Heima er bezt - 01.07.1962, Page 13

Heima er bezt - 01.07.1962, Page 13
eru enn betri í miklu frosti en leðurskór, og það var tekið fram að Sigurður hefði verið sérstaklega vel klæddur, eins og vænta mátti frá hendi hinnar forsjálu og ágætu stjúpmóður hans, en honum þóttu skórnir sínir gapa of mikið frá fótunum og var hræddur um að sandur myndi renna ofan í þá. Af því að hann var að flýta sér, lætur hann annan skóinn vera, þó honum þyki hann of rúmur, en dregur hinn saman. Þetta hefði hann ekki átt að gera, því seinna kom í ljós hvað háska- legt getur verið að hafa þrönga skó í hörkufrosti. Það er svo oft, að menn sjá það síðar, sem þeir þyrftu að sjá fyrr. Þarf ekki að orðlengja það, að þeir fara Einar, Þor- steinn og Sigurður, allir lausríðandi. Skeiðará, sem rennur skammt frá Skaftafelli og einatt er ægilegur faratálmi, féll nú milli skara, en var þó sæmileg yfir- ferðar. Þeim gekk vel út af Sandi, því færi var gott og veðrið stillt. Þeir lcomu út á fjöru afhallandi hádegi. Svo skiptu þeir sér. Sigurður kannar fjöruna austan- verða og Einar er skammt frá honum, en Þorsteinn fer vestur. Sagt var að hann hafi farið alla fjöruna vestur í mörk. Allir fóru þeir að tína saman fisk, því hann lá í hrönnum í flæðarmáli, þó víst mest þar sem Þor- steinn fór um. Fiskurinn var svo harðfrosinn, að fugl hafði lítið rifið hann. Þegar þeir Einar og Sigurður voru komnir nokkuð vestur fyrir miðja Skaftafells- fjöru, höfðu þeir tekið til þrjá hestburði af heillegum fiski. Þarna gáfu þeir hestunum heytuggu og fengu sér bita. Þá var mjög farið að líða á daginn, svo þeir bjugg- ust við, að Þorsteinn kærni til þeirra að vestan á hverri stundu. A fjörunni var glaðasólskin, og bærðist ekki hár á höfði, en það sjá þeir félagar, að framan í Öræfa- jökli þyrlaðist snjórinn upp nokkra stund, en fellur síðan niður aftur. Einar segir, að líklegast sé að eitt- hvað muni hvessa. Hann tekur hest sinn og fer til móts við Þorstein og mun hafa ýtt það nokkuð vel, því hann var á dugnaðarhesti, sem Toppur nefndist, vilj- ugum og skapmiklum, samt tók þetta drjúgan tíma. Lengst vestur á fjöru finnur hann Þorstein, sem var þá af kappi að tína saman fisk, en hafði ekki veitt athygli vindsveipnum á jöklinum. Þorsteinn var þá í blóma lífsins, og mjög mikill maður og kappgjarn. Er eðlilegt að hann langaði að bjarga sem mestu af fiskinum, sem lá þarna í flóðfarinu. Auðvitað hætti hann strax þegar Einar kom og þcir halda sömu leið til baka, hraðferð. Þegar þeir komu þangað sem Sigurður beið, þá var sólin að renna. Svo er fiskurinn látinn upp á hestana og haldið heimleiðis. Allir gengu þeir félagar á brodd- um. Scinna töluðu menn um að þeir hefðu átt að skilja fiskinn eftir og ríða heim eins og hægt var að komast. Ekki verður dómur á það lagður hér, hvort það hefði verið betra, því enginn veit hvernig þeim hefði gengið yfir Skeiðará um nóttina í aftakaveðri og náttmyrkri. Skömmu eftir að þeir lögðu af stað, brast á þá ofsa- rok af norðri með grimmdargaddi, ekki var ofanburð- ur, en snækófið af jöklinum, sandrykið og skarabylur- inn lokuðu allri útsýn, brátt dimmdi líka af nótt, og unt ekkert skjól var að ræða á hinni löngu leið til bæja. Hestarnir voru bundnir í lest. Einar teymdi þá, hann hafði tekið stefnu á Skaftafell og varð að sækja móti veðrinu. Sigurður hélt sér við hest sinn, en Þorsteinn fór síðastur og gætti þess að Einar breytti sem minnst stefnunni. Þetta var voðalegur barningur. Þegar þeir hafa afarlengi brotizt áfram kom Þorsteinn til Einars og segir að sér virtist hann sveigja heldur rnikið til aust- urs, það máttu þeir ekki, því varla var lífsvon fyrir þá í slíku harðveðri og í myrkri ef þeir lentu austur í ál- ana úr Skeiðará og fleiri vatnsföllum, sem kvísluðust víðsvegar um leirurnar. Þeir tóku því stefnu nokkuð vestar upp á Sandinn, þó það lengdi leiðina. Eftir þetta fór Þorsteinn á undan, því Einar var orð- inn slærnur í augunum af sandryki og snjófoki. Þeir ganga enn mjög lengi, þá lygndi dálítið og birti til, svo þeir sáu upp úr kófinu klettadranginn Þumal, sem gnæfir hátt á egg Skaftafellsfjalla. Þetta hjálpaði þeim til að rata á rétta leið. Svo herti veðrið aftur og varð ekkert betra en áður. Loksins eftir langa mæðu og strangt erfiði komu þeir að vörðu, sem var við veginn milli Skaftafells og Núpsstaðar og utan við miðjan Skeiðarársand. Þá var byrjað að birta af degi. Þarna taka þeir fiskinn af hestunum og skilja hann eftir. Þeir voru allir votir í fætur, en þó þeir væru með þurr plögg með sér var ógerlegt fyrir þá að hafa sokkaskipti vegna veðurs og hvað föt þeirra voru freðin. Nú fara þeir á bak og halda áfram eins og hægt var að komast. Þrátt fyrir þá mótspyrnu sem hestarnir fengu af veðrinu miðaði þeim þó miklu betur áleiðis en áður; rokið stóð meira á hlið svo Sigurður gat haft dálítið skjól af félögum sínum, sem reyndu að ríða áveðurs við hann austur Sand. Þegar þeir komu að Skeiðará, þar sem þeir fóru yfir hana morguninn áður var hún uppblásin af bládýpi og alófær. Skammt frá Skaftafellsbrekkunum vissu þeir af öðru broti, en er þangað var komið var það ekki held- ur árennilegt, klakastífla hafði myndazt á því vestan- verðu, sem náði austur fyrir miðja ána, svo aðalstraum- urinn lá að eystri skörinni. Því þurfti að fara brotið á móti, til að komast upp úr álnum. Þeir ákváðu samt að freista þess að fara þama yfir. Einar bauðst til að reyna ána, reiðhestur hans var fremur lítill, en harður af sér og ákaflega léttfær. Þeir hrundu hestinum fram af skörinni, sem var há, en vatn- ið tók honum ekki nema rúmlega á bóghnútu, svo fór Einar á bak og reið áfram. Hann varð að brjótast yfir klakahaftið á brotinu, það brast undan hestinum og um leið sprengdi straumþunginn mestan hluta þess burtu, en ofan við það hafði safnazt mikill grunnstingull. Hesturinn óð móti straumnum hægt en öruggt. Þegar komið var út í niiðja ána festist hann í grunnstinglin- um, hann stóð þarna fastur þó Einar reyndi ýmist að sveigja hann til hliðar eða knýja hann áfram. Vatnið tók hestinum á herðatopp. Framhald i nœsta blaði. Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.