Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 11

Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 11
félaga. Óhætt er að fullyrða að vel færi á með Albert og forráðamönnum Sambandsins, en ekki mun honum ávallt hafa fundizt eins frjálsar hendur um útgáfustarf- semina og hann taldi æskilegast — og því mundi honum ekki hafa verið kappsmál að helga sig stjórn hennar, meðan heilsa og kraftar leyfðu, þótt ekki hefði því verið til að dreifa, að önnur áhugamál væru honum hugfólgnari. En sú var þó einmitt raunin. Albert er maður skapfastur, og þrátt fyrir það, þótt hann ynni að bókagerð og bókaútgáfu allt blómaskeið ævinnar, var honum ávallt hugleikið að láta rætast áður en yfir lyki þann ljúfa draum bernsku- og unglingsára að gerast bóndi, vera daglega samvistum við íslenzk húsdýr, vinna að ræktun og vita sig ótvírætt í hópi þeirra manna, sem skiluðu varanlegum verðmætum í hendur komandi kynslóða. Austur í Grímsnesi er mikil og góð bújörð, sem heit- ir Klausturhólar. Hún hét áður Hallkelshólar, en það nafn gaf henni vígamaðurinn Hallkell, hálfbróðir Ketil- bjarnar gamla, sem þar bjó fyrstur manna og vann land- ið, þá er hann skoraði Grím í Öndurðunesi á hólm og vó hann. Ur landi Klausturhóla var byggð jörðin Hóla- kot. Þegar Albert var tekinn að svipast um eftir jarð- næði og honum gengu í augu gróðurlendur Grímsness- ins, voru báðar jarðirnar eign ábúandans í Klaustur- hólum, og hafði hann Hólakot undir. Þar var þá eng- inn húsakostur, en fimm hektara tún. Albert þótti kotið girnilegt, enda moldin djúp og dökk og líkleg til frjó- semi, og beitilönd gróðursæl og sæmilega kjarngóð. Bóndinn í Klausturhólum hafði og gnægð lands til ræktunar og beitar, þótt hann nyti ekki gagna og gæða Kotsins, var auðsjáanlega nægilegt landrými í Klaustur- hólum, þótt á sjálfu höfuðbólinu yrði tvíbýli, og samd- ist svo með eiganda Klausturhólatorfunnar og Albert, að Albert eignaðist Kotið, og munu báðir hafa verið ánægðir. Albert tók síðan að auka ræktunina og reisa hús á jörðinni árið 1953, og gerðist honum þangað tíð- förult á sumrum. Brátt kom hann þar upp sauðfjárbúi, heyjaði þar á sumrum og hafði þar fjármann á vetrum. En árið 1957 sagði hann upp starfi sínu hjá Norðra og fluttist austur með allt sitt. Árið 1928 — eða tveim árum eftir heimkomu sína frá Ameríku — kvæntist Albert Margréti Sigríði Bene- diktsdóttur. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, en ættir hennar borgfirzkar. Hún er myndarkona í sjón og þá ekki síður í raun, mikil húsmóðir og heimakær, hæglát í fasi og þó glaðleg, vel greind, hjartahlý og traust að skapgerð. Hún hefur á síðari árum verið heilsuveil, og ekki veit ég með vissu, hvort hana hefur beinlínis fýst að flytja austur í Grímsnes og gerast þar i búkona, en hitt er víst, að hún mun hafa hugsað svo sem margar góðar konur hafa áður hugsað: þitt land er mitt land, og þín gleði er mín gleði — og ekki hafa vílað fyrir sér að fylgja bónda sínum í Kotið. En hér er meiri og nokkru óvenjulegri sögu að segja. Þau hjón eiga eina dóttur bama. Hún heitir Rannveig Björg. Hún er vel menntuð og hafði fengið gott starf í Reykjavík, A leið i beitina. og hún var trúlofuð ungum manni, sem lært hafði hús- gagnabólstrun og stundaði þá iðn í höfuðstaðnum. Rannveig er engin hispursmey, þó að hún sé álitleg kona og jafnan vel og snyrtilega búin. Hún er mikillar gerðar, skapföst og viðkvæm í senn, vel viti borin, en þó ekki síður hneigð til að hlusta á hlýja og hljóðláta rödd hjarta síns en á skýran og stillilegan róm vitsmuna sinna. Og bóndi hennar, Gísli Hinriksson, er svipaðrar gerðar. Svo gerðist þá líka það, sem fátítt er: Þegar þau Albert og húsfreyja hans höfðu ráðið ráðum sínum, ákváðu Rannveig og Gísli að flytja með þeim austur í gróðrarríkið en þar bíður og jörðin þunguð eftir sí- auknum nytjum, svo að ekki væri undarlegt, þó að ungt fólk, sem lært hefur að þekkja fyrirheitaríkt frjó- magn moldar, sæi í framtíðardraumum sínum gulhn- hyrndar kýr ganga þar að grasi. Mundi svo nokkurn undra, þótt Albert, sem ungur sveinn trítlaði um tún og haga austur í fjörðum, naut ilms af grængresi og Hrossunum er líka beitt. Heima er bezt 47

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.