Heima er bezt - 01.02.1962, Side 28

Heima er bezt - 01.02.1962, Side 28
mátti hún ekki láta eftir sér að eyða neinu af þeim litlu fjármunum sem hún átti. Nóg þörf yrði fyrir þá seinna. Full lotningar horfði hún á kirkjuna uppi á hæðinni og gekk síðan upp allar tröppurnar. Þær voru yfir hundrað, eða það néit hún að minnsta kosti. Hún gafst upp við að telja þær. Hún var einmana og hugsaði, að bezt væri að fara um borð aftur. Hún færði dótið sitt úr klefa stýrimannsins yfir í klefa nr. 3, sem henni var fyrst ætlaður. Síðan bjó hún um rekkju velgerðarmanns síns og lagaði allt til eftir beztu getu. „Ertu búin að flytja frá mér?“ spurði Karlsen, þeg- ar hann kom inn í klefann. „Það er annars alveg rétt af þér. Þó ég vildi gjarnan hafa þig lengur hjá mér, verð ég líka að hugsa um mannorð þitt,“ sagði hann brosandi. — „En ertu með á dansleik fram í svtit í kvöld?“ „Ég veit eldd,“ svaraði hún dræmt. „Engin andmæli tekin til greina,“ greip hann fram í. „Þú verður til eftir hálftíma, við verðum fimm saman, þernan verður líka með, svo þú verður ekki eini kven- maðurinn í hópnum.“ Asta var á báðum áttum, en Karlsen var svo ákveð- inn, að hún lét hann ráða. Gömul jómfrú var komin í klefann til Astu. Hún ætlaði austur á firði og þótti öruggara að fara strax um borð, þótt skipið færi ekki fyrr en daginn eftir. Nú horfði hún hneyksluð á Ástu, sem reyndi að búa sig eftir föngum. Fíárið á henni var fallegt, svo gullið og þykkt. Hún burstaði það lengi og vel. í kvöld vildi hún líta vel út. Fötin hennar voru hvorki falleg né mikil að vöxtum. Bláa sunnudagspilsið hennar og hvíta peysan urðu að duga, hún átti ekkert betra. Karlsen leit á hana spyrjandi augum, þegar hann kom að sækja hana. „Hvað er þetta, ég ætlaði ekki að þckkja þig! Þú ert ljómandi sæt í þessu, Ásta!“ Hún fann að hann var ekki að hæðast að henni og gladdist við lofið. „Flýttu þér, bíllinn bíður,“ sagði hann, tók í hönd hennar og leiddi hana upp á bryggjuna, en þar beið bíllinn þeirra. Karlsen opnaði framhurð bílsins, en þar sat einn hásetinn og bauð Ástu stimamjúkur að gera svo vel að setjast inn, en Karlsen var ekki á því. „Farðu aftur í, Páll, og sjáðu mína dömu í friði,“ sagði hann ákveðinn. Aftur í var fyrsti vélstjóri og þernan, og þangað varð Páll að fara. Ekki var hann þó ánægður, sem von var, þar sem ekkert pláss var þar fyrir dömu, sem hann mætti hafa út af fyrir sig, hinir þættust hafa meiri rétt til kvennanna. Ástu leizt ekki á blikuna. Páll var auðheyrilega orð- inn þó nokkuð hátt uppi, og flaskan gekk fram og aftur milli þeirra aftur í. „Má ekki bjóða ykkur einn lítinn?“ spurði Páll og rétti flöskuna fram í. Karlsen tók við henni, en áður en Ásta vissi af, hafði hún gripið utan um hönd hans og hvíslað með ótta í rómnum: „Nei, ekld Karlsen!“ Hann brosti og lagði handlegginn um axlir hennar og hvíslaði lágt: „Það er satt, flaskan er óþörf, þegar falleg stúlka er með.“ Hún roðnaði án þess að vita hvers vegna, en bað þess í hljóði, að hann drykki ekki. Fjöldi af bílum var kominn á samkomustaðinn, og alls staðar var fólk á ferð milli þeirra. Ásta dauðkveið fyrir að fara inn og sá eftir að hafa farið, en sterkar hendur Karlsens vernduðu hana í troðningunum, og loks komust þau inn í danssalinn eftir að hafa komið utanyfirfötum sínum í geymslu. Það var veifað til þeirra frá borði í einu homi salar- ins. Þar var einn félagi Karlsens með dömu og hafði tekið frá sæti handa þeim. Hljómsveitin gerði hlé á spilamennskunni, og fólkið ruddist að borðunum með hlátram og hávaða. Ásta horfði forvitnum augum í kringum sig. Þarna var ekki nokkur sála sem hún þekkti. Brátt hófst dansinn aftur af fullu fjöri. Hávaðinn var eins og í fugabjargi eða fjárrétt um haust. Tóbaks- reykurinn lá eins og ský yfir salnum. Öl- og gos- drykkjaflöskur á hverju borði, en undir þeim mörgum stóðu eða lágu umbúðir af einhverju sterkara, enda virtust menn ekkert feimnir við að blanda sér í glas undir borðinu, áhrifin voru líka farin að segja til sín. „Eigum við að dansa?“ spurði Karlsen og stóð upp. Ásta brosti. Af dansi fékk hún aldrei nóg. Hann lagði arminn utan um grannt mitti hennar, og brátt hurfu þau í ólgandi dans-iðuna. Hún var svo létt og liðug, að hann gat ekki stillt sig um að segja undr- andi: „Þú dansar svo vel, Ásta, að það mætti ætla, að þú hefðir ekki annað gert alla þína ævi.“ „Mér þyldr agalega gaman að dansa,“ svaraði hún, „ég er víst fædd með þeim ósköpum, því ekki hef ég farið á marga dansleiki og hef því ekki mikla æfingu.“ Hún varð örari og ræðnari á dansgólfinu, og Karlsen fékk svör við flestum sínum spurningum. „Ertu þreytt?“ spurði hann allt í einu. Ásta vissi ekld hverju hún ætti að svara. Hún var ekkert þreytt og langaði til að dansa miklu meira, en máske vildi hann hætta. Karlsen sá að hún hikaði og sagði: „Þú mátt ekki misskilja mig, ég vil ekki hætta strax, ég var að spyrja hvað þú vildir. Maður getur ekki dansað við dömu hálfa nóttina án þess að vita, hvort hún vill það eða ekki. Ásta hló. Ég gæti dansað alla nóttina án þess að verða þreytt, en ég ætlast ekld til, að þú dansir alltaf við mig.“ „Þetta hljómar nú ofurlítið tvírætt,“ sagði hann. „Ég átti við, að þig langaði máske til að dansa við einhverja aðra,“ flýtti hún sér að scgja. „Ef þér leiðist, skaltu bara hætta og setjast.“ Framhald. 64 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.