Heima er bezt - 01.02.1962, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.02.1962, Qupperneq 25
Magnea frá Kleifúm KARLSEN STVRIMADUR ANNAR HLUTI Þegar hún hafði komið um borð í gær, hafði hún ekki hugmynd um, hvert hún ætlaði. Aðeins að kom- ast burt, það var hennar eina hugsun. Hún hafði orðið svo lömuð af skelfingu, þegar frú- in hafði sagt, að hún yrði að fara með skipinu. Hér gæti hún ekki verið lengur. Það sæi hún sjálf, og ef henni dytti í hug að kenna Friðgeiri þennan lausa- leikskróga, þá ætti hún sér að mæta. Sonur sinn ætti betri framtíð fyrir höndum en ganga að eiga rétta og slétta vinnukonu, hefði hún verið svo heimsk að láta sér detta það í hug. „Hérna er kaupið þitt,“ hafði frúin sagt og hent nokkrum peningaseðlum á borðið. „Þú getur farið eitt- hvað þangað, sem enginn þekkir þig, unnið þar þangað til krakkinn fæðist, og þá gefurðu hann bara, ef þú getur, en reyndu ekki til að koma hingað aftur.“ Sjálf hafði hún ekki getað sagt nokkurt orð. Þessu hafði hún ekki búizt við af frúnni. Um nóttina hafði hún læðzt að herbergisdyrum Frið- geirs og drepið á þær, eftir að hafa árangurslaust beðið cftir honum uppi í sínu herbergi. Hann hlaut þó að hafa eitthvað að segja að svo komnu. En Friðgeir vildi bara faðma hana að sér og fá hana upp í dívaninn til sín. „Til hvers komstu þá?“ sagði hann gramur, þegar hún hratt honum frá sér. „Til að iáta þig standa við gefin loforð,“ sagði hún og horfði á þennan litla horaða mann í röndóttu nátt- fötunum, sem héngu utan á honum, eins og þetta væri í fyrsta sinn sem hún sæi hann. Hann var ekki beint hetjulegur þarna sem hann stóð, úfinn og órakaður með flóttaleg augu og úrillur á svip, en þó skömmustulegur eins og strákur, sem komizt hef- ur upp um og veit nú elcki, hvernig hann eigi að kom- ast undan. Stúlkan virti hann fyrir sér með samanbitnum tönn- um, og reiði hennar óx með hverju augnabliki. Hún vissi ekki, hvort hún var reiðari við hann eða sjálfa sig fyrir að hafa verið svona einföld og auðtæld. „Þú ert aumasta skriðdýr sem til er á þessari jörð,“ hvæsti hún. „Lygari og svikari, þér skal hefnast fyrir að láta reka mig út eins og hvern annan hund, þú vesalingur, sem ekkert þorir sjálfur, en felur þig á bak við kerlinguna hana móður þína, ef eitthvað bjátar á. Heldurðu að ég viti ekki, að þú hefur sent hana til að reka mig út vegna þess, að þú varst ekki maður til að standa augliti til auglitis við mig á meðan. En ég skal hefna mín, svo sannarlega sem einhver guð er til skal ég gera það!“ „Þú ert brjáluð,“ sagði Friðgeir skelfdur. Hann hafði ekki órað fyrir að þessi blíða og káta stúlka ætti slíkan ofsa til. Svo gekk hún út og skellti hurðinni af öllu afli á eftir sér, svo hrikti í öllu húsinu. Síðan hljóp hún upp stigann og inn í herbergi sitt og tók að tæta dót sitt út úr skápnum og troða því niður í tösku og poka. Það var ekki lengi gert, ekki var það svo margt sem hún átti. Augu hennar loguðu af ofsa, og þegar frúin kom æðandi upp stigann tilbúin að hella sér yfir hana fyrir að hafa rifið alla upp úr fasta svefni með látunum í sér, þá mætti hún ekki hinni venjulegu hljóðlátu og undir- gefnu vinnukonu, heldur gömlum eldhúskjól, sem hent var beint framan í hana, og vekjaraklukku sem kom sömu leiðina. Frúin beygði sig í skyndi, svo klukkan skall í vegg- inn á móti. Mölbrotið glerið þeyttist í allar áttir. Frúin rak upp móðursýkis-óp og greip um hjartað, bað Jesús sinn og allar góðar vættir að vernda sig og flýði af hólminum, alveg andagtug yfir, hvernig stelpan gat látið. Stúlkan skellti hverri einustu hurð á eftir sér, þegar hún fór alfarin úr kaupmannshúsinu. Peningana frá Heima er bezt 61

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.