Heima er bezt - 01.02.1962, Side 35
37. Hvaða laumupoki skyldi þetta ann-
ars hafa verið. Eg stend lengi grafkyrr og
hlusta. Ég heyri ekki nokkurn skapaðan
hlut, aðeins sterkan hjartslátt minn. Ég
geng fram að hurðinni. Þar fyrir utan
heyrist hvorki hljóð né hreyfing.
38. Eg geng aftur út á túnblettinn og
hlusta og skima og gái síðan að húsa-
baki. Inni í skógarjaðrinum grilli ég
einhvern húskofa. Ég geng þangað. Og
þetta virðist vera gamall og hrörlegur
bruggunarkofi.
39. Ég læðist nær kofanum. Allt í einu
virðist mér ég heyra eitthvert þrusk og
hægfara hreyfingu innan úr kofanum.
Ég sný því frá dyrunum og geng að
næsta glugga. Þar gægist ég síðan inn
um glugga.
40. Þarna inni sé ég ískygilegan karl-
fausk. Elann er önnum kafinn við að
losa steina úr arin-steypuveggnum. Til
þess notar hann járnkarl. Að hverju er
maðurinn að leita?
41. Allt í einu fleygir hann frá sér járn-
karlinum og þrífur stafinn, sem stendur
upp við vegginn rétt hjá honum. Þetta
er sami stafurinn, er lá á þrepinu. Ég
þekki hann á gljáandi látúnskúlunni.
42. Maðurinn labbar út í eitt hornið
og dregur þar frá fortjald, og sést þar á
bak við gamall maður, grár fyrir hærum,
bundinn á höndum og fótum. Maðurinn
ógnar honum með stafnum og segir:
43. „Hvar er felustaðurinn! Svaraðu
strax! Þú ætlar að reyna að leika á mig,
en ég skal svei mér opna á þér kjaftinn!"
Svo reiðir hann stafinn til höggs, og ves-
lings karlinn er skjálfandi af ótta.
44. Nei, ég verð að grípa í taumana.
En hvað skal til bragðs taka? Þetta er
heljar risi og vopnaður! Ekki ræð ég við
hann. Jú. Ég þríf bút. er þar liggur, og
mölbrýt eina gluggarúðuna.
45. Svo tek ég til fótanna, án þess að
bíða eftir að sjá, hvað árásarmaðurinn
tekur til bragðs. Ég fleygði bútnum strax
frá mér og hleyp á harða spretti upp
fyrir húshornið.
Heima er bezt 71