Heima er bezt - 01.07.1962, Side 18

Heima er bezt - 01.07.1962, Side 18
Ég varð því þarna eftir í „landamœrahi’isinuu, og fór svo norður til Askov með næstu járnbrautarlest. Þessa dagstund, sem ég dvaldi þarna við landamærin, kynntist ég ofurlítið ýmsum vandamálum landamær- anna. Allir vita að Suður-Jótland er ekki mjög breitt þarna á milli Norðursjávar og Eystrasalts og engar víggirð- ingar sá ég þarna í nánd við járnbrautarstöðina, enda friður þau árin, en landamæraverðir vopnaðir riffli og sverði í slíðrum, stóðu þarna með stuttu millibili á milli hafanna, allt frá Eystrasalti að Norðursjó. Ég hitti einn landamæravörðinn að máli og sagði hann, að mér væri velkomið að ganga nokkra metra inn á þýzkt jand, ef ég gengi við hlið sér. Ég hugsa að við höfum gengið samhliða 50—100 metra inn í Þýzkaland og til baka aft- ur að landamærunum. Ég spjallaði svo um stund við þennan alúðlega landamæravörð, sem sagði mér ýmis- legt frá starfi og erfiðleikum þessara varðmanna. Þótt atkvæðagreiðslan skæri úr um landanrærin í stórum dráttum, þá voru þó ýmis vandamál í sam- bandi við það, hvernig línan var dregin. Sums staðar skar línan í sundur akurlöndin þannig, að bóndi Dan- merkurmegin átti ef til vill hálft land sitt fyrir sunnan línuna, og annar bóndi Þýzkalandsmegin átti ef til vill kartöflu-akur Danmerkurmegin. Börnin, beggja megin frá, léku sér saman daglega. Ekki gátu landamæraverð- irnir bannað leik þeirra. Verst var þó með tolleftirlit- ið. Markið þýzka var svo lágt, að ég gat keypt 100 þúsund mörk í seðlum fyrir 2 krónur og 50 aura danska. Allar þýzkar vörur voru því hræ-ódýrar, ef danskir peningar voru í boði. Eins var það, ef ein- hver gat selt svín eða annan sláturgrip suður fyrir landamærin, þá fékk hann milljónir marka fyrir hann. Sagði hann mér að danskur bóndi hefði getað selt á laun sláturnaut suður fyrir landamærin, en þegar hann kom heim þá hafði kaupandinn mistalið greiðsluna um eina milljón. Seljandinn átti að fá 9 milljónir en kom ekki heim með nema 8 milljónir. Margar slíkar sögur sagði landamæravörðurinn mér, sem allar lýstu vandamálum landamæranna og fólksins, sem við landamærin býr. Grimmasta landamæravarzla, sem þekkzt hefur síð- an sögur hófust, er nú í Berlín á Iandamærum Austur- og Wstur-Þýzkalands. Eins og áður er sagt, má enginn fara yfir landamæri, nema sýna vegabréf. Eru vegabréfin litlar bækur eða spj öld með álímdri mynd af manninum, sem vegabréf- ið á, og áritun sýslumanns eða lögreglustjóra um það, að maðurinn sé frjáls ferða sinna. Víða eru víggirðingar á landamærunum og vopnað- ir verðir, sem skjóta á hvern þann mann, sem reynir að laumast yfir. Ef ríkin sitt hvorum megin við landa- mærin eru óvinveitt hvort öðru, eða eiga í styrjöld, þá cru landamæraverðirnir miklu harðskeyttari. Á seinni hluta 19. aldarinnar var uppi í Frakklandi frægur málari, sem Gustav Doré hét (f. 1833; d. 1883). Málverk hans eru þekkt víða um heim. Einhvern tíma þurfti hann að fara frá Frakklandi til Sviss, en hafði giatað vegabréfinu, er hann kom að landamærunum. Vörðurinn neitaði að hleypa honum yfir landamærin af því að hann var vegabréfslaus. Nú var úr vöndu að ráða. Hinn frægi málari sagði til nafns síns og sagðist vera málarinn Gustav Doré. Hann bjóst við að frægð sín gilti sem vegabréf, og hann fengi að fara óáreittur yfir landamærin. En landamæravörður- inn var bundinn af lögum og ströngum reglum. Hann sagðist ekki vita, hvort þetta væri hinn frægi málari, sig vantaði sannanir. Þá hugsaði málarinn sig um stundarkorn. Síðan greip hann málaragrindina, strengdi á hana léreftið, og á ör- fáum mínútum dró hann upp mynd af umhverfinu, svo skýrt og af svo mikilli list og leikni, að jafnvel sljór og þrjózkur landamæravörður, hlaut að viðurkenna, að þetta gæti enginn annar verið, en hinn frægi málari. Þessa Iistfengu mynd gat enginn annar gert á svo skammri stundu. — Þessi mynd varð vegabréf málar- ans yfir landamærin. Ekki er ég viss um að allir ungir lesendur skilji til fulls gildi eða tákn þessarar sögu um málarann, sem átti sitt vegabréf í list sinni. En þessi saga á að vera sönn. Oft er skólaæskan og öll ungmenni líkt stödd og ferðamaður við landamæri. Hann kemst ekki áleiðis yfir landamærin, ef hann skortir vegabréf. Við marga landamæralínu á menntabrautinni, þarf að leggja fram vegabréf, til að fá að halda ferðinni áfrm. Þessi vega- bréf eru prófskírteini af ýmsum gerðum. Um þessi vegabréf gilda strangar reglur, þótt verðirnir séu ekki vopnaðir. Undanþágur er erfitt að fá og engin vottorð duga þar frá læknum eða lögreglustjórum. En þótt öllum skólaprófum sé lokið, þá er þó öllum þörf vegabréfa á lífsleiðinni, þegar komið er út í lífs- baráttuna. En þau vegabréf eru aldrei skráð eða stimpl- uð. Það eru sams konar vegabréf og vegabréf málar- ans, sem þar gilda. Meðfæddar gáfur og mannkostir eru þar efst á blaði, en háttprýð framkoma, fögur rit- hönd, fróðleiksfýsn og hjartahlýja, varða gæfubraut ungmenna, og gilda sem vegabréf í samvinnu og félags- h'fi. Ekki eru allir gæddir listagáfu, eins og franski mál- arinn, sem gat með list sinni sannað hver hann var, en mannkostir og háttprúð framkoma hafa oft sama gildi á ókunnum stað. Það er hið göfuga vegabréf, sem hvert ungmenni, stúlka og piltur, leggja fram á lífsleiðinni á stærstu stundum lífsins. Stefán Jónsson. 238 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.