Heima er bezt - 01.02.1962, Side 31

Heima er bezt - 01.02.1962, Side 31
hafa komið fyrir hann. Hún þyrði ekki að fara ein. Gamla manninum þótti ólíklegt að eitthvað hefði kom- ið fyrir manninn, þar sem sjórinn var eins og fægður spegill. Samt rölti hann af stað og Óla á eftir honum. Hún titraði af hræðslu og kvíða. Það var ómögulegt annað að segja en manneskjan bæri sig undarlega til. Kristján lá syðst á rekanum. Hann sagðist hafa dottið og lent með höfuðið á steini. Líklega hafði hann legið í roti þó nokkuð lengi en nú var hann raknaður við fyrir noklcru, en hann treysti sér ekki til að komast upp úr fjörunni. Líklega yrði að fá mannhjálp til að koma honum heim. Óla hafði hresstst þegar hún sá að ekki var þó meira að honum en þetta. Hún sótti pilt- ana í Drangsvík, það var svo stutt. Þeir komu honum heim. Hann lá í þrjá daga. Það var margs getið til. Líklegast þótti að Jói hefði komið höggi á hann með spýtu eða hrundið honum. Látið skína í það við Ólu og hún þess vegna verið svona hrædd. Öla sagði að hann hefði verið á nýjum leðurskóm, þeir hefðu verið svona hálir á sleipu fjörugrjótinu. Það mátti búast við málssókn út af þessu tiltæki. Kristján léti varla þetta líðast bótalaust. En ekkert svoleiðis kom fyrir. Það fréttist bara að Jói væri kominn austur á land til skyldmenna sinna. Hann hafði flutzt sem kaupamaður í þessa sveit, náð þar í snotra heimasætu og verið bú- inn að koma sér upp laglegum bústofni. Nú var þetta allt komið í hendurnar á Kristjáni Hartmannssyni. Flestum þótti ólíklegt að hann fengi það aftur. Það var kominn mikill búhugur í þann mann. Hann setti á hverja gimbur Jietta haust og lét plægja stórt stykki í túninu. Þegar Asdís frétti það varð hún að fá plæg- ingamanninn til sín. Hún ætlaði sér ekki að láta í minni pokann. Steinn gamli sagði að það yrði bráðum engar þúfur til í túninu ef hún léti svona. „Þá er að bylta um móunum fyrir utan túnið,“ sagði hún hreykin. Og árin liðu. Kristján var orðinn gildur bóndi á Grýtubakka. Hann var vel ánægður með bústýruna. Hún hefur alið honum óskabörn. Jón sonur hans var orðinn svo gamall að hann tekur hestinn sinn og ríður inn að Grýtubakka þegar honum dettur í hug. Hann hefur gaman af litlu systkinunum og færir þeim mynda- bækur, súkkulaði og fallega bolta. Rósa býst við að móðir sín þurfi ekkert að vita um það hvar drengur- inn er. Stundum fer hann með prestinum inn að Stað, þegar hann messar þar. Þá koma þeir báðir við á Bakka í heimleiðinni. Drengurinn segir mömmu sinni frá öllu, sem hann sá og heyrði. Hún hefur oft sagt honum að hann skuli ekkert Iáta ömmu sína vita að hann komi til pabba. Henni finnist það óþarfi. En einn mánudagsmorgun gleymdi hann allri var- færni og fór að segja Geirlaugu frá hvað hvolpurinn á Bakka sé fallegur á litinn og skemmtilegur að öllu leyti. Hann er nú bara búinn að bíta göt á fallega boltann sem ég gaf Arndísi um daginn svo hann er hálfónýtur. Amma hans var inni og séra Gísli líka. „Varð þá kirkjuferðin ekki lengri en að Grýtu- bakka. Er það þangað sem hann sækir guðsblessunina?“ spurði Karen amma, heldur stuttlega og sneri sér að séra Gísla. „Nei, nei, hann ríður með mér alla leið og kemur svo við á Bakka á heimleiðinni,“ svaraði hann með góðlátlegu brosi. „Hann hefur gaman af að sjá litlu hálfsystkinin fyrst hann hefur hvorki barn eða hvolp hér heima til að leika sér að.“ „Mér finnst það gæti nægt honum að fara svolítið sjaldnar inn eftir,“ sagði hún. „Því hann hefur áreiðan- lega farið oftar inn eftir en þegar hann er meðreiðar- sveinn þinn.“ „Það finnst mér ekki,“ sagði presturinn. „Fyrst drengnum þykir vænt um föður sinn hlýtur hann að hafa verið honum góður. Því þá ekki að lofa honum að heimsækja hann. Það leynir sér ekki að Kristjáni þykir mjög vænt um þær heimsóknir.“ „Kemur þú þangað lílta?“ „Já, auðvitað geri ég það. Það er gaman að koma þangað. Prýðileg umgengni utan bæjar og innan. Kon- an er lagleg og lítur út fyrir að vera vel ánægð.“ „Þau hafa ekki fyrir því að gifta sig. Mér finnst þú ættir að tala um það við þau. Það hefði minn maður áreiðanlega gert,“ sagði hún dálítið ströng á svip. „Það er óviðkunnanlegt að fólk búi svona saman, en honum fellur víst bezt að hafa eitthvað, sem er ekki vel frjálst í bólinu hjá sér.“ „Vertu ekki of dómhörð, tengdamamma,“ sagði prestur. „Þú verður að játa að konan var alfrjáls og hjúkrunarkonan líka. En ég held ég leggi ekki út í það að vanda um við Kristján. Ég gerði það einu sinni. Það var þegar Ásdís var farin að þykkna undir belti — og mátti þakka mínum sæla að sleppa burtu óbarinn.“ „Einmitt það,“ sagði maddaman. „Kannske það verði nú það næsta sem ég heyri að Jón minn sé farinn að ríða fram að Giljurn til að sjá það hálfsystkinið.“ „Hann hefur nú alltaf verið hálfgert holubarn, ang- inn Iitli,“ sagði prestur. „En hann er nú samt myndar- drengur og vel skýr. Ásdís hefur stundum verið að ráðgera að lofa honum að koma út að Hofi vegna þess að hann er fæddur hér. En ég vona að hún geri það ekki. Rósu þætti sjálfsagt leiðinlegt að sjá þau.“ „Svo Ásdís skammast sín svo sem ekki mikið fyrir þennan ,hóruson‘ sinn. Það er víst líka ástæðulaust þeg- ar hætt er að tala um það þó fólk búi saman ógift. Það er einnig margt fleira breytt til þess verra. Ég man ekki eftir að svona lagað væri liðið í minni sveit eða kæmi fyrir hér í sóknum meðan maðurinn minn var hér,“ rausaði hún og gekk snúðugt fram, áður en hann gæti svarað. Rósa stóð fyrir framan dyrnar og hrökk við þegar móðir hennar opnaði hurðina. „Hvað er nú þetta? Þú stendur hér eins og feiminn krakki og hlerar þegar ég er að setja ofan í við mann þinn,“ sagði Karen og brosti kuldalega. Framhald. Heima er bezt 67

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.