Heima er bezt - 01.02.1962, Side 19

Heima er bezt - 01.02.1962, Side 19
Næsta skipti sem Ingvar vaknar í skaflinum og yrðir á Guðmund fær hann ekkert svar. Hélt hann þá að Guðmundur væri sofnaður, sinnti hann því ekki frekar og sofnaði sjálfur. Þegar Ingvar vaknaði næsta skipti yrti hann enn á Guðmund og fékk þá heldur ekkert svar. Greip hann þá til Guðmundar og fann að hann var kaldur orðinn. Ingvari var ljóst að félagi hans var látinn. Sjálfur var hann yfirgefinn, grafinn í fönn með látnum manni einhvers staðar á heiðum uppi, gegndrepa í köldum skafli um miðja nótt. Yfir honum geisaði hríðin. Mörgum jafnöldrum Ingvars litla mundi hafa brugð- ið í brún undir sömu kringumstæðum, margir hefðu bugazt, aðrir ærzt. Ingvar hélt ró sinni. Og ró hans var svo mikil, að eftir að hann hafði þuklað hinn látna mann og vissi hvað skeð hafði sofn- aði hann værum svefni, holdvotur eins og hann var. Gat hann ekki búizt á hverri stundu við sömu örlög- um og félagi hans? Undir morgun brauzt Ingvar hrollkaldur út úr skafl- inum frá látnum félaga sínum. Úti var enn myrkur og snjóhraglandi og hestarnir bundnir á streng. Hann leysti hest sinn, steig á bak og spretti úr spori þrátt fvrir þæf- ingsófærð þar efra. Hann keyrði hest sinn sem mest hann mátti og um fótaferðartíma knúði hann dyra á Stóru-Giljá, sagði farir sínar elcki sléttar og kvað fé- laga sinn látinn. Drengurinn var háttaður niður í rúm, læknir feng- inn og að því búnu gerður út leiðangur til þess að sækja hinn látna mann upp í Sauðadal og flytja til bvggða. Þetta er válegasti atburður sem skeð hefur í manna minnum í sambandi við Undirfellsrétt. í Vatnsdal mundi enginn slíkt réttardagsveður. Eyjólfsstaðir i Vatnsdal. Þar býr Ingvar Steingrimsson nú stórbúi. Þorsteinn Jósepsson tók allar myndirnar. Mældur Öræfajökull Framhald af bls. 50. _________________________________ angur okkar allan skildum við eftir bundinn á sleðann, og tókum ekki með okkur annað en eitt mælingatæki og dálítið af einkaútbúnaði Leisteds. En það var glaða- sólskin, og jökullinn var bæði háll og ósléttur, og okk- ur hitnaði meira en góðu hófi gegndi. Eftir því sem neðar dró á skriðjökulinn varð hann torveldari yfir- ferðar. Loks gáfumst við upp á því að reyna að kom- ast stytztu leið niður að Svínafelli, en tókum í þess stað stefnuna niður í Skaftafellsheiðar, svo að við kæm- umst niður í Skaftafell, og þaðan að Svínafelli. Þegar við loks náðum heim að Svínafelli um miðaftan 7. júlí, höfðum við verið að starfi og göngu í 30 klukkustund- ir samfleytt. Hér læt ég lokið frásögn minni um jökulferðir mæl- ingamanna síðastliðið sumar. Jökulbreiðurnar eru stór- fenglegar en tilbreytingarlitlar. Líf okkar og starf þar uppi var einnig tilbreytingarsnautt. I hugum okkar sjálfra, sem þátt tókum í framhaldsleiðöngrum á jökl- inum eru minningarnar um erfiði, hættur og stundum skopleg atvik þess virði að rifja þær upp og gera þær að umtalsefni í okkar hóp. En í eyrum annarra yrði það að mestu endurtekningar þess, sem þegar hefur ver- ið lýst. En til þess þó að gera frásögnina ekki alltof enda- sleppa skal þess getið, að Leisted fór inn á Breiðamerk- urjökul, og þaðan mældi hann og teiknaði austurhlíðar Öræfajökuls, sem eru ófærar með öllu. Samtímis því fór ég ásamt Mikkelsen á hinar fyrri slóðir, þar sem sleðinn var geymdur. Síðan mældum við um 6 fer- mílna svæði norður af Skaftafellsfjöllum. I framhaldi af því mældum við Buchwaldt premierlautinant síðan um 8 fermílur af Breiðamerkurjökli og Vatnajökli um- hverfis Máfabyggðir og Esjufjöll. Þar með var lokið verkefni því, sem okkur var sérstaklega falið að leysa af hendi á þessu sumri. BRÉFASKIPTI Magnfriður Þórðardóttir, Reykjanesskóla við ísafjarðar- djúp, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—22 ára. Grctar Ástvaldur Árnason, Lækjampti, Víðidal, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur eða pilta á aldrinum 13 —15 ára. Frímerkjaskipti geta komið til greina. Gunnpóra Gunnarsdóttir, Hnappavöllum, Oræfum, A.- Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldr- inum 14—16 ára. Unnur Bjarnadóttir, Hofi, Öræfum, A.-Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Guðrun Helga Jónsdóttir, Kolfreyju, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14 — 17 ára. Mynd fylgi. Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.