Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 14
J
varð, að Hvannadalshnjúkur reyndist vera 2119 metra
hár, er samsvarar um 6737 fetum, en það er 500 fetum
hærra en eldri mælingar töldu hann vera, eða 6241 fet.
Það er ef til vill ekki víst, að Hvannadalshnjúkur sé
hæsti tindur landsins, enda þótt ég haldi að svo sé. Við
reyndum að taka mið á fjallabálk í norðurrönd Vatna-
jökuls (Kverkfjöll?) og á strýtulagaðan tind lengra til
austurs, en hvort tveggja miðin virtust benda til þess,
að þau fjöll væru lægri.
Að lokinni mælingu frá Hvannadalshnjúk héldum
við áfram að mæla frá stöð, sem lá um hálfri mílu
lengra til suðausturs. En þar skall á okkur þoka, og
síðan tók að snjóa, svo að við hlutum að hætta.
Hríðarveðrið hélzt næstu daga og tálmaði mælingun-
um. Við lágurn veðurtepptir í tjaldkrílinu og styttum
okkur stundir með því að lesa gömul dagblöð, spila
tveggja manna vist og læra íslenzku af Þorsteini. Slíkir
viðlegudagar eru með afbrigðum leiðinlegir, en verst
var þó, að óhugnanlega mikið gekk á nratarforðann, án
þess nokkuð sæktist á með verkefnið, sem leysa þurfti
af hendi.
Þegar við hinn fyrsta júlí sáum, að ekki var eftir
nema tveggja daga forði, réð ég það af að reyna að ná
til næstu birgðastöðvar á jöklinum, þrátt fyrir þoku
og hríð. Þangað voru um fimm mílur frarn og aftur,
og gerði ég ráð fyrir að komast það á einum degi. Við
Þorsteinn lögðum því af stað rneð sleðann snemma dags.
Þá var hætt að snjóa, en þokan á jöklinum var jafn
svört og áður. Við höfðurn gert okkur vonir um að
geta rennt okkur á sleðanum niður hina 700 feta háu
norðurhlíð Öræfajökuls niður í Hermannaskarð. En
það varð nú eitthvað annað. Lausamjöllin var svo djúp,
að sieðinn sat fastur um leið og við settumst á hann,
og við þurftum meira að segja að ýta okkur áfram á
skíðunum. Þegar við komurn niður á Vatnajökul birti
þokuna, en þá tók að rigna. Við blotnuðum fljótt og
snjórinn klesstist í skíðin, svo að við vorum teknir að
þreytast, þegar við náðum birgðastöðinni eftir 5 stunda
göngu. En þar fengum við vissulega tíma til að hvíla
okkur. Við sáum héðan, hvernig skýjabólstrarnir þeytt-
ust um tind Öræfajökuls og sviptust þar sundur í ofsa-
veðri, svo að við þóttumst vita, að þar uppi væri ösku-
stórhríð, sem okkur fýsti ekkert að fást við. Við urð-
um því að láta fyrir berast, þar sem við vorum komnir.
Við tæmdum heyið úr stærsta pokanum og eftir að
hafa borðað um l/4 pund af kjötsúkkulaði ásamt nokkr-
um mygluðum skorpum af brauðinu, sem Glasgow var
ætlað á sínum tíma, undum við sokka og buxur og
tróðum okkur ofan í pokann. Það var engan veginn
eins létt og búast hefði mátt við. Við stóðum á botni
hans og drógum hann síðan upp um okkur, en hann
var svo þröngur, að við gátum ekki hreyft okkur, en
fleygðum okkur síðan út af í snjóinn.
Við sváfum furðanlega vel, þótt blautir værum, rign-
ingin héldi áfram og legurúmið væri engan veginn
þægilegt. Þegar kom fram á nóttina hægði skýjafarið
á Öræfajökli. Þoka lá að vísu enn á jöklinum, en sýni-
lega var hætt að snjóa þar. Við skriðum úr pokanum,
fengum okkur morgunmat, sams konar og kvöldmat-
inn daginn áður og héldum síðan af stað.
Við höfðum 100 pund á sleðanum, sem við drógum
en gengum á skíðum. Þótt erfitt væri, gekk okkur
sæmilega meðan við vorum niðri á Vatnajökli. En þeg-
ar upp kom í brekkurnar í hlíð Öræfajökuls tók fyrir
alvöru í hnjótana. Við höfðum ekki lengur not af skíð-
unum en hlutum að kafa hnédjúpa lausamjöllina. Erfið-
ið geta menn gert sér í hugarlund, hafi þeir nokkru
sinni kafað snjó mílu eftir mílu upp snarbrattar brekk-
ur. Þokan var nú svo svört að skyggnið var ekki yfir
20 metrar, og hríðin í nótt hafði gjörsamlega máð burt
slóð okkar frá í gær. Það var því ekki um annað að
gera en þreifa sig áfram með stuðningi af vasaáttavita,
og þeim litlu kynnum, sem við höfðum þegar fengið
af jöklinum og leiðinni. Það er í rauninni furðulegt, að
með svo ófullkomnum hjálpartækjum skuli maður geta
fundið smáblett, sem engin leið er að eygja fyrr en
komið er á staðinn. En þetta heppnaðist eins og svo oft
áður. Eftir 11 stunda erfiði náðum við tjaldinu. Leisted
og Jens tóku okkur með fögnuði og undrun. Þeir héldu
að stórhríðin hefði náð miklu lengra niður en raun bar
vitni um, og við hefðum ef til vill neyðzt til að hætta
á að brjótast niður að Skaftafelli.
Seinnipart dagsins létti þokunni dálítið, svo að
Leisted og Jens fóru út til að mæla, en við Þorsteinn
vorum um kyrrt í tjaldinu. Ég lá fyrir það sem eftir
var dagsins og næstu nótt þjáður af sinadrætti í fót-
unum.
Þokan og hríðin erti okkur án afláts. Stundum feng-
um við fárra stunda hreinviðri og unnum þá af kappi,
en svo hlutum við að gjalda það með heilla daga iðju-
leysi. Smám saman þokuðumst við þó norður á bóg-
inn. Við fluttum bækistöð okkar úr Tjaldskarði í norð-
urhlíð jökulsins og brátt kom að lokaþættinum í mæl-
ingu Öræfajökuls.
Upp úr hádeginu 6. júlí létti þokunni með öllu. Við
tókum til óspilltra málanna við mælingar, það sem eftir
var dagsins og næstu nótt, í hörkufrosti. Undir morg-
uninn miðaði Leisted síðustu punktana, sem mældir
voru inn í þessum leiðangri. Nístingskaldur stormur
blés neðan eftir Skaftafellsjökli og gekk gegnum merg
og bein. Ég gat varla haldið á blýantinum, sem ég var
að skrifa með, og varð við og við að ganga um gólf,
svo að ég stirðnaði ekki alveg upp af kuldanum. Leisted
bar sig betur. Berhentur fitlaði hann við mælingatækin
tímunum saman án nokkurrar hvíldar, unz síðustu
mælingunni var lokið. En þegar hann ætlaði að sltrifa
hæðatölurnar með túskpennanum á kortið, gátu fing-
ur hans ekki meira. Við skriðum niður í jökulsprungu
til þess að fá svolítið skjól meðan við krotuðum niður
síðustu mælingatölumar.
En kulda næturinnar fengum við endurgoldinn með
ofsahita þegar fram á daginn kom. Við reyndum að
komast niður að Svínafelli eftir Skaftafellsjökli. Far-
Framhald á bls. 55.
50 Heima er bezt