Heima er bezt - 01.02.1962, Qupperneq 30
vissi Stína allt og margt fleira. Svo var farið að gera
hreinan allan bæinn á Bala og kærustupörin fluttu þang-
að. Guðfinna var ánægð yfir að vera búin að eignast
kú og hafa jörð til að búa á.
Leifi í Garði vann við slátt fyrstu vikuna á Hofs-
túninu. Hann var eini maðurinn sem vogaði sér að
minnast á Kristján í eyru Karenar Þorsteinsdóttur.
Hann sagði að Hartmann gamli hefði verið sár yfir
því, að það hefði verið búið að byggja Bala áður en
hann vissi. Það hefði verið þægileg jörð fyrir hann.
Bakki væri erfiður skrokkur. Það eina þægilega við
hann er útræðið.
„Já, náttúrulega hefði það verið þægilegt fyrir hann,
aumingja karlinn,“ sagði Geirlaug.
„Hann hefur víst lítið með jörð að gera,“ sagði
Karen stuttlega. „Bakki ber þá sjálfsagt báða feðg-
ana,“ bætti hún við.
„Já, en það hefði verið þægilegt býli fyrir hann,“
sagði Rósa. „En mamma vill ekki missa Ásgeir; hann
er svo duglegur.“
Hartmann hefði varla hirt fyrir mig. Að öðru leyti
kemur mér hann ekkert við, og þér ekki heldur, Rósa.
Ef bömin hans geta ekki látið honum líða sæmilega,
ber okkur ekki að gera það.“
Svo hurfu þær báðar úr maskínuhúsinu. Hvernig
er það. Er hún komin þessi kærasta, sem Kristján var
með í fyrra?“ spurði Geirlaug.
„Nú, það er víst allt búið milli þeirra. Hann getur
aldrei fellt sig við aðra konu en Rósu, vertu viss,“
svaraði Leifi.
„Undarlegar eru manneskjurnar. Bezt gæti ég hugs-
að að hún bæri svipaðan hug til hans og áður.“ Þessu
var Geirlaug búin að glopra út úr sér áður en hún
gætti að. Náttúrlega bað hún Leifa að segja engum
þessa vitleysu. Hjónabandið væri svo gott sem það gæti
verið, en sér dytti þetta bara svona í hug. Hún bætti
því við að það væri lítið að marka það, sem einfeldn-
ingum dytti í hug. Hún væri ein af þeim.
Þá hló Leifi. „Við höfum það sem okkur var gefið í
fyrstu, Geirlaug mín. Ég hugsa að það hafi verið í
meðallagi. Hefði einhver skólinn slett ofurlitlu á okk-
ur í viðbót hefðum við orðið ágæt,“ sagði hann. „Það
lítur út fyrir að allir séu komnir í stöðug sæti, þó sum-
ir hafi áreiðanlega ætlað sér annað. Líklega verð ég sá
fyrsti sem flosna upp. Ásgeir fer sjálfsagt að girða
kringum sitt býli. Þá verður ómögulegt að búa í
Garði. Ég flyt mig þá bara á mölina, þó það sé allt
annað en álitlegt."
„Þú reynir líklega heldur að girða þitt tún heldur
en flýja út á mölina,“ sagði Geirlaug.
„Það er nú líklega eitthvað sem mér dettur ekki í
hug, að fara að girða. Þó ég sjái það að það borgi sig
svona með tímanum. En hvar ætti ég að fá peninga til
að kaupa mér staura, þó ég gæti séð um vinnuna,"
sagði Leifi.
„Þetta geta þó margir,“ sagði hún. „En það er nátt-
úrlega allt erfiðara þar sem fátæktin situr að völdum.“
„Ójá, það vill vera svo að sumum er áskapað að
berjast við hana alla ævina, en aðrir geta veitt sér flest
sem þá langar til, bæði túngirðingar og annað,“ sagði
Leifi. „En það gæti ég hugsað mér að Ásgeiri þætti
þröngt um sig á Bala og yrði þar ekki mörg árin.“
„Það er víst ekki mikil hætta á að hann verði þar
ekki við þessi góðu kjör sem hann á að hafa hjá
maddömunni,“ sagði Geirlaug.
„Þér finnst nú allt vera kostakjör, sem hún lætur í
té. Hefur mann svo alltaf síhlaupandi kringum sig
hvenær sem henni dettur í hug að kalla eða óska eftir
vinnu. Þá fer maður nauðugur viljugur. Maður kann
ekki við annað.“
„Þið takið ekki steina í staðinn,“ sagði Geirlaug.
Sumarið varð ákjósanlegt. Góð spretta og sæmileg
nýting.
Grýtubakkabóndinn hafði girt túnið strax um vorið.
Jói var vel ánægður yfir því að hafa komið konu sinni
í ráðskonustöðuna. Valborg hafði sætt sig við laus-
nngarbröltið í húsbóndanum, sem hún hafði álitið að
væri um vorið, en nú sáust engin merki til þess að þar
hefði verið um annað en misreikning að ræða. Hún var
því kyrr og hugsaði um að hita kaffið og elda mið-
dagsmatinn svo Óla gæti gengið út. Ekki hafði hún
talað um það við nokkra grannkonu sína að neitt væri
athugavert við ráðsmennsku Ólu. Þess vegna kom það
öllum á óvart þegar Jói drakk sig augafullan í réttun-
um og ruglaði og þruglaði um það, sem honum lá
þyngst á hjarta. Hann sagðist vera á förum úr Norður-
landi og kæmi þangað aldrei aftur, vegna þess að Krist-
ján væri búinn að stela frá sér öllu því sem hann ætti,
skepnunum og konuefninu. Hann ætlaði sér að fara
með blessaða klárana sína. Þeir væru það eina sem eftir
væri. En sér léki hugur á því að skilja þannig við hús-
bóndann á Grýtubakka að hann myndi eftir því að
þeir hefðu kvaðzt.
Eftir tvo daga barst sú fregn um nágrennið að Jói
hefði farið með tvo til reiðar daginn áður og hann
væri farinn alfarinn. Þá fyrst fóru menn að leggja
trúnað á að sannleikur hefði þó verið í rausi hans.
Sagan, sem var sögð af Valborgu, því hún var eina
manneskjan sem líkleg var til að halla ekki réttu máli
var svona: „Kristján og Jói höfðu gengið inn með sjó
þegar Jói var búinn að leggja á hestana og átti ekkert
eftir annað en kveðja. Henni hafði sýnzt þeir vera
mjög vingjarnlegir. Svo kom Jói heim ekki löngu
seinna en henni fannst hann vera eitthvað ólíkur sjálf-
um sér. Hann hafði kvatt í flýti og teymt út að hlið-
inu. Óla hafði gengið með honum þangað og kom svo
grátandi til baka veslingurinn. Hana hafði nú lengi
grunað það, hana Valborgu, að hann myndi ekki verða
vel ánægður þegar hann kveddi þetta heimili. Óla
vesalingurinn lokaði sig inni í húsinu þó nokkra stund
svo kom hún fram og spurði eftir hvort Kristján væri
ekki kominn heim. Þegar svo var ekki bað hún Hart-
mann að fara að leita að honum. Það hlyti eitthvað að
66 Heima er bezt