Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 29
GUÐRtJN FRA LUNDI
FERTUGASTI OG ATTUNDI HLUTI
„Heldurðu mamma mín að þú gætir ekki unnið Ás-
geir til að fara að búa á Bala. Þú ert nú alltaf svo dug-
leg og ráðagóð,“ sagði Rósa.
„Við skulum nú sjá hvort ég get ekki samið við Ás-
geir minn. Okkur hefur alltaf samið ágætlega,“ sagði
Karen. „Það er nefnilega traustasta stoðin undir sveita-
búskapnum að hafa góðan fjármann, Guðfinna mín.“
„Mér finnst nú, mamma mín,“ sagði Rósa, „að við
ættum að taka Grímsa hingað og hlynna að honum það
sem hann á eftir að lifa, fyrst hann getur ekki verið á
sjúkrahúsi. Hann hefur verið fjármaður fyrir okkur
hér á Hofi meira en hálfa ævina.“
„Hann hefur fengið það vel borgað,“ sagði Karen.
„Hvernig dettur þér í hug að hægt sé að bjóða vinnu-
fólkinu það að hafa sjúkling í baðstofunni. Því þætti
það sjálfsagt óviðkunnanlegt. Það hefur aldrei komið
fyrir að ég hafi þurft að bjóða fólki mínu slíkt.“
„Ég kenni í brjósti um hann. Hann hefur alltaf ver-
ið hérna rétt hjá okkur síðan ég var barn og Stína fer
nú ekki að geta hugsað um hann,“ sagði Rósa.
„Hvað svo sem hefur hún annað að gera en hugsa
um hann. Ég skil ekki að það þurfi að hugsa mikið
um hann á póttunni og á daginn er hann í fötum og
situr sunnan undir ef gott er veður,“ sagði Karen og
svipur hennar var farinn að þyngjast og kólna.
Séra Gísli hafði komið inn og stóð aftan við stól
konu sinnar og horfði brosandi á vangasvip hennar.
Nú laut hann yfir hana og kyssti hana léttum kossi á
ennið og sagði: „Hún er svo brjóstgóð þessi blessuð
kona; hefði sjálfsagt átt að verða líknarsystir. Víst væri
hægt að hafa gamla manninn frammi í skrifstofunni.
Það er ólíklegt að það verði lengi sem hann þarf á
hjúkrun að halda.“
„En hann þarf bara á engri hjúkrun að halda,“ sagði
Karen stuttlega.
Rósa vonaðist eftir öðrum kossi, mjúkum eins og
barnsvörum, en maður hennar strauk bara yfir hár
hennar og fór burtu. Svona voru atlot hans hlý, eins
og saklauss barns, næstum eins og hann væri feiminn að
láta ást sína í ljósi. Hún saknaði annarra atlota, sterkra
og karlmannlegra, þó hendurnar væru ekki eins mjúk-
ar. En hvað þýddi að vera að grufla út i það sem einu
sinni var. Það var orðið langt síðan hún hafði notið
þeirrar ánægju að sjá karlmannleg vinnubrögð þess
manns og hrífast af þeim. Náttúrlega var ekki hægt að
neita því að margir skuggar voru á þeirri samleið, en
þó var margt sem var þess vert að þess væri minnzt
og saknað. Þó nú væri eintóm hlýja og logn.
Næsta sunnudag var messað á Hofi. Gömlu hjónin
frá Giljum fóru alltaf til kirkju einu sinni á sumri.
Annað var guðleysi. Þó höfðu þau lagt það til hliðar
það sumar sem dóttir þeirra átti þar heima. Þau voru
eins og vanalega sett inn við kaffiborð. Nú drukku
þau kaffið í skrifstofunni ásamt Ásgeiri og Guðfinnu.
Þar sat maddama Karen hjá þeim og ræddi við þau
lengi. Þau voru öll ánægjuleg á svip þegar fundi var
slitið. Kirkjugestirnir voru forvitnir að vita hvað svo
sem hefði staðið til. En um það vitnaðist ekkert fyrr en
gamli maðurinn á Bala var dáinn, en eftir því var stutt
að bíða. Hann var aldrei fluttur heim að Hofi fyrr en í
kistunni, en prestshjónin höfðu vakað yfir honum tvær
síðustu næturnar. Maddama Karen hélt myndar erfis-
drykkju eftir karlinn. Jarðarförin var þó nokkuð fjöl-
menn. Þangað komu þeir Grýtubakka-feðgar. Kristján
óskaði eftir því að fá að halda undir kistuna úr kirkj-
unni að gröfinni. Jón litli trítlaði við hlið föður síns
hvert sem hann gekk og sat við hlið hans við kaffi-
borðið. Maddama Karen heilsaði tengdasyni sínum fyrr-
verandi að fyrra bragði og lét í ljósi að það væri
ánægjulegt að sjá hvað hann væri orðinn hraustlegur.
Hann sagðist vera við góða heilsu. Annað töluðu þau
elcki saman.
Nokkru seinna var haldið uppboð á þeim litlu reyt-
um, sem Grímur hafði átt og leiðið hans hlaðið upp.
Þar með var hann gleymdur að mestu leyti. Stína gamla
flutti í húsmennsku að Garði í þriðja sinn. Hún bjóst
ekki við að flytja þaðan fyrr en hún yrði flutt í Hofs-
garðinn. Hún sagði þær fréttir að Ásgeir tæki kotið
og fengi kúna í kvígildi. Ætlaði að verða fjármaður á
Hofi og fengi að hafa svo margar skepnur sem hann
vildi á fóðrum, því hann væri stórhuga og fyndist
landrýmið lítið. Svo ætlaði Ásdís að fóðra fyrir hann
meðan hún væri að borga honum gaddavírinn. Þetta
Heima er bezt 65