Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 2
Skortir oss prek/ Fyrir nokkru birtust mælingar, er gerðar höfðu ver- ið til að kanna þrek íslendinga. Mælingar þessar sýndu, að allmjög skorti á, að íslendingar kæmust þar til jafns við aðrar þjóðir, t. d. Svía, þannig að fslendingur á bezta skeiði var að þreki til svipaður öldruðum Svía. V'afalítið hefur mörgum brugðið í brún við að heyra þetta, og ætla má, að það hafi orðið ekki fáurn býsna mikið áfall, því að innst inni höfum vér lengi trúað því, að sízt mundi oss skorta líkamlegt þrek við hverja þjóð sem væri. Og stærð og útlit íslenzks æskufólks er áreiðanlega til að styrkja þá trú. Miðaldra fólk er einnig myndarlegt fólk, og þeir, sem komnir eru á elli- ár, virðast ekki standa öðrum þjóðum að baki að vall- arsýn. Nú vitum vér að vísu ekkert um þrekmælingar eldri kynslóðarinnar í landinu, en þar er vissulega full- komið rannsóknarefni. Ekki er fullkunnugt um, hversu víðtækar eða ná- kvæmar mælingar þær, er hér um ræðir, eru. En naum- ast mundi höfundur þeirra gera þær að umtalsefni, ef ekki væri um sæmilega traustan rannsóknargrundvöll að ræða, þótt vera megi að betur verði gert. Vér verð- um því að svo komnu máli að gera ráð fyrir, að hér sé rétt með farið, og að ungir íslendingar séu þrekminni en jafnaldrar þeirra meðal norrænna þjóða að minnsta kosti. Þegar svo er komið hljótum vér að spyrjast fyr- ir um, hverjar séu orsakir þessa, til þess, ef unnt mætti verða, að ráða þar bót á. Dýrasti auður þjóðfélagsins er fólkið sjálft, og einskis má láta ófreistað til þess að varðveita kosti þess, og bæta úr brestunum, ef þeir eru kunnir. Ef þessar niðurstöður eru því réttar eigum vér einskis úrkosti annars en snúast gegn þeim með festu, leita orsakanna og reyna að finna ráð til úrbóta. Orsakirnar geta verið á tveimur sviðum. Annars veg- ar sé hér um að ræða veilu í líkamsgerð þjóðarinnar, sem sennilega væri þá arfgeng, en hins vegar væri or- sakarinnar að leita í þjóðaruppeldinu í víðtækustu merkingu orðsins. Fyrri orsökinni trúi ég vart, þótt ekki verði hún úti- lokuð, og mætti ef til vill í því sambandi benda á að svo virðist sem skaphöfn vor sé meira í þá átt að vinna í áhlaupum heldur en síga á. En ekki skal það atriði frekar rætt hér. Þegar kemur að uppeldinu, er það svo margþætt, að þar þarf lengi að grafa áður en allar rætur séu fundnar og raktar. I fyrsta lagi mætti hugsa sér, að eitthvað skorti á um mataræði, það væri eigi svo alhliða sem æskilegt væri. Varla er það sennilegt. Sú kynslóð, sem nú er að ná þroskaaldri og hin næsta á undan, hafa vfirleitt alizt upp við fjölbreytta fæðu, og vöxtur fólksins virðist taka af öll tvímæli um, að þar geti skort á nokkuð, sem valdið gæti úrslitum um þrek og þrótt. Þá kemur röðin að líkamsþjálfuninni. Sennilegt mætti teljast, að þar brysti eitthvað á um rétta með- ferð unglinganna. Sú hefur löngum verið trú manna, að líkamleg vinna ein nægði til að gefa unglingum þrek og þrótt, ef um leið væri séð fyrir nægjanlegri hvíld og fæði. En margt mun þó athugavert við þá skoðun. Enda þótt verulegur hluti þjóðarinnar þurfi að vinna hörðum höndum, gerast hinir hlutfallslega æ fleiri sem iðka lítt erfiðisvinnu, hvorki í æsku né á fullorðinsár- um. Fróðlegt væri að fá mælingar á þolni þessara flokka. Það er engan veginn víst, þótt menn stundi erfiðisvinnu, að hún veiti þá líkamsþjálfun, sem o'efur æskilegt þol eða þrek. Enginn dregur í efa, að sjó- mennsku fylgir mikið erfiði, en þó mun lítill vafi á, að fiskimennska á árabátunum gömlu veitti meiri þjálfun, eða eins og gamla fólkið sagði, það tognaði úr unglingunum á árinni. Allir unglingar landsins verja nú verulegum tíma af uppvaxtarárum sínum á skólabekk. Skólaskylduárin eru frá 7—15 ára aldurs, og allan þann tíma er 7—8 mánaða skólaseta á ári, margir unglingar bæta síðan við nokkrum skólavetrum alit upp að 10—12. Mikill þorri þessara unglinga vinnur erfiðisvinnu á sumrum, oft af miklu kappi við langan vinnutíma. Manni gæti dottið í hug, að hér væri um of miklar andstæður að ræða. Of mikið erfiði lagt á herðar óhörðnuðum unglingum yfir sumarið, en síðan kæmi veturinn með sífelldar kyrrsetur. Að vísu eiga skólaíþróttir og leik- fimi að bæta úr þessu, en víða skortir á um að íþrótta- skyldunni sé nægilega framfylgt, og vafasamt hvort menn hafa hitt á heppilegasta fyrirkomulagið í þeim efnum. Vér höfum sízt lengri skólasetu en tíðkast í nágrannalöndum vorum, og íslenzk skólaæska vinnur meiri erfiðisvinnu en í flestum löndum öðrum, svo að hinn óhagstæði samanburður getur varla stafað frá skólasetunni. En hins vegar er ekki fjarri að spyrja, hvort ekki sé einhverju áfátt í líkamsþjálfun skólaæsk- unnar, og hvort ekki sé full nauðsyn á einhverju þjálf- unarkerfi samhliða vinnunni, sem geri unglingana þol- meiri en nú er. 222 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.