Heima er bezt - 01.02.1962, Page 20
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJORI
VATNSDALUR
Ein fegurstaj>ygg& á Islandi
Ijunimanuði vorið 1926 fór ég ríðandi frá Stykkis-
hólmi til Akureyrar. Sótti ég þangað aðalfund
Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Þá var ekki
orðið bílfært til Akureyrar og Héraðsvötnin voru
þá óbrúuð á þjóðveginum. Voru ferðamenn og hestar
þeirra fluttir yfir á ferju. Var það eins konar flatbotn-
aður „prammi“, og minnir mig, að hægt væri að ferja
fjóra hesta í einu. Þessi prammi eða ferjupallur, var
dreginn yfir á sterkum stálvírsstreng, margþættum, sem
strengdur var yfir fljótið. Á svipaðri ferju fór ég 20
árum síðar yfir Tomeelv langt uppi í Tornedalen. Sú
ferja gat tekið eina bifreið og sex til tíu menn. Var
ferjan dregin yfir á margþættum stálvírsstreng, sem
strengdur var yfir fljótið, sem var þarna mjög breitt.
Tveir sterklegir ferjumenn „rikkuðu“ á sérkennilegan
hátt ferjunni yfir fljótið, en á Héraðsvötnunum, var
ferjan undin yfir með hjólaútbúnaði.
En ég ætlaði að skrifa um Vatnsdalinn, en ekki drag-
ferjur. — Ég fór eins og fyrr segir ríðandi frá Stykkis-
hólmi til Akureyrar. Eg hafði þrjá til reiðar og var
einn hesturinn með þverbakstöskur. Þetta var mjög
ánægjuleg ferð í yndislegu vorveðri. Á öðrum ferða-
degi var ég kominn norður í Vatnsdalshóla um kl. 4
síðdegis. Ég hafði gert þannig ferðaáætlun, er ég fór
að heiman, að ég hafði einn dag til umráða, ef ég vildi
hvíla hestana, eða fara einhvern afkrók.
Þegar ég kom í Vatnsdalshóla sá ég að þar voru vega-
mót. Þjóðleiðin lá norður yfir Þingið en af þjóðvegin-
um lá vegurinn upp í Vatnsdal. Ég gat ekki sleppt þessu
tækifæri til að sjá Vatnsdalinn. Svo margt hafði ég
lesið um fegurð hans og frjósemi. Ég hugsaði sem svo,
að ef til vill kæmi ég aldrei aftur á þessar slóðir, og þá
myndi ég sjá eftir að hafa sleppt þessu tækifæri. En
nú hafa atvikin og örlögin hagað því svo, að mjög oft
hef ég komið í þessa fögru byggð, Vatnsdalinn, á liðn-
um áratugum, en minnisstæðust er mér ferðin inn í
Vatnsdalinn í fyrsta skipti á vordögum 1926.
Þeir sem fara um þjóðveginn norður sjá ekkert af
sjálfum Vatnsdalnum. Elann er hulinn bak við Hnjúk-
inn, og lokaður af skriðuföllum, sem fallið hafa í mynni
dalsins. Hefur framrennsli Vatnsdalsár stíflazt og mynd-
azt uppistaða, sem almennt er kölluð Flóðið. Síðar hef-
ur áin brotið sér farveg í gegnum stífluna, en eftir sat
fagurt stöðuvatn. Hnjúkurinn er fögur og mikil kletta-
borg og af honum er undrafögur útsýn yfir Vatnsdal-
inn, frá Hnjúki og inn að Ási, en þar klofnar dalurinn
°g byrgir hæðin hjá Ási útsýn inn til dalanna. Þegar
ferðamenn fara þjóðveginn norður eða suður og hafa
nauman tíma, geta þeir notið þess að sjá Vatnsdalinn
í allri sinni fegurð af Hnjúknum, sem fyrr er nefndur,
en inn að Hnjúknum er fárra mínútna akstur af þjóð-
veginum. Frá þessum stað blasir dalurinn við sýn, frjó-
samur og fagur. Fellur Vatnsdalsá um vallgróna bakka
trw-.Trm ® V ■ ... jJH H B v < T« ) J||
9 ' / 4 i nl wbÍI