Heima er bezt - 01.07.1962, Side 6

Heima er bezt - 01.07.1962, Side 6
Hjónin Kristín Kristjánsdóttir og Benedikt Sigurðsson með börnum sínum. Myndin er tekin um 1910. dalur, og ekki versnaði vistin, eftir að Sigurður kom. Ég man vel eftir Einari á Ósi, hann lærði að nokkru Ieyti hjá Oddi. — Þú munt vera búinn að kenna mörgum? — Ojá, ég nefni aðeins nokkra, t. d. þá Sigurjón Sæ- mundsson, prentsmiðjustjóra á Siglufirði, hinn kunna og prúða söngmann, Óskar Guðnason, formann Hins ísl. prentarafélags, Stefán Traustason, verkstjóra í Eddu, og svo Sigurð O. Björnsson og Geir. Ég skal sýna þér prófverkefnið hans Geirs, kápuna á Sumctr gengur í garð, ég þarf að gefa þér áritað eintak. — Það hefur margt merkilegt komið fyrir, og marga merkismenn hef ég séð, þegar ég var að prenta. Guðmundur á Sandi kom einu sinni og maður með honum, ekki hár en þrekinn. Guðmundur heilsar Oddi og fer að kynna: „Þarna er nafni minn, frændi og vinnumaður.“ Svo kom séra Matthías: „Huhn, huhn, huhn, allir vinna fyrir sínu daglega brauði nema ég.“ En hann var búinn að vinna fyrir sínu daglega brauði alla ævina, blessaður gamli maðurinn. — Manstu eftir fleirum? — Já, til dæmis þegar Stephan G. Stephansson kom heim til íslands í boði ungmennafélaganna. Mikið var um hann talað þá, og við vorum einmitt að prenta eitt- hvað í sambandi við komu hans, og ég var að segja, að gaman væri nú að fá að sjá hann. Og viti menn, ekki líður á löngu, þar til Stephan kemur í prentsmiðjuna, tekur í höndina á mér og heilsar mér innilega. Mér eru sérstaklega minnisstæðir þessir þrír, er ég nú hef nefnt. Já, og eitt enn er mér mjög minnisstætt. Þá vorum við komnir, þar sem ritstjórnarskrifstofur Dags eru nú og þar sem Sonnenfeld tannlæknir er. Þetta var um það leyti sem Jakob Ó. Pétursson þýddi söguna, sem kom í Kvöldvökunum, Monu, og kom svo líka sérprentuð. Ég skal segja þér, vinur minn, að bókin var svo vel þýdd, að það var tiginborinn stíll á hverri einustu setn- ingu, og Jakob var mjög umtalaður um þær mundir. Jæja, svo er það einn dag, að inn í prentsmiðjuna snar- ast knálegur maður með leiftursnöggar hreyfingar. Þá segir Oddur: „Þarna er Jakob Ó. Pétursson frá Hrana- stöðum, sem þýddi Monu.“ Jakob átti seinna eftir að koma víðar við, eins og til að mynda að spila á fimmfalda harmoniku fyrir góðgerðarfélög, við kennslu, ljóða- gerð, blaðamennsku og meira að segja íþróttir. — Ertu ekki hissa, að hann skuli ekki hafa fengið verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar? — Jú, vissulega. — Mér þykir vænt um ritdóminn, sem hann skrifaði um Sumar gengur í garð, og þá sagði sr. Pétur Sigurgeirs- son: „Þama hitti hann naglann nákvæmlega á höfuðið.“ — Hvað um gamla vinnufélaga? — Eins og gefur að skilja, var stundum glatt á hjalla. Ætti ég að geta þess, þegar við Sigursteinn Magnússon ræðismaður vorum einu sinni einir í prentsmiðjunni. Við strákarnir vissum, að Oddur fór út í bæ, og nú var reynt að nota tækifærið. Og ég skal segja þér, ég held enginn hafi vitað um þetta nema við þrír, en við Sigur- steinn fórum náttúrulega að fljúgast á, og leikurinn barst inn á kontór. Þar losar Sigursteinn sig úr fang- brögðunum, skýzt fram og lokar, en þegar hann er að snúa lyklinum, snarast Oddur Björnsson inn í prent- smiðjuna og segir: „Hvar er Jón?“ Fátt varð um svör, en hvað heldurðu, að ég hafi ætlað að gera? Kontórinn var suður af prentsmiðjunni og gluggi í vestur og ekki meira en mannhæð úr honum til jarðar. Ég ætlaði að vippa mér upp á borðið og út og tukta Sigurstein til, og ég er á fjórum fótum uppi á borðinu, þegar Oddur kemur inn. Ekkert einasta orð var sagt, en það get ég sagt þér, að við Sigursteinn vomm heldur lágkúrulegir það sem eftir var dagsins, en það var ekki talað orð, og eitt þarf ég að segja þér: eftir að Sigurður kom, þá voru auðvitað oft lærlingar, og Oddur strangur, en 4 % : Ritdómur frá 1951 „SUMAR GENGUR í GARГ... Svo nefnist lítil bók, er Jón Benediktsson prentari hefur gefið út. Undirtitill bókarinnar er „íþróttamál IV.“ Þessi bók er með sömu séreinkennum og frumleika og hin fyrri íþróttamál: dýrðaróður til sólar og sumars, æsku og heilbrigði. Hver smáupphæð, sem látin er af hendi rakna í „höll æskunnar", eins og höfundur nefnir íþróttahúsið, vekur honum djúpa og einlæga gleði, svo að hann er knúinn af innra eldi til að grípa pennann og tjá þakkir sínar. í máli hans og stíl speglast sérstæðin persónuleiki, og frá hvoru tveggja andar hljóðri aðdáun á hreinleika og feg- urð. Búningur bókarinnar er svo vandaður, sem verið getur, og hefur höfundur sjálfur prentað hana. Teikning grunnmynda á lesmálssíðum hefur Jónas Jakobsson myndlistarmaður gert, en á hlifðarkápu frú Elísabet Geirmundsdóttir. Upplag bókarinnar mun vera mjög lítið. — /. Ó. P. m i) % . i % 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.