Heima er bezt - 01.07.1962, Page 7
Þorkell V. Ottesen.
aldrei klagaði Sigurður strákana, og ef þeir gerðu eitt-
hvert glappaskot, sem Oddur hlaut að komast að, þá
tók hann þau á sjálfan sig til þess að forða þeim undan
refsingu.
Þá þarf ég að segja þér sögu af Þorsteini Halldórs-
syni, hann er eiginlega hirðskáld prentarastéttarinnar,
já, þú kannast við hann, mikill vinur Sigurðar O. Björns-
sonar. Við Óskar Guðnason, sem var frískur og þrek-
mikill, höfðum gaman af að fljúgast á og ég kallaði
hann Long. Þegar okkur langaði í tusk, kallaði ég:
„Come on Long,“ og þá stóð ekki á því. Einu sinni
flugumst við Óskar á látlaust í 20 mínútur, og hinir
allir höfðu nóg að gera að halda við og passa, að ekki
færi allt úr skorðum, og nú segir Óskar mér, ég hitti
hann fyrir skömmu, að vinnusvuntan hans Sigurðar
frænda þíns Jónssonar, sem aldrei var neinn aukvisi,
hafi lent á milli okkar og Sigurður hafi togað og togað,
en aldrei náð henni, fyrr en við lágum í bræðrabyltu á
gólfinu. Og það get ég sagt þér, að við reiddumst aldrei
hvor við annan og fórum aldrei í illt.
Óskar Guðnason var sérstaklega hugvits- og uppfinn-
ingasamur — og húsbóndinn spillti þá ekki — söngmaður,
frábær eftirherma og íþróttamaður. Ég teymdi hann í
íþróttirnar. Þeir fengu sér oft í staupinu strákarnir, en
ég var bindindismaður, þó aldrei fanatískur, og ég þarf
að segja þér, hvernig þeir komu einu sinni brennivíni
ofan í mig, ég get ekki annað en hlegið, og ekki reiddist
ég. Þeir gerðu þetta, Sigurður O. og Óskar,-
Það var síðla sumars í dásamlegu veðri. Þá fórum við
Þorkell Ottesen á báti yfir Pollinn og rerum til austur-
landsins og fórum í bað, hvort sem það var nú í sjónum
eða undir einhverri fossbunu. Nú, þegar við komum
heim aftur, þá er heldur en ekki tekið vel á móti okkur.
Strákarnir hafa borið á borð niðursoðna ávexti, sem mér
hafa alltaf þótt sérstaklega ljúffengir. En hvað heldurðu
að þeir hafi gert? Þeir settu brennivín saman við löginn,
og þetta fann Ottesen undir eins og hélt meira að mér
bitunum en leginum. Þarna voru þeir að verki, Óskar og
Sigurður. Já, Þorkell Ottesen, blessaður drengurinn.
Þeir voru mikið saman, hann og Þorsteinn Halldórsson,
og það var segin saga, að þegar Goðafoss kom fvrir
tangann, þá voru þeir farnir að finna á sér. Eigum við
annars að snúa okkur að sögunni af Þorsteini Hall-
dórssyni. Hann kom slagsandi utan úr bæ, allmjög ölv-
aður, en þá í hvert sinn fór hann að sjá sýnir. Þegar
hann kemur að Hoepfnersverzlun, gengur hann upp á
steinstéttina, sem þar var í kring og að einum gluggan-
um. Þar sér hann mann og tekur til að bugta sig og
beygja og hinn sömuleiðis. Sér hann þá, að þetta er kurt-
eis höfðingi, svo að þeir taka tal saman, og segir hann
okkur seinna frá þessum manni. — Nú heldur Þorsteinn
áfram og upp á prentsmiðjutröppur, en þar snýr hann
sér fram og í vestur og sér þá í brekkunni sunnan við
hús Páls J. Árdals mannfjölda mikinn. Ávarpar hann
með sama mannfjöldann, hann var svo sem nógu gáfað-
ur til þess, blessaður. Þá kemur allt í einu kona nokkur
aðvífandi. Hún var einkennileg, trúuð og fór einförum,
og þá hrópar Þorsteinn upp yfir sig og segir: „Ó, Venus,
Jakob Kristjánsson.
Heima er bezt 227