Heima er bezt - 01.02.1962, Side 22

Heima er bezt - 01.02.1962, Side 22
Séð yfir til Hnjúksins t. v. frá Vatnsdalshólum. setið hjá, urðu að sæta hinum verstu afarlcostum. Var Sæmundur, félagi Ingimundar, einn þeirra, er hrökkl- aðist úr landi. Hann fór til íslands og nam land í Skaga- firði, þar sem heitir Sæmundarhlíð. Er af honum kom- ið margt frægra manna á Islandi. En nú er að segja frá Ingimundi. Haraldur konungur vildi launa honum vel liðveizluna og gaf honum rneðal annars skip og herbúnað þeirra víkinga, er hann barðist við. Og enn gaf konungur Ingimundi dýrmætan grip, er átt hafði Ásbjörn kjötvi. Var það mynd eða líkneski Freys, gert af silfri. Hafði Ásbjörn haft miklar mætur á gripnum. Fóstri Ingimundar hét Ingjaldur. Hann var mikill vinur Þorsteins, föður Ingimundar, og þágu þeir jafnan veizlur hvor að öðrum. Eitt sinn, eftir orrustuna á Haf- ursfirði, var mikil veizla hjá Ingjaldi, fóstra Ingimund- ar. Til veizlunnar komu meðal annarra Ingimundur og fóstbróðir hans, Grímur. í veizlunni var spákona ein eða völva, að líkindum norðan frá Lapplandi. í sögunni ær hún nefnd Finnan. En á þessum öldum kölluðu Norðmenn þá — sem frá Lapplandi komu — Finna. Þessi völva spáði fyrir mönnum í veizlunni. Var völv- an sett í hásæti og vel að henni búið. Gengu menn svo hver eftir annan fyrir spákonuna og leituðu frétta um forlög sín. Þeir fóstbræður trúðu ekki á spádóma og sátu sem fastast. Þá mælti völvan: „Hví spyrja þeir hinir ungu menn eigi að örlögum sínum, því að mér þykkir þeir merkilegastir menn af þeim, sem hér eru saman komn- ir?“ Ingimundur taldi spádóma hennar ómerka. Völvan vildi þá spá fyrir honum óbeðið. Sagði hún honum meðal annars það, að hann ætti eftir að nema land á íslandi og ættmenn hans yrðu margir ágætir í því landi. Ingimundur sagði, að hann hefði það ætlað að koma aldrei í þann stað, og sagðist aldrei skyldu selja átt- jarðir sínar, margar og góðar, og fara í eyðibyggðir þær. Völvan sagði, að spá sín myndi þó rætast og til sann- inda-merkis sagði hún, að úr pússi hans væri horfinn sá góði gripur, er Haraldur konungur hefði honum gefið, „og er hann nú kominn í holt það, er þú munt byggja,“ sagði hún, „og þá, er þú reisir bæ þinn, mun saga mín sannast.“ Varð Ingimundur þá svo reiður, að hann sagði, að það væri aðeins af því að hún væri hér í boði fóstra síns, að hann léti hana ekki taka út spádómslaunin „á höfði sér,lí það er, að gera hana höfðinu styttri. Kveð- ur hann hana illii heilli loafa hér komið. Sams konar spádóm um landnám á íslandi fékk líka Grímur, fóstbróðir Ingimundar, og bróðir hans Hró- mundur. Morguninn eftir gat Ingimundur hvergi fundið grip- inn góða, og þótti honum það eigi góðs viti. Vorið eftir ræddu þeir fóstbræður, hvað þeir ættu að taka fyrir um sumarið. Hafði þá Grímur fastráðið það, að fara til íslands, og taldi það ekki tjóa að brjót- ast í móti forlögum sínum. Ingimundur sagði að þá skildi með þeim, því að þangað myndi hann ekki fara. Nokkru síðar giftist Ingimundur ágætri konu, er Vig- dís hét, og enn vildi konungur gera veg Ingimundar sem mestan í Noregi. En í sambandi við spádóm völv- unnar, vaknar nú í brjósti Ingimundar einhver útþrá og óró, þrátt fyrir það, að konungur vill allt fyrir hann gera. Er hann alltaf jafn undrandi yfir því, að gripur- inn fagri skuli hafa horfið og nú langar hann mest til að fá það fullsannað hvort Freys-líkneskið væri komið til íslands. Gerði hann þá orð fjölkunnugum Finnum norður í Lapplandi, og komu þeir þrír að norðan og tóku að sér að fara sendiför til íslands, en Ingimundur hét að gefa þeim fyrir ferðina smjör og tin. Finnarnir áttu að leita eftir hlutnum úti á Islandi og kynna sér þar landslag og landkosti, og gefa svo um þetta skýrslu. Finnarnir voru svo innibyrgðir sér í húsi og mátti enginn maður nefna nafn þeirra. Eftir þrjár nætur aekk svo Inmmundur á fund Finnanna. Þeir risu þá upp, eins og úr fasta svefni og „vörpuðu öndinni fast“ og töldu sig hafa farið erfiða för, og mjög hefði verið torvelt að leita eftir hlutnum. Þeir sögðu þannig frá: „Þar komum vér á land, sem þrír firðir gengu af landnorðri, og vötn voru mikil fyrir innan einn fjörð- inn. Síðan komurn vér í dal einn djúpan, og í dalnum undir fjalli einu voru holt nokkur. Þar var byggilegur ihvammur, og þar í öðru holtinu var hluturinn, og er vér ætluðum að taka hann, þá skauzt hann í annað holt- ið, og svo sem vér sóttum eftir, hljóp hann æ undan, og nokkur hulda lá ávallt yfir, svo að vér náðum eigi, og muntu sjálfur verða að fara.“ Ekkert er það útskýrt í sögunni, hvernig Finnarnir ferðuðust til Islands, en vafalaust álítur söguritarinn að 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.