Heima er bezt - 01.07.1962, Side 10
Prentarar d Akureyri 1930.
Efsta röð, frá vinstri: Þorkell. V. Ottesen, Kjartan Ólafsson, Sigurður Oddsson, Jens M. V. Buch, Sigurður Jónsson, Kristján
Sremundsson, Jón Benediktsson. Miðröð: Friðrik Asmundsson Brekkan (rithöf. og ritstjóri), Helgi Björnsson, Oddur Björns-
son, Ingólfur Guðmundsson. Neðsta röð: Stefán Traustason, Sigurjón Scemundsson, Snorri Askelsson.
leyst öll þau vandamál, sem rísa á sviði prenttækni og
prentvéla. Geir er sigldur og lærður í prentlistarskóla í
Ameríku, sem kunnugt er. Örn getur gert við vélar,
hverju nafni sem nefnast, er prentlistinni koma við, og
alla hluti milli himins og jarðar. Ef hann hefði verið
þegn hinnar miklu Ameríku, þá væri hann áreiðanlega
nú á meðal vísindamanna á Kanaveralhöfða. Það er
þessum ungu mönnum gott að koma og hjálpa mér og
kynnast þannig alvöru lífsins, er ég þarf á hjálp að halda.
— Þá er það hún vinkona mín, Guðbjörg Sæmundar-
dóttir frá Fagrabæ. Oft þarf ég að kalla: Guðbjörg mín,
gefðu mér fyrir vélina. Þá kemur hún mér til aðstoðar
með þetta eða annað, sem þörfin krefur í hvert sinn,
með handfimi sinni og hughreysti. Ég hef aldrei fundið
það betur en þegar ég var að prenta jafnerfitt verk og
Skín við sólu Skagafjörður, hvað sú aðstoð er mikils
virði. Nú vildi ég spyrja þetta góða fólk, hvort hjálp
þess sé eigi svo hefðbundin orðin, að ég megi kalla það
mér til aðstoðar sem hingað til, meðan við öll vinnum
saman. Hafi verið þörf, meðan ég var yngri, getur orðið
nauðsyn, er árum mínum fjölgar meir. Margra annarra
mætti geta að góðu, en nefna verð ég Bjarna Sigurðsson,
er sjálfmenntaður er í ljósmyndagerð og býr til öll
myndamót í prentverkinu annar en Geir. Má af öllu
þessu marka, að valinn maður er í hverju rúmi í P. O. B.
Þetta spjall okkar Jóns er þá á enda. Ég veit, að aldrei
hefur hvarflað að þeim Sigurði og Geir að setja hann
undir annarra stjórn, og ef ég þekki Jón rétt, veit ég,
að hann mun kunna að meta slíkt, enda vill hann hafa
sína hentisemi um vöndun vinnu sinnar og fara sínar
eigin leiðir. jMun og mála sannast, að fyrirtækið þarf
ekkert að óttast, þó að hann sé sjálfs sín herra, svo kunn-
ur er hann að vandvirkni og vinnusemi. Ætla ég hverri
stofnun það ómetanlegt að hafa slíka menn í sinni þjón-
ustu. Þá ætla ég og, að íslenzkri tungu og menningu sé
ekki lítils virði að eiga slíka hauka í horni sem Jón
Benediktsson prentari er. Gísli Jénsson.
230 Heima er bezt