Heima er bezt - 01.02.1962, Side 21
Séð inn yfir Vatnsdalinn. Vatnsdalsfjall til vinstri. Hnjúkurinn, sem oft er nefndur Hnjúkshnjúkur, til hcegri.
Björn Bergmann tók myndina.
út í Flóðið, en beggja vegna árinnar raða sér stórbýl-
in undir hlíðum fjallanna. Eru austurhlíðar dalsins,
Vatnsdalsfjallið, brattari, hærri og gróðurminni en vest-
urhlíðarnar, Víðidalsfj allið, milii Vatnsdals og Víði-
dals.
Hvert hérað á íslandi á sína landnámssögu, og því er
líka þannig farið með Vatnsdalinn, en landnámssaga
hans byrjar eiginlega út í Noregi, og bæjarstæði land-
námsmannsins er ákvarðað nokkru áður en hann lagði
upp frá Noregi. Er sú saga skráð í Vatnsdælu, mjög
dularfull og furðuleg á margan hátt. Verður sú saga
rakin hér í aðalatriðum, en þeir sem eiga þess kost að
'hafa Vatnsdælu með höndum, ættu að lesa söguna þar.
Ingimundur hét maður Þorsteinsson af ágætu fólki
kominn í Noregi. Hann lá í víkingu eins og ungir
menn á þeim tímum. Eitt haustið, eða síðla sumars, er
Ingimundur og Sæmundur, félagi hans, komu úr hem-
aði heim til Noregs og tóku land við Jaðar. Urðu þeir
þá þess varir, að þar yar mikill liðs-samdráttur. Fengu
þeir þá þær fregnir, að í undirbúningi væri höfuð-
orrusta milli konungsins Haraldar Hálfdanarsonar hins
svarta, sem brotið hafði undir sig á röskum áratugi
hvert fylkið eftir annað í Noregi og hugðist nú leggja
til loka-orrustu við lið bænda „vestan fjalls“, sem ekld
vildu beygja sig fyrir ofríki hans. Var þetta hin nafn-
fræga orrusta í Hafursfirði árið 872, tveimur árum áð-
ur en Ingólfur Arnarson kom til íslands og reisti þar
byggð sína. Ekki urðu þeir félagar, Sæmundur og Ingi-
mundur, sammála um afstöðuna til konungsins. Ingi-
mundur taldi Harald konung bezta mann Noregs og
spáði honum sigri, og gekk hann til liðs við hann með
öllu því liði, er honum vildi fylgja, en Sæmundur vildi
þar hvergi nærri koma og sigldi með sínu liði inn í
Sognsæ. En Ingimundur fór á sínu sldpi með lið sitt
allt inn á Hafursfjörð og lagði skipi sínu að konungs-
skipinu. Hann kvaddi konung á þessa leið: „Heill, heill,
herra!“ Konungur svarar: „Vel fagnar þú, eða hver
ertu?“ Ingimundur kynnti sig og ætt sína og bauð kon-
ungi liðveizlu. Sagðist hann telja þá betur hafa, „er
yður veita, en liina er við rísa.“ Konungur tekur boði
Ingimundar með þökkum og fylgir Ingimundur kon-
ungi fast í orrustunni, „og aflaði sér góðs orðs,“ eins
og segir í sögunni.
Er konungur hafði sigrað og friðað allt landið, hélt
hann miklar veizlur og vildi á allan hátt launa þeim
mönnum og heiðra þá, sem honum höfðu fylgt í þess-
ari síðustu orrustu, en þeir, sem á móti höfðu verið eða
Heima er bezt 57