Heima er bezt - 01.07.1962, Side 16

Heima er bezt - 01.07.1962, Side 16
þess vel að skilja enga smugu eftir óbyrgða, en eftir að hafa rannsakað. mjög vel allt um kring, var alls ekki nema um tvær holur að ræða. Að þessu búnu hélt ég heim, en ákvað að vitja grenisins eftir þrjá sólarhringa, taldi þá víst, að farið mundi að sneiðast um snarl í greninu. Eftir tilsettan tíma kom ég á grenið og reynd- ist mér þá auðvelt að ná yrðlingunum, en þá voru þeir reyndar fjórir. Nú lét ég það boð út ganga til oddvita, og sagði hverjum sem hafa vildi, að ég væri búinn að vinna grenið, og gerði oddviti engar athugasemdir við það, en hreppstjórinn, Guðmundur Jósepsson, stakk því að mér, að venjan væri sú, að sýna að minnsta kosti skott- in af dýrunum í byggð, og sagði að mér kæmi vel að oddviti væri ekki tortrygginn. Þó ég léti ekki á því bera þá sárnaði mér þetta nokkuð, þótt ég fyndi að þetta var gullsatt, og ákvað að reyna að ná refnum þó að það kostaði mig að rífa og sprengja allt grenið í loft upp. Velti ég nú fyrir mér hvernig bezt væri að ná refnum með auðveldu móti áður en ég réðist í nokkur stórræði. Maron sonur minn var þá 9 ára, ótrauður og fyrirtektasamur. Spyr ég hann hvort hann myndi þora að skríða inn í hellinn og freista þess að finna refinn. Ekki stóð á svarinu og var það jákvætt. Eftir mikil heilabrot um hvaða tæki myndu heppilegust við tiltæki þetta, afréð ég að hafa með okkur lipra en sterka kað- alhönk, blað af barnaskóflu, efni í bátssvigaband ca. 9 feta langt og: stutt en gilt sterin-kerti ásamt eldstokk. Seiruii part dags í yndælisveðri lögðum við af stað fjögur, Alaron, ég, dóttir mín og tengdadóttir. Þegar upp að greni kom tók ég til við að binda skóflublaðið á reijuna örugglega, beygði því næst blaðið í vinkil eða vel það, lagðist því næst á magann framan við munn- ann og tók til að skafa rás í sandbunguna sem næst því er refurinn hvarf. Þegar ég hafði unnið að þessu sem mér líkaði, bræddi ég kertið fast á enda reijunnar, kveikti á því og ýtti henni inn svo langt sem hægt var, utan við rásina sem ég gróf. Því næst lagðist Maron niður við munnann og brá ég kaðlinum um fætur hans og hnýtti rækilega að. Nú las ég honum textann. Skríða inn eftir rásinni sem flatastur og taka vel eftir öllu þegar hallaði niður, og umfram allt að snúa sér ekki við hvernig sem á stæði, því þá gæti farið svo að hann yrði fastur. Skríður nú piltur inn, en ég gef eftir kaðalinn og tökum við eina æfingu áður en hann hef- ur Iengra farið og gengur það prýðilega. Heldur hann nú lengra áfram, en ég gerist ofsaspenntur og kalla von bráðar hvort hann sjái nokkuð, en hann svarar neitandi. Eftir stutta stund kallar hann: „Hér er hann, pabbi,“ ég kalla á móti hvort hann haldi að refurinn sé lifandi, en hann kveðst ekki vita það, hann horfi á sig. Held ég nú kaðlinum föstum og hugsa málið. Ekki var úti- lokað að refurinn væri tórandi og bezt að fara að öllu með gát, en hvernig átti ég að fá fullvissu. Þá dettur mér kertaljósið í hug og kalla til Marons að taka um stöngina, sem ljósið væri á, færa hana varlega að refn- um og bera kertið undir trýnið á honum og taka vel eftir hvort hann hreyfði höfuðið, og segja mér hvað gerðist. Gerir hann þetta en kallar að vörmu spori, að rebbi hreyfi sig ekki. Kalla ég þá feginn á móti og segi honum að taka óhræddur í hann, og þannig var það, að ég dró strákinn öfugan en hann dró refinn. Þegar heim var komið sýndi ég refinn tveim mönnum og sagði þeim hversu til hefði tekizt og taldi nú fullsannað að hann hefði verið helskotinn eins og ég hafði skýrt frá. Heimsókn skáldsins Framhald af. bls. 231__________________________ inn. Þegar kom að húsdyrum á Sigurhæðum kvödd- um við. Öldungur og höfuðkempa íslenzkra skálda þeirra tíma á Islandi, rétti okkur höndina, hverjum af öðrum. Sú var ekki þunn eða mjó. Kræklurnar okkar sukku og hurfu í hans miklu, heitu greip. Við vorum léttir í skapi og greiðstigir spölinn til baka, heim í skóla. Það var ekki á hverjum degi, að slíkur maður villtist inn til okkar. Hér gafst óvænt tækifæri til að vera drjúga stund í návist nafnfrægs manns og hlýða á mál hans, þessa mikla andans jöfurs. Hann var svo háttvís að fara ekki að ræða um innblás- inn skáldskap, vísindi eða einhverja háfleyga speki, sem farið hefði fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. Hann hleypti ekki hærra eða hraðar en svo, að við gátum fylgzt með honum og misstum hann ekki út í himin- geiminn í eldlegum vagni andagiftar sinnar. BRÉFASKIPTI Borgþór Jóhannsson, Ásunnarstöðum Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum víð pilta eða stúlkur á aldrinum 11— 13 ára. Stefania R. Jóhannsdóttir, Ásunnarstöðum, Breiðdal, S.- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrin- um 10—12 ára. Fjóla Jóhannsdóttir, Ásunnarstöðum, Breiðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 9— 11 ára. Þóra S. Guðjónsdóttir, Syðstu-Fossum, Andakílshr., Borgar- firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Jóhanna Þórðardóttir, Kvígsstöðum, Andakílshr., Borg., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16— 18 ára. Magnfriður Þórðardóttir, Kvígsstöðum, Andakílshr., Borg., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17— 19 ára. Guðný Sölvadóttir, Sólbrekku, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára. Ósk Sölvadóttir, Sólbrekku, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum viz pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Guðríður Flannesdóttir, Suðurgötu 87, Akranesi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—15 ára. — Mynd fylgi. 236 Fleima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.