Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 25
fyrst ekki einu orði upp fyrir reiði, en áttaði sig svo brátt og brosti sykursætu brosi. Með hálfluktum aug- um dró hún hann niður í sófann við hlið sér, fyllti glasið og fékk honum. Nokkur andartök horfði hann ofan í glasið, svo saup hann á því. Sigri hrósandi horfði hún á hann súpa aft- ur og aftur á glasinu. „Þú komst þó að lokum til mín,“ gat hún ekki stillt sig um að segja. „Gat hún ekki haldið þér hjá sér lengur, ástin þín?“ Karlsen fékk sér aftur í glasið og drakk. „Ég þarf að minnsta kosti ekki að hella mig fullan til að fá mig til að snerta hana, eins og þig,“ svaraði hann hörkulega, drakk í botn úr glasinu og sneri sér að stúlkunni. „Asni,“ hvæsti hús. „Ætlarðu að drekka þig blind- fullan!“ Hún tók flöskuna og setti hana á gólfið. „Ég verð að fá mér eitthvað, sem eykur mér kjark, áður en ég fæ mig til að snerta á eiturnöðru eins og þér,“ svaraði hann og tók hana í fang sér. „Kysstu mig!“ skipaði hann og seildist eftir flöskunni. „Þú ert ekki beint blíður elskhugi, Kalli,“ kurraði hún eins og dúfa. Það rétt rifaði í augu hennar, sem skutu eldingum af reiði, þótt hún reyndi að hafa vald á sér. „Andskotinn éti þig! “ svaraði hann og leitaði eftir rennilásnum á kjólbaki hennar. „Þú gerir mig brjál- aðan!“ „Getur hún kveikt svona vel í þér?“ spurði Sólveig háðslega. Karlsen beit saman tönnunum. „Þegiðu, eða ég geng þannig frá þér, að þú reynir ekki að tala um Ástu við mig!“ Hann tók báðum hönd- um í kjólinn og svipti honum sundur að aftan frá mitti og niður úr. „Það verður dýrt fyrir þig, ef þú ætlar að fara svona með alla ntína kjóla,“ sagði hún og henti honurn upp í horn.------- Þulurinn í útvarpinu bauð góða nótt, og svo var þjóðsöngurinn spilaður. Síðan var allt hljótt um stund, en svo heyrðist hlátur. Konuhlátur, sigrihrósandi, og vissa urn vald sitt. Ingunnirnar og Ásta voru mest einar upp í Fagra- nesi, en svo hét sumarbústaðurinn. Karlsen kom stöku sinnum heim, en stóð venjulega stutt við. Hann lék sér við barnið, og hún var farin að skríkja til hans, bæði frá mömmu sinni og ömmu. Það var eins og hún hefði sefandi áhrif á æstan hug hans. Þær áttu von á að sjá hann kominn með hring einhvern daginn. Þær vissu ekki annað, cn hann væri hjá Sólveigu, en það var ekki svo. Hann hafði ekki séð hana síðan nóttina góðu. Hann var að safna kjarki til að segja Ástu eins og var, og biðja hana að giftast sér. Læknirinn sem Sólveig hafði lcitað til, sagði honum, að Sólveig ætti ekki frek- ar von á barni en hann sjálfur. En svo tók hann sig á og sagði, að það gæti samt verið, þó hún hefði ekki leitað til sín, það væru aðrir sérfræðingar, sem hún kynni að hafa leitað til, þó hún kæmi ekki til sín með alla smákvilla. Karlsen var því enn í sömu óvissunni, hvað þetta snerti. Sólveig var aftur á móti búin að panta hringana á Karlsens nafni. Þeir áttu að vera til og hægt að ná í þá, hvort heldur væri á nótt eða degi. Svo sendi hún Karlsen og Ástu aðgöngumiða að dansleik í nafni Sveins, en Sveini aftur í nafni Karlsens. „Farðu bara,“ sagði Ingunn við Ástu, sm var á báð- um áttum. Þú skalt reyna að skemmta þér vel, en hefði allt verið, eins og það ætti að vera, væri það Kalli en ekki Sveinn, sem byði þér í kvöld.“ Ásta fór í nýjan og fallegan kjól, burstaði hárið þar til það glóði og bar varalit á sig. Sveinn var ekki kom- inn, þegar þau Karlsen komu að samkomuhúsinu, en þjónninn vísaði þeim að borði, sem tekið hafði verið frá handa þeim. Hljómsveitin var ágæt, og Haukur söng. Ásta komst strax í gott skap. Þau fóru að dansa, gólfið var hált, svo létt var að dansa, enda sveif Ásta létt eins og fiðrildi. Sólveig hafði hringt til Sveins og sagt honum, að Karlsen bæði hann að taka sig með, þar sem hann mundi koma of seint til þess sjálfur. Þau gengu inn í salinn rétt áður en Ásta og Karlsen luku dansinum. Sólveig kipraði augun. „Það verður margt öðruvísi í fyrramálið, drengur minn,“ hugsaði hún og horfði á Karlsen, sem ekki hafði enn tekið eftir henni. Sólveig sá um að halda víninu að Karlsen. Hún hafði tvo væna pela í handtösku sinni, og þeir voru aðeins ætlaðir þeim tveim. Karlsen dansaði ekki meir. Eftir því sem hann drakk meir, varð hann daprari. Honum var nú orðið ljóst, hvernig Sólveig hafði leikið á þau, þegar Sveinn fór að þakka honum fyrir boðið. Nú var dansaður hringdans, og fyrr en varði, var Ásta farin að dansa við mann, sem hún þekkti vel. „Friðgeir,“ stundi hún upp, „þú ert þá hér!“ Reiðin blossaði upp í henni. „Hvað vilt þú mér?“ „Hvað ég vil þér? Nú bara að sjá þig, fyrst ég var í bænum.“ Ásta reyndi að losa sig. Hún fann nú, að þótt hún hefði talið sér trú um, að einhverjar viðkvæmar tilfinn- ingar bæri hún enn í brjósti til þessa manns, þá voru þær nú örugglega dauðar. Hún fann aðeins til kulda og gremju við að sjá hann. „Þú ert skrambi sæt enn, Ásta,“ sagði Friðgeir og herti takið um rnitti hennar. Það var megn vínlykt af honum. Það hlaut líka að vera, alls gáður hefði hann ckki haft kjark til að tala við hana. Þegar svrpan var búin, elti hann Ástu yfir að henn- ar borði. „Sveinn, viltu fylgja mér heim,“ sagði Ásta og vildi ekki setjast við borðið. Karlsen stóð upp. „Ég fer með þér,“ sagði hann. Heima er bezt 245

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.