Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 5
Hjónin Jón Benediktsson og Guðný Ólöf Magnúsdóttir, ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Ljósmyndin er tekin á heimili Kára Jónssonar i Reylijavik sumarið 1960. fjölhæfur. En þarna sá ég Jakob sem sagt í fyrsta sinn, og hann var tíu árum eldri en ég. Hann var fyrsti nem- andi í Prentsmiðju Odds Björnssonar. — Svo var það í annað skiptið. Eins og oft var í þá daga, var Eyjafjarð- ará ísilögð og Pollurinn dag eftir dag. Fjöldi manna var á skautum á Leirunni. Þá tek ég eftir ungum manni, sem skarar langt fram úr öllum hinum og leikur ótrúlegustu listir af mikilli leikni. Manngrúinn var búinn að slá hring um hann, og hann lék sér innan í hringnum. Þetta var Jakob. — Þeir voru margir góðir skautamennirnir í þá daga. Þorsteinn bróðir minn fór á skautum framan frá Grund og niður að Litla-Garði á tuttugu mínútum. Svo fer hann á skauta einu sinni sem oftar út á Poll, en þegar hann er kominn hjá Torfunefsbryggjunni, þá sér hann þar vök eftir skip, og nú var annað hvort að hrökkva eða stökkva, og hann hljóp yfir vökina. Það kalla ég býsna vel gert. — Seinna sá ég svo ýmsa góða skautamenn, eins og t. d. Gunnar Thorarensen og fleiri, sem alltof langt yrði upp að telja. En Gunnar var sér- staklega listfengur. — En Jakob Kristjánsson á enn eftir að skjóta upp kollinum. Þá er ég kom í prentsmiðjuna, var hann háseti á Súlunni hjá Sigurði Sumarliðasyni, ég man þetta svo vel. Hann var mikið umtalaður, myndar- legur, vel gerður og ágætlega íþróttum búinn. Hann var þarna á síld, svona upp á sport, eins og sagt er. Einu sinni fór hann á hjóli alla leið frá Reykjavík til Akur- eyrar. Það þótti saga til næsta bæjar þá. Hann er, að því er ég bezt veit, fyrsti íslenzki prentarinn, sem lærir á setjaravél, og hann kom með fyrstu setjaravélina til Iandsins, en þá vann hann í Prentsmiðjunni Rún í Reykjavík. Svo kemur Jakob enn við sögu, en þá kem- ur hann til Akureyrar með fyrstu setjaravélina til Norð- urlands 1926 og setur hana niður í Prentsmiðju Odds Björnssonar og kennir Sigurði á hana. — Hann var í Danmörku, ég held á eynni Mön, langa hríð, en kom hingað til lands eftir stríð, um það bil 1945, og settist að hér á landi. — Hvenær komst þú í prentsmiðjunar — Þá var ég fjórtán ára gamall, og hún var þá inni í Fjöru, í Aðalstræti 17. — Hve margir voru ‘þá starfsmennirnir? — Venjulega einn sveinn og tveir til þrír lærlingar fyrir utan Odd sjálfan, og af og til ein stúlka. — Og kjörin? — Þegar ég byrjaði, var þetta fimm ára nám, og kaup- ið var 10 krónur á mánuði fyrsta árið, 20 krónur á mánuði næsta árið og 30 krónur þrjú síðustu árin og tíu tíma vinna á dag. Það þætti erfitt núna. Oddur var mér mjög vænn, meðan ég var að læra og alla tíð, en hann var strangur. Já, það væri margt hægt að segja frá þess- um árum. Minn gamli vinur, Oddur Björnsson, var mjög fær í sinni grein og stórbrotinn og sérkennilegur per- sónuleiki, aðsópsmikill. Hann var í prentlistinni það, sem Kjarval er í málaralistinni,-og vandvirknin eins og sjá má af bókunum, sem prentaðar eru á þessum árum. Það var ágætt að vera þarna og oft setinn Svarfaðar- Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.