Heima er bezt - 01.07.1962, Side 17

Heima er bezt - 01.07.1962, Side 17
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Vegabréfih Snemma í júnímánuði í sumar var ég staddur á lögreglustöðinni í Reykjavík. Erindi mitt jiang- að var að fá endurnýjað ökuskírteinið mitt. Það var orðið 5 ára gamalt, en samkvæmt ís- lenzkum lögum verða allir bifreiðarstjórar að fá öku- skírteini sín endurnýjuð á fimm ára fresti. En til jiess að á skírteini endurnýjuð verða rnenn að leggja fram með beiðninni tvö vottorð. Annað frá einhverjum augnlækni um jiað, að sjónin sé góð, en hitt frá sak- sóknara ríkisins, og er jrað nefnt sakavottorð. Er jiað vottorð um jrað, að viðkomandi bifreiðarstjóri hafi ekki gerzt þannig brotlegur við lög landsins, að jiað hindri hann frá jrví að mega stýra bifreið. Þessi vott- orð eiga að tryggja það, að enginn óhæfur bifreiðar- stjóri setjist undir stýri á bifreið. Við hlið mér við afgreiðsluborðið á lögreglustöðinni stóð maður, sem ekki var að endurnýja ökuskírteini, heldur vegabréf til útlanda. Hann jmrfti líka að leggja fram ýmiss konar vottorð og á vegabréfið var skráður aldur mannsins og heimilisfang, hæð og augna- og háralitur. Á vegabréfið var svo límd mynd af mann- inum og sarna var líka gert á ökuskírteini mitt. Við gcngum svo báðir samtímis út úr lögreglustöðinni, — annar með skírteini um að mega stýra bifreið og er jrað nefnt ökuskírteini, en hinn með skírteini um j>að að mega óhindraður ferðast til útlanda, en jiað skírteini er nefnt vegabréf. Við vorum báðir fullorðnir menn, sem oft höfðum fengið endurnýjuð og útgefin slík skírteini, en j>ó býst ég við, að við höfum báðir glaðzt yfir því í huganum að hafa átt fullan rétt og krtífu til sh'kra skírteina, jrví að glata þeim rétti er glötun á al- mennum mannréttindum, og á bak við slíkan missi rétt- inda, liggur venjulega sorgarsaga. En í sambandi við þessi skírteini eða vegabréf, vil ég rifja hér upp stutta sögu: Þar sem þjóðlönd liggja saman, og hvorki höf eða stórfljót aðskilja löndin, eru landamæri. — Þessi landa- mæri eru mörkuð á landabréfin og víða eru víggirð- ingar á landamærunr og landamæraverðir. — Þegar styrjöld geisar, eða stríðshætta er yfirvofandi eru víg- girðingar auknar og eftirlitið hert. Eg hef aðeins einu sinni staðið á merkilegum landa- mærum. Það var vorið 1923 á landamærum Danmerkur og Þýzkalands. Þá voru liðin nær því fimm ár frá því fyrri heims- styrjöldin endaði, sem stóð árin 1914—1918. Eftir þá heimsstyrjöld voru landamæri víða ákveðin eftir þjóð- aratkvæðagreiðsiu. Var þá landamærafólkið látið greiða atkvæði um það hvoru landinu það vildi fylgja og eftir úrslitum í atkvæðagreiðslunni voru svo landamærin lögð. Eg kom að iandamærunum um hádegisbilið með danskri járnbrautarlest. Fólkið var látið fara út úr lestarvögnunum og svo gekk það í gegnum stórt hús, sem byggt var á sjálfri landamæralínunni. Þar voru vegabréfin athuguð og farangur tollskoðaður og far- þegurn svo leyft að ganga í gegnum húsið og út Þýzka- landsmegin. Mitt vegabréf gilti aðeins fyrir Norður- lönd, svo að ég átti ekki rétt á að fara inn í Þýzkaland. * M I fPRi ' " IH’ I ^ F:: ■■ - I í,' > '* yA’'11 B \ /y ** B V ' .. 't.j b 1 4 /* WfM

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.