móyrjótt glasið: „Gerðu svo vel, fáðu þér nú í nefið að góðum og gömlum sið, — ekki hefðarlegt ílátið frekar en tóbaks- brúkunin mín.“ Og svo kímdi hann ofurlítið. Ég þakkaði og tók við ílátinu, hellti ekki einu sinni á handarbakið á mér, heldur stútaði mig á glasskömm- inni, rétt eins og á tóbakshorninu mínu hér áður fyrr- um, þegar ég stóð við vaðbeygjuna í strekkingsgjóstri niðri á Barðagrynni, albúinn þess að draga fisklaust færið mitt inn af glæ. Og ég dæsti og mælti: „Ef vel væri að hugað, kynni það nú að vera fleira en neftóbaksbrúkunin okkar og feðra okkar, sem við eigum sameiginlegt, Albert." Og svo rétti ég honum glasið yfir borðið. Hann gaf sér varla tóm til að taka við því, en leit á mig hýreygur og sagði: „Það er nú einmitt það, sem mig grunaði, sem ég hef látið mér detta í hug, — já, ætli það ekki.... Nú, ég veit ekki, hvað það kann að reynast mikið, en Virkir dagar, Sagan af Eldeyjar-Hjalta, Kristrún gamla í Hamravík og' Sturla í Vogum — og síðast en ekki sízt blessuð dýrin — allt þetta gæti nú bent til þess, að við gætum átt einhverjum sameiginlegum erindum að gegna.... Var það ekld Sturla í Vogum, sem sagði: ,Það kostar að vera karlmaður, Þórður Sturluson!1...?“ Þannig hófust þau, hin fyrstu verulegu kynni okkar Alberts Finnbogasonar, og þar með vinátta, sem hefur orðið mér mikils virði og ég vona að endist, meðan við lifum báðir.... Því var og það, að mér þótti vænt um, að Heima er bezt skyldi til mín leita, þegar það rit vildi minnast mannsins, er kom því á kreik til að rækja hlutverk, sem það vinnur enn í dag: að vera alþýðlegt og óseyrt skemmtirit og um leið vörður þjóðlegra minja. II. Árið 1900, hinn 24. dag júlímánaðar, sem áður fyrr- um var nefndur Sólmánuður, fæddist Albert Finnboga- son austur á Bakkagerðiseyri í Reyðarfirði. Foreldrar hans voru Björg ísaksdóttir og Jón Finnbogason, bæði af austfirzkum bændaættum. Þau áttu fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Bróðir Alberts heitir Óskar, og er hann kaupsýslumaður vestur í Kanada, en systur hans eru þær Rannveig, kona Vilhjálms Þór bankastjóra, og Borghildur, sem er gift Jakobi Frímannssyni, fram- kvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga. Jón Finnbogason var kaupmaður, en hann stundaði einnig búskap, átti bæði kýr og hesta. Hugur Alberts beindist þegar í stað að húsdýrunum öllu öðru fremur, og var hann löngum stundum í fjósi og hesthúsi og gældi við dvrin, eða fór út í hagann og hugaði að hátt- um þeirra. Skammt fyrir innan Búðar- eða Bakkagerðis- eyri er bújörðin Seljateigur. Þar bjó maður, sem hét Siggeir, góður búþegn og mikill dýravinur og skepnu- hirðir. Hann var tíður gestur hjá foreldrum Alberts, og tókst snemma mikil vinátta með drengnum og Sig- geiri. Gerði Albert oft ferð sína að Seljateigi, ræddi við Siggeir um fé og hesta og fór með honum að lamb- fé á vorin, snerist í kringum lömb og lambamæður, spurði og ræddi um skepnur, hætti þeirra og þarfir. Siggeir gaf honum gimbrarlamb mjög ungum — og síðan annað, og af þessum stofni hafði Albert eignazt 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.