Heima er bezt - 01.07.1962, Síða 23

Heima er bezt - 01.07.1962, Síða 23
heyrði Ásta sagt rétt hjá sér. Hún þokaði sér nær, svo hún heyrði betur. „Það lítur út fyrir það,“ svaraði djúp karlmanns- rödd. „Fjandi öfunda ég hann.“ „Þú heldur það,“ svaraði sá, er fyrr hafði talað. „Ég held ég vildi ekki lenda í klónum á henni, hún er eins og köttur í eðli sínu, hefur nautn af að kvelja, og hún á eftir að sýna honum sitt sanna eðli, vertu viss, en ekki fyrr en eftir brúðkaupið, — ég þekki kerlu ofur- lítið. Sérðu svipinn á Karlsen? Það er ekki beint hægt að sjá að hann sé ástfanginn.“ Karlsen ruddi sér braut til þeirra móður sinnar og Ástu. „Sælar,“ sagði hann og reyndi að vera glaðlegur. „Halló, frænka litla!“ Hann kjáði framan í bamið, sem skríkti á móti og spriklaði fótunum. „Sú er kát,“ sagði hann og tók um litlu, feitu hend- urnar hennar. „Má ég aka henni heim?“ „Já, ef þú vilt,“ svaraði Ásta brosandi. „En ætlar þú ekki að fara í bílnum, mamma þín kom í honum.“ „Nei, ég ek sjálfur heim,“ sagði hann hlæjandi og tók um handfang barnavagnsins. Sólveig kom nú að og tók undir handlegg hans. „Ég er hérna með bíl, Kalli, komdu nú.“ „Ég ætla að ráða því sjálfur, hvernig ég fer heim,“ sagði hann og gekk af stað. „Þá er bezt að ég labbi með þér.“ Sólveig reyndi að ldæja, en sendi Ástu ískalt augnaráð. Ástu leizt ekki á blikuna, ætlaði heimkoma Kalla að byrja svona. Þau væru vís til að fara að rífast. Þegar Sólveig var í þessum ham, sveifst hún einskis. Heima beið Ingunn með heitt kaffi og rjómakökur. Ivarlsen tók þá litlu upp úr vagninum, en fórst það svo óhönduglega, að Ásta fór að hlæja og bauðst til að taka við henni. „Honum veitir ekkert af að fara að æfa sig,“ sagði Sólveig. Það var eitthvað í röddinni, sem kom Ástu til að líta spyrjandi á Karlsen. Sólveig fór ekki fyrr en seint um kvöldið. Og þá varð Karlsen að fara með hana í bílnum. Karlsen var svipþungur, þegar hann kom aftur, og fór strax inn í herbergi sitt. Þar sat hann lengi og lék á slaghörpuna, fyrst tryllingsleg lög, en svo smám sam- an rólegri, og að lokum alltaf sama lagið. Ásta mundi fyrst ekki, á hvað lagið minnti hana. Svo skaut því allt í einu upp í huga hennar: Eftir þessu lagi höfðu þau Kalli dansað á fyrsta ballinu sínu. — Var hann að hugsa um það núna? Flún gekk út á svalirnar og horfði yfir bæinn. Allt í einu varð hún þess vör, að Karlsen kom út. Hún ætl- aði þegar inn aftur án þess að láta hann sjá sig, en það var of seint. „Ásta, farðu ekki,“ bað hann og tók um axlir henni. „Ertu að gráta, hvað er að?“ Rödd hans var svo ólík því, sem hún átti að vcnjast, að Ásta leit upp. Það var ekkert bros í augum hans nú, aðeins áhyggj- ur og myrkur. „Ásta, hvað á ég að gera? Ég er kominn í sjálf- heldu.“ Hann gaf enga frekari skýringu á orðum sínum, bara stóð og vafði hana að sér. — Honum þykir vænt um mig, hví skyldi ég reka hann frá mér? hugsaði Ásta æst. Eg hef alveg eins mik- inn rétt og Sólveig. Hún vafði örmunum um háls hans og þrýsti sér að honum. Hægt og spyrjandi tók hann undir höku hennar og horfði í augu henni. Þau vöknuðu sem af draumi við grát telpunnar. Ásta ýtti honum frá sér og gekk inn. Hann heyrði að hún sneri lyklinum í skránni. Lengi sat hann úti á svölunum, reykti og horfði út yfir bæinn. Bara að hann gæti losnað við Sólveigu, en það yrði sjálfsagt ekki auðvelt. Hún myndi ekki hætta. fyrr en hún hefði sigrað hann. VIII. Swnar í sveit — Þau fluttu í sumarbústaðinn daginn eftir. Sveinn hjálpaði þeim, þar sem farangurinn var of mikill á einn bíl. Hann bað Ástu að vera í sínum bíl, svo hann vrði ekki einn. Ingunn bauðst til að sjá um nöfnu sína, svo Ásta hafði enga gilda afsökun og fór því með honum. Hann var kátur og spaugsamur, svo hún hreifst með og skemmti sér hið bezta. „Ég er vinur þinn, Ásta, mundu það,“ sagði Sveinn um leið og hann ók í hlað á sumarbústaðnum, og horfði alvarlega á hana. Húsið stóð á tanga, sem skagaði fram í blátt, lítið vatn. Skógarkjarr óx í ásnum handan vatnsins, og berja- lyngið þakti þúfnakollana og lautirnar. í húsinu voru þrjú herbergi og eldhús, lítið hús, en snoturt, hlýtt og bjart. Ingunn sat úti og gætti nöfnu sinnar, meðan þau hin komu dótinu fyrir. Það gekk bæði fljótt og vel. Karl- sen varð aftur að sama káta stráknum, sem hann hafði verið, þar til Sólveig kom aftur til sögunnar. Hann gekk með blúndusvuntu og uppbrettar ermar, þvoði upp og kom öllu í lag í cldhúsinu, áður en farið var að elda kvöldmatinn. Ásta vissi, að Sólveig hafði keypt miða í leikhúsið fyrir þau Karlsen. Kvöldið leið, og Sveinn kvaddi og hélt í bæinn, en Karlsen fór ekki. „Við skulum skoða umhverfið,“ sagði hann við Ástu. „Ásta mín, farðu bara, við nafna förum að sofa,“ sagði Ingunn, og þá dugðu engin mótmæli. Þau gengu meðfram vatninu og léku sér að því að fleyta kerlingum. Ásta var mesti klaufi, en hló því mcir. Fjórir svanir syntu á vatninu, reigðu langa háls- ana og litu virðulega út. Loks komust þau upp á ásinn, lafmóð og hlæjandi. Þar settust þau í lítinn hvamm og horfðu út yfir dal- inn. Alilli trjánna glitti í vatnið. í fjarska sást blá rönd, Heima er bezt 243

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.