Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 8
Kjartan Ólafsson, Jón Benediktsson, Óskar Guðnason.
ó, Venus,“ og skiptir það engum togum, að hann fer að
faðma hana og kyssa, og þau eru þarna í faðmlögum,
þangað til Kristbjörg Jónatansdóttir kemur og hrífur
konuna úr fangi skáldsins. Þá fer hann upp á tröppurnar
aftur og hneigir sig fyrir mannfjöldanum og biður hann
að bíða andartak, hann ætli að sækja munnhörpu, og svo
fer hann að spila, honum var allt til lista lagt, þessum
manni, og þegar ég hitti Þorstein vin minn Halldórsson
á hvítasunnudag núna inni í Laugardal, ég lagði lykkju
á leið mína til hans, þá minntumst við á kurteisa mann-
inn í glugganum á Hoepfnersverzlun, sem auðvitað var
hann sjálfur. — Já, það er ekki hægt að hafa sumt eftir
og setja á prent. Þetta var hunangsmaður, Þorsteinn, og
svo vel gefinn. — Og svo er það Þorkell minn Ottesen.
Þeir voru einu sinni þrír saman í bát allmjög við skál.
Fóru allir í sjóinn, er bátnum hvolfdi út af Torfunefs-
bryggju, en Ottesen kom þeim öllum á kjöl. Hann var
hraustmenni mikið og svo ágætur. Nú skulum við ekki
hafa meira af þessu, en ég þarf að segja þér frá því, sem
komið hefur fyrir mig, þegar ég hef verið að prenta.
Ég er ekki hjátrúarfullur. Trúi ekki á Grýlu eða Dúða-
durt, en þegar ég var að prenta Kuml og haugfé, þá skal
ég segja þér, var stöðug aðsókn að mér af lágum, þrekn-
um mönnum í sauðmórauðum fötum. Það voru mikil
brögð að þessu og óþægindi, og þegar þeir voru sem
aðsópsmestir og aðgangsharðastir, þá segi ég við þá í
fullri alvöru, að þeir skyldu snúa sér til Kristjáns Éld-
járns, þjóðminjavarðar, því að það er hann, sem hefur
rænt ykkur aleigu ykkar, en ekki ég. Þá sama sem tók
alveg fyrir aðsóknina. Ég rétt aðeins fann þá og sá þeim
bregða fyrir eftir þetta.
— Hefurðu orðið var við fleira þessu líkt?
— Já, það var annað. Þegar ég var að prenta kápuna
á Ritsafn Guðmundar á Sandi, var að ljúka við einn
litinn, þá var klukkan þrjár mínútur yfir hálfeitt um
dag. Þú veizt, hvar vélin stendur, og ég stend við hana
og er að beygja mig niður eftir pappír, og þá kemur
allt í einu Guðmundur Friðjónsson í svörtum frakka,
dökkur á brún og brá eins og hann var, snarast inn í
salinn og lítur á prentunina og hverfur svo. Ég sá
þetta svo greinilega, og það er eins satt og við erum
hérna tveir inni. Ég hef sagt Heiðreki frá þessu. Engin
óþægindi fylgdu sýn þessari. — Einu sinni, þegar ég var
að prenta Norðurljósið, sannfærðist ég um, að ég yrði
fyrir aðsókn frá kölska sjálfum. Hver sem það svo var,
þá veit ég, að það voru einhver ill öfl, sem ekki vildu
að orð Sæmundar að Sjónarhæð í Norðurljósinu kæmust
út. Og þetta gekk svo hrapallega að ég varð að biðja
Geir að korna og hjálpa mér. Ég vildi ekki vera að
kvabba á Meistaranum mikla með svona lítilræði, en ég
var nú ekki eins slunginn og Sæmundur fróði að leika á
kölska. Hvað heldurðu svo, að hafi bitið á hann? Ég
tók sálmana hans Sæmundar að Sjónarhæð og þuldi sem
mest, og það hreif. Kauði hvarf og kom ekki aftur. Og
til sannindamerkis skal ég sýna þér sálmana frá Sæ-
mundi. Síðar sérprentaði ég þá fyrir Sæmund og gaf
honum þá, mér þóttu þeir svo góðir. Og hann seldi þá
til ágóða fyrir barnaheimilið að Ástjörn. Ég er viss um,
að kölski óttast mest um veldi sitt bæði í jörðu og á fyrir
Sæmundi.
— Hafa þá aldrei borið fyrir þig sýnir utan prent-
smiðjunnar?
..ig*
'W/
Vísur
Konráðs Vilhjálmssonar
til Jóns Benediktssonar prentara eftir lestur
bókar hans, Vorboði íslenzkrar cesku.
Hugur Jóns er hreinn og skýr,
hjör úr þjóðarstáli.
Áhuginn er alltaf nýr,
örugg sókn í máli.
Hann hefur þjálfað tungu og taug,
trútt að verki gengið.
Æskuhöll og hreystilaug
höfum við því eins fengið.
Sá er hamrar heitast stál,
hugsjón snýr til þrifa,
jafnt um kvölds og morguns mál
mun í verkum lifa.
w,
i I
%
w.
228 Heima er bezt